Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 164
164
mikla í hendur gegn því að hann skyldi sendaEng-
landskonungi norskan hauk á ári hverju1.
Á miðöldunum var miklu meiri þörf loðskinna,
en nú dögum. Kjólar, kápur karla og kvenna og
yfirhafnir tiginna manna og kvenna urðu jafnan að
vera fóðraðir og bryddir með loðskinni, einkum
hreysikattarskinni, ella þótti ekkert til þeirra koma.
Auk þess komu loðskinn á miðöldunum hvorki frá
Ameríku nje Siberiu, heldur að eins frá Rússlandi
og Noregi; og er því auðskilið, að grávöruverzlun
Norðmanna hefir þá haft miklu meiri þýðingu en
nú á dögum. enda hlýtur mjög inikil skinnavara
að hafa flutzt frá Noregi á þeim tímum. Allar her-
ferðirnar til Bjarmalands voru farnar fyrst og fremst
grávörunuar vegna. Frá alda öðli fengu Noregs
konuugar og aðrir höfðingjar þar skatt af Finnmörk
(»Finmkatt*) á ári hverju, sem einkum var greidd
ur í bjórskinnum og safala, þar að auki vaskralca*,
sem ókunnugt er hvað verið hefir. Auk þess komu
frá Noregi hreysikatta skinn og bjóra, grávara, sel-
skinn, oturskinn og ísbjarnarfeldir2. Megnið af
norskri skinnavöru hefir eflaust verið selt til Eng-
lands. En rússnesk skinnavara var flutt frá selstöðu
Hansastaðakaupmanna í Nowgorod og var flutt það-
an einkum til Mið-Evrópu3 í gamalli vísu frá Eng-
1) Botuli Chartarum (1109—1216) bls. 106 b.
2) Othere talar þegar um Finnskattinn (Orosius Alfreds
konungs). Sjá einnig Egilssögu XIV. kap. Tristramssögu
18. kap. og rjettarbótina 1316 (N. G. Ií. III. bls. 119).
3) Sjá Stieda: »Revaler Zollbucher«, innganginn.