Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 165
165
landi, þar sem talið er upp hvaðan ýmsar vörur
sjeu fluttar þangað, stendur þannig:
Aurum mittit Arabs; species et thura Sabæus.
Arma Scythes, oleum palmarum divite silva
Pingue solum Babylon, Nilus lapides pretiosos,
Seres purpureas vestes, Galli sua vina;
Norwegi, Ru.sci varium, griseum, sabelinas1.
Þá er Þórir hundur flýði til Noregs hafði hann
með sjer of fjár í grávöru, bjórskinnum og safala,
sem hann hafði aflað sjer í hinni síðustu Bjarma-
landsför sinni2. í Chester á Englandi hlýtur og að
hafa verið rekin verzlun með norska loðskinnavöru
á dögum Vilhjálms bastarðar, og lítur út, að það
hafi einkum verið hreysikattaskinn3.
Siðar á öldum finnast og allmörg dæmi þess,
að skinnavara hefir verið flutt frá Noregi til Eng-
lands. Þannig ræntu Hansastaðakaupmenn um 1400
tvö ensk skip, sem komu frá Noregi, fermt'. meðal
annars grávöru (werke og wilde werke)4.
Hvað verð skinna snerti, eru mjög fá dæmi til
frá Islandi og Noregi í þvi efni, sem hægt sje að
bera saman vid verð á vöru þeirri í öðrum löndum.
Um 1200 voru 6 melrakkabelgir virtir á Islandi á
1 eyri5. í rjettarbót Eiríks konungsprestahatarafrá
1) Liber Custumarum I. bls. 9. (útg. Rileys í »Muni-
menta Gildhallae Londoniensisn).
2) »01afs saga helga« (í »Heimskringlu«) 149. kap.
3) Domesday Book I. bls. 262.: Givitas de Cestre------
-----Haec ciuitas reddebat de firma XLV libras et III
timbres pellium matrinium (þ. e. hreysiköttur, sbr. DuCange).
4) Hakluyt: »Principal Navigationsa I. bls. 167 og 168.
5) Grágás, Konungsbók (útg. Fiusens) bls. 192.