Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 160
160
þeirra landa Evrópu, sem náttúran heflr miðlað minnst-
um gæðum — og fátækt landsins virðist hafa verið
meiri á miðöldunum en nú á dögum. (Var það full-
komið rjettmæli, er Hákon konungur Magnusson sagði,
að útlent skraut og aðkomnir siðir hæfðu ekki þessu
fátæka landi). En einkum var það þó sjálf jörðin,
sem auð var og ófrjósöm. I haflnu kring um strend-
ur Noregs lá fólginn auður landsins: þorskur, síld
og allskonar hvalir og selategundir. Álít jeg, að það
hafl haft mesta þýðinguna fyrir landið. Norðmenn
urðu ekki mestmegnis akuryrkjuþjóð, svo sem Svíar
og Danir, og því síður voru Norðmenn það á mið-
öldunum, því þá var landbúnaður þar á miklu lægra
stigi en nú á dögum. Þorskaflinn og síldaraflinn var
miklu meiri en svo, að hans yrði neytt i landinu
sjálfu. Hlaut þvi mjög mikið að verða aflögum til
útflutnings og sölu á erlendum hötnum. Samhliða því
drógu fiskiveiðarnar tjölda útlendinga til Noregs á
ári hverju, keyptu þeir þar norskar afurðir og seldu
þær viðs vegar um Evrópu. Þótt Noregur lægi á
útkjálka heims varð hann þannig ekki útilokaður
frá höfuðmarkaði Norðurálfunnar. Það var öðru nær,
því hann hafði fjörugar samgöngur bæði að sunnan
og vestan, og það meiri en bæði Sviþjóð og Dan-
mörk. Það var flskurinn sem olli þessu. Að und-
anteknum hertum þorski (skreið) og síld kom einnig
töluvert af öðrum vörum, einkum frá Noregi á mið-
öldunum, eða var flutt frá íslandi til Noregs og selt
þaðan. Yflrhöfuð voru það hinar sömu vörutegundir,
sem enn þá eru fluttar út frá Noregi: t. d. lýsi, grá-
vara o. s. frv. Trjáviður, sem nú er önnur aðal-
varan samhliða flskinum, var fyrst í lok miðaldanna
svo mikil útflutningsvara, að nokkuð kvæði að. Apt-