Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 174
174
Þar varð fiskurinn því nokkru dýrari en í Lundún-
um. í byrjun vetrarins (1289—90) fengust 24 harð-
fiskar þar fyrir 2 sh. 6 d. (þ. e. I1 2/* d. hver). Ept-
ir jólin varð hann nokkru dýrari. Kostaði fiskur-
inn þá 3—4 d. hver, og í lok marzmánaðar var
verðið komið upp í 4 d.1 Á 14. öld hækkaði verð-
ið töluvert enda upp í 5 d. (1370), væri keypt hundr-
að (120 fiskar 50 sh.).!
Ekki lítur út fyrir, að mikill munur hafi verið
á verðinu á Þýzkalandi og á Englandi; en þó mun
fiskur jafnan hafa verið nokkuð dýrari á Þýzka-
landi, eptir þvi sera ráða má af verði hans i Dan-
zig og Hamborg.3
Síldin kemur ekki svo sem þorskurinn stöðugt
ár eptir ár á sömu staði til þess að hrygna, því
þótt hún haldi sig árura eða jafnvel öldum saman
á sama stað, getur hún horfið þaðan allt í einu og
komið fram á öðrum stað. Þannig hefir einnig ver-
ið í Noregi. Hafa þar frá alda öðli verið reknar
1) Household Expenses of Richard de Swinfield, hishop
of Hereford I. bls. 4, 17, 26, 28, 31, 53, 54, 69. II. bls.
XLVIII.
2) Rogers II. bls. 552—556.
3) Hinrik 4 valt í Danzig sitt í hvert sinn (1390) 11
mörk 13 scot fyrir 9 hundruð; 9 mörk 9 scot fyrir 3 hundr-
uð, og auk þess »pro C stocks wynterfissh 26 s. 8 d.; pro C
stocks halfwaxen 18 s. (stocks. o: 1 hundrað). \)>Expeditions
of Henry of Lancaster bls. 42, 97, 31]. Sjá ennfremur:
Das alteste Hamburgische Handlungsbuch, útg. Laurents bls.
13. og 81. og Hirsch: »Danzigs Handels und Gewerbege-
schichte«, bls. 246—247.