Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 161
161
ur á móti voru þá fiuttir út veiðifálkar, sem nú eru
ekki útfiutningsvara.
Gott yfirlit yfir útfluttar vörur frá Noregi á mið-
öldunum má fá i Tristrams sögu (18. kap.): »Því
næst bar svá vit einn dag, at mikit hafskip kvam
siglanda at landi« (þ. e. Frakklandi) »ok þeir köst-
uðu akkeri í höfn undir kastalanum. Þessir váru
reknir þangat í löngum norðan veðrum, norrænir
kaupmenn með mörgum varningi. Þar var á mikil
grávara ok hvítskinn ok bjórskinn, svartr safali,
tannvara« (þ. e. rostungstennur) »ok bjarnfeldir, gás
haukar ok grávalir ok margir hvítvalir, vax ok húð-
ir, bukkaskinn, skreið, tjara, lýsi ok brennisteinn
ok allskonar norræn vara'«. Þessi orð gefa þó enn
meiri upplýsingu og eru þýðingarmeiri fyrir þá sök,
að í hinu frakkneska frumriti sögunnar er að eins
talað um fálka frá Noregi. En öllu hinu hefir þýð-
ari sögunnar í Noregi bætt við frá sjálfum sjer.
Löngu áður en harðfiskurinn var orðin þýðing-
armikil vara á heimsmarkaðinum höfðu tvær vöru-
tegundir flutzt frá Noregi út um Evrópu, og það
voru fálkarnir og grávaran.
Veiðar með fálkum og haukum eru ennþá uppá-
haldsskemmtun hálfviltra þjóða, svo sem í Sudan
og Afghanistan. í Evrópu er þeim aptur á móti
hætt fyrir hjer um bil tvö hundruð árum1 2. En á
miðöldunum var það talin sú göfugasta dægradvöl,
og var stunduð af þjóðhötðingjum og aðalsmönnunt,
herrum og hefðarkvendum. En bændum og borgur-
1) Próf G. Storm hefir góðfúslega bent mjer á þennan stað.
2) . Síðastur nafnkunnra manna, sem hafði gaman af að
veiða með fálka var Albrecht markgreifi af Ansbach í byrjuu
18. aldar.
11