Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 170
170
likt og nú á sjer stað. Urðu allir að láta sjer nægja,
að eta síld og harðflsk, sem var á hvers manns
borði bæði konunga og kotunga. Er auðsætt, að
ekki hefir þurft smáræði af fiski árið um i kring,
þegar þess er gætt, að Játvarður 1. lætur útvega í
eitt skipti 10,000 afþorski, og 20,000 af harðfiski fyrir
utan 20 lestir af reyktri sfld og 20 barrels af styrju.1
Reikningsbækur biskupsins af Herefords (1289—90)
gefa góða hugmynd um, hversu miklu var eytt af
fiski á Englandi á degi hverjum. Þar sjest, að harð-
fiskur var einkum etinn á vetrum. Frá byrjun
nóvembermánaðar til marzmánaðarloka kaupir
biskupinn stöðugt 24 harðfiska á viku hverri, — fyr-
ir 2 s. 6 d. Til jólanna* var keypt mikiu meira,
svo sem gefur að skilja — eða fyrir 27 shillings.2
Líkt átti sjer að líkindum stað á flestum heimilum.
Rogers, sem þekkir betur en nokkur annar allt, sem
lýtur að mataræði Englendinga á ýmsum timum,
segir einnig: »Helztu fiskitegundir, er forfeður vor-
ir höfðu til viðurværis, var fyrst síld og þar næst
ýmsar tegundir af söltum eða hertum fisk, sem
keyptar voru til heimilisins á vetrum og á vorin«.3
Harðfiskur sá, er Evropa neytti, kom nærri eingöngu
frá Noregi. Orðið »Bergevisch« ber ljósan vott þess,
1) »Parliamentary writs and writs of military summons«
II, hls. 129.
2) »Household Expenses af Richard de Swinfield, bishop
of Hereford«, I, (bls. 4., 17, 26, 28, 31, 35, 53, 54.).
3) History af agriculture and prices in England«, I. bls.
616^