Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 169
169
eða sem hann nefnir skreíð — að hvorki hafi orðið
mæli nje tölu á komið«>. Ár frá ári kom stöðugt
stærri og stærri skipafloti frá allri Norður- og Mið-
Evrópu til Björgvinar, og Keyptu farmenn þessir
þar harðfisk fyrir afurðir þær, er þeir fluttu heiman
að. Og þegar á dögum Sverris konungs var verzl-
un þess, orðin svo mikil, að hann kvartar yfir hversu
Þjóðverjar kaupi mikið at skreið fyrir vfn og aðra
óþarfavöru, landinu til mikil ógagns1 2. Hákon 5. há-
leggur endurtekur og hina sömu umkvörtun3. Ein
mitt þessi ástæðulausi ótti virðist benda á, hversu
mikil verzlun þessi hafi verið. I hvert sinn, er ensk-
ir farmenn fengu griðabrjef að sigla tii Noregs, stóð
hjer um bil ætíð skráð í þeim berum orðum, að þeir
mættu fara þangað til þess að kaupa harðfisk. Harð-
fiskjarins vegna urðu Hansastaðakaupmenn og Eng-
lendingar keppinautar í Noregi, svo Englendingar
urðu loks að vfirgefa Björgvin og leita sjer upp nýj-
an markað á Islandi.
Ohætt mun að fullyrða, að harðfiskur hafi
miklu meira verið hafður til matar á miðöldunum,
en nú á dögum. Meginhluti harðfiskjar þessa flutt-
ist til Englands og Mið-Evrópu. Voru lönd þessi
kaþólská þeim tímum og þurftu fisk til matar um
föstuna. Auk þess voru allar samgöngur óhagkvæm-
ar á þeim tímum og vegir ijelegir, svo ekki var
hægt að fá nýjan fisk til matar á degi hverjum,
1) )>Anonymti< de pro.fectione Danorum in terram sanct-
am<t (Langebek’s »Scriptores«, V.).
2) Sjá ræðu Sverris koimngs, í Björgvin, 1186. Sverris.s.
104. k.
3) N. G. L. III. bls. 118.