Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 173
17.*?
lenzkri skreið virðist hafa kostað að minnsta kosti
7 pd. og 15 sh. i Björgvin um 1400.1
Frá öðrum löndum eru aptur á móti margar
skrár yfir verð á harðfiski. Kunnugt er, að í Lund-
únum var harðfiskurinn greindur i fjórar tegundir.
Samkvæmt rjettarbót frá dögum Játvarðar 1. átti
bezta tegundin (lengestokfisshe) að kosta 1 penny
hver fiskur, önnur tegundin (mulvel stoJcfieshe, er
einnig var kölluð mul v'ella) 3 quadranta, og 3’ teg-
undin 1 obol; af ljelegustu vörunni fengust 3 fiskar
fyrir 1 obol.2
Hereford var uppi í landi, og þangað var harð-
fiskurinn fenginn f'rá stórmörkuðunum, einkum frá
Gloucester, og varð opt að flytja hann á bestum.
viðskiptum enginn munur gjörSur á gjaldgengri mynt og
hreinu silfri. Og þegar 1 mörk jafngilti 15 shillings, þá
verða 5 aurar hjer um bil = 12 sh. (sbr. Schive bls. XI:
»Fram til 13. aldar var naumast minna en 14 lóð af skíru
silfri í mörkinni«).
1) Þessi reikningur er þó ef til vill ekki alveg áreiðan-
legur. Er hann bygður á því, að árið 1392 er húseign
nokkur í Noregi seld fyrir 1 lest af íslenzkri skreið, en 18
árum síöar (1410) er sama eignin seld fyrir 7 pd. 15 sh.
ensk. Líklegt er, að húsið hafi heldur lækkað en hækkað í
verði á þessum árum.
2) Liber Custumarum I. bls. 119 (í '»Munimenta Gild-
hallœ Londoniensis«, útg. í 'í>Rerum Britannicarum medíí
œvi scriptores): >>lengestokfisshe meliorem pro 1 denario, me-
diocrem videlicet mulvelstokfisshe pro III quadrantibus, et
minorem pro obolo, salvo croplenge, de quibus III meliores
pro obob«. Samkvæmt öðru skilríki frá dögum Játvarðar 1.
var bezti harðfiskur seldur fyrir l'/a d. hver fiskur. Liber Albus,
bls. LXXIX (í Munimenta Gildhallae Londoniensis I.).