Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 171
171
en þvi nafni var harðfiskur sá almennt nefndur, er
gekk kaupum og sölum.1
Auk þess, sem þorskurinn er hertur, er nú orð-
in venja að verka hann sem saltfixk. Sú verkunar-
aðferð, sem nú tiðkast, byrjaði fyrst á 17. öld.
Tunnusaltaður þorskur virðist að hafa verið fluttur
frá því snemma á öldum og hans hafa almennt ver-
ið neytt. Var hann almennt nefndur eingöngu »salt-
fiskur« til aðgreiningar frá saltaðri sild, söltuðum
makríl, saltaðri geddu o. s. frv.2 Ekki get jeg þó
sagt um þaö, hvort Norðmenn liafikunnað aðtunnu-
salta þorsk á miðöldunum, því það er að eins frá
öðrum löndum að talað heyrist um »saltfisk« (eða
saltaðan þorsk).
A Englandi var einnig mikils neytt af fiski
þeim er hake er nefndur, og eptir etnisyfirlitinu í
»Hanseakten aus England« á það að hafa verið
einskonar »hertur saltfiskur«. En þetta er naumast
rjett. Matzner hefir víst rjettara fyrir sjer í »Alt-
englisches Wörterbuch« þar sem hann þýðir hake
1) Auk latneska naftisins y>piscis durus-i var harðfiskur
á Englandi nefndur stockfish, mulvells, morucae, ling, melyng,
grelyng, codlyng. Auk þess var harðfiskur allstaðar greind-
ur eptir stærðarmun. (Rogers I, bls. 616). Nafnið Berge-
visch ryður sjer fyrst til rúms í lok 14. aldar.
2) T. d. »The Babers Boke<( — hjer um bil 1450 (útg.
af ))Early English Text Society<(. 1868 bls. 173:
Mustard is metest with alle manner salt herynge.
Salt fysclie, salt Congur, samoun, with sparlynge.
Salt ele, salt makerelle & also vvithe merlynge.
))Salt fysche þyðir hjer án efa »saltan þorskA. Sbr. einnig
»Hanseakten aus England«, no. 324 § 2.