Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 163
163
beck var verzlunarbús 1378, sera ól og tamdi norska
fálka og seldi þá þaðan til Ntirnberg, Venedig og
allt til Alexandríu1. Einkum lítur svo út, sera all-
mikið af fálkum hafi verið flutt út til Englands.
Meðal annars eru kring um 1160 alllmörg dæmi, er
bera vitni um það2.
Hinir norrænu fálkar höfðu þó enn meiri
þýðingu sem gjafir en verzlunarvara. Þegar Noregs-
konungar vildu fullvissa erlenda þjóðhöfðingja
um vináttu sína, gátu þeir ekki gjört það betur
með neinu móti öðru, en að senda þeim hauka og
veiðifálka. Enda var hægt að veiða fugla þessa
í Noregi og þar hafa þeir líka eflaust verið í lágu
verði. En í útlöndum voru þeir »metnir meir en
gull og silfur«, að því er Hákon konungur gamli
skrifaði eitt sinn Hinriki 3. Englakonungi3. Þetta
voru heldur ekki svo miklar öfgar þá er þess er
gætt, hve dýrir þeir voru. Tamdir fálkar, er send-
ir voru frá Ltibeck til Alexandríu kostuðu 28 gull-
gyllini hver. Almennur veiðifálki kostaði 10 shilling
á Englandi 12944. Norskir fálkar voru óefað miklu
dýrari. Árið 1203 seldi t. d. Jóhann konungur land-
lausi manni nokkrum Bryan de Therefeld, jarðeign
1) C. W. Paulis »Lubeckisolie Zustánde im Mittelalter«,
I, bls. 142.
2) Publications oj the Pipe Boll Society: VI. bindi, bls.
23 og 66. Á árunumll62—63 borgaöi Englakonungur þann-
ig 48 £ 5 sh. 1 d. fyrir kostnað við skip, er hann hafði sent
til Noregs til þess að kaupa hauka og falka. Sama ár fær
einn nafngreindur maður 40 merkur til þess að kaupa hauka
og fálka fyrir í Noregi.
3) Boyal letters af Henry 3. I. bls. 486.
4) Rogers I. bls. 642, 643.