Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 162
lt>2
um var bannað að taka þátt í skemmtun þessari og
lagðar við háar sektir, væri á móti brotið. Varfálk-
inn metinn á miðöldunum jafnt og veiðihundur nú á
dögum eða jafnvel töluvert meira. Beztu fálkarnir
komu frá Norðurlöndum. Einkum var þó íslands
fálkinn (falco candidus) í áliti miklu. Fálkaveiðarn-
ar i Noregi voru einkarjettindi konungs, svo sem
annarsstaðar í Evrópu. Átti konungur alla gásar-
hauka og fálka, sem urpu í fjöllum1. Erkibiskup-
inn fjekk að eins þá sjerstöku ívilnun, að hann mátti
kaupa »geirfálka, gráfálka og gásarhauka2®. En að
öðru leyti hafði konungur einkarjettindi til allrar
fálkaverzlunar. Frá íslandi fjekk konungurinn einn-
ig fálka, og var Hákon konungur gamli vanur að
senda þangað menn til fálkaveiða3.
Norsku fálkarnir voru þekktir víðsvegar um
Evrópu og víðar um heim og var mjög sótzt eptir
þeim, og hlýtur fálkaverzlun þessi að hafa verið
mikil. Magnús konungur smek sendi fálka sína allt
austur til »landa soldánsins í Babylon4«. Og í Lú-
1) N. G. L. Frostaþingnlög XIII., 5. kap. og Ný lands-
lög Magnúsar lagabœtis, VII., 52. kap.
2) N. G. L. II„ bls. 471.
3) Royal Letters of Henry 3, I., bls. 216—17 og bls. 486
(brjef frá Hákoni konungi 3.).
4) D. N. VII. n. 202. Clemens páfi 3. leyfði Magnúsi
smek, samkvæmt beiðni hans, að senda fálka í þrjú ár (til
sölu) »ad terras per soldanum Babilonie«, svo framarlega sem
þessir fjendur kristindómsins fengju ekki jafnframt með því
bannaðar vörur. — (Hákon konungur gamli sendi og fálka
soldáninum af Túnis (Fms. X., 116), og því segir Sturla Þórð-
arson í Hrynhendu sinni um Hákon:
»Þjóðum líka þínir haukar
þaðra allt með Blálandsjaðri«. B. M.Ó.)