Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 175
síldarveiðar, en á ýmsurn stöðum.1 Þórólfur Kveld-
úlfsson var við síldarveiðar og fiskiveiðar í Vogum
og Skallagrimur fór opt til síldarveiða á vetrum.
A dögum Sverris konungs var síldarveiði einnig
stunduð í sunnanverðum Noregi. Hefir síldin mjög
verið notuð til viðurværis, sem sjá má af því, að
Vilhjálmur kardináli frá Sabína leyfði síldarveiði á
helgum dögum, þegar síldartorfan kom að landi.2
Utlendingar tóku þó ekki að stunda sildarveiði við
Noregs strendur fyr en í iok 13. aldar þegar síld-
arveiðar hófust við Bohúsljen,3 enda lá þar betur
fyrir þeim en norður frá, og síldartorfurnar komu
þangað síðari hluta sumars, sem var miklu hag-
kvæmari tími fyrir útlendinga en veturinn.
Ekki er hægt að segja um hve mikiil síldar-
aflinn var í fornöid, en hann hlýtur að hafa verið
allmikill, þótt ekki komist það í samjöfnuð við afl-
ann á 16. öld, er Peder Clausen talar um síldfiskið
í Víkinni og segir, að þangað sigli á ári hverju
mörg þúsund skipa frá Danmörku, Þýzkalandi,
Fríslandi, Hollandi, Englandi og Frakklandi, til þess
að kaupa og flytja út síld, og fái þau öll meira en
nægju sína. •
Norska síldin var hert líkt og þorskur og seld
í fljettuðum víðikörfum (meisasild). Ekki var upp-
fundið að salta síld fyr en á 15. öld, og Norðmenn
munu ekki beldur hafa kunnað að reykja. Rjettar-
1) Sögu sfldarveiðanna má lesa í ritgjörð eptir Daae í
»Norden« 3 bindi bls. 191. ff.
2) Hákonar saga Hákonarsonar (útg. Ungers) 282. kap.
3) í Karmsundi og fjörðunum milli Stafangurs og Björg-
vinar voru og gnægar síldarveiðar fram til 1560.