Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 178
178
smáþorski, makríl, löngu, rikling og karfa (uer)1 2 3.
Eflaust var þó þetta undantekning frá almennri venju,
því fiskur sá, sem almennt var fluttur frá Noregi
út um Evrópu var síld og skreið.
Fyrir utan fiskinn var einnig gnæg auðsupp-
spretta annarar tegundar i hafinu kring um allar
Noregsstrendur, því að farmenn ráku þar hvalaveið-
ar og selaveiðar frá elztu tímum*.
Hvalaveiðar og selveiðar voru þó einkum stund-
aðar kring um ísland og í hafinu milli Islands og
Grænlands. Höfundur »Konungs skuggsjár« nefnir
margar hvalategundir og sela, sem sjeu í Islands-
hafis. Nú eru hvalaveiðar næstum eingöngu rekn-
ar sökum spiksins. En þannig var því eigi varið á
miðöldunum. Reyndar var lýsið þá þýðingarmesta
vörutegundinj sem af hvölunum fjekkst, líkt og nú.
En jafnframt því litur út fyrir, að hvalakjöt hafi
allmikið verið haft til matar, og er einkum látið af
því, hve reyðurin hafi verið bragðgóð4. Hvalakjöt
1) Hirsch bls. 154. aths. 418. Farmurinn var: Hallý-
ivassen (meðalstór harðfiskur?) Cropelinge (lítill harðfiskur?)
Lathfische (makríl) Langen (langa) Lubben (kverksugar)
Tydlinge (hertur smáþorskur; þessa þyðingu hefir orðið titling
f Nordland), Bakelfische (riklingur) og Ore (karfi, á norsku
uer). (Heldur Benedikt Gröndal, að þetta sje sami fiskurinn
og nefndur er »ógr« í Eddu; sjá orðabók Fritznes, 2. útgáfa
undir ógr). pýð.
2) Ottar frá Hálogalandi segir meðal annars Elfráði ríka
frá hvalaveiðunum.
3) »Speculum regale« (útg. 1848) bls. 28. ff. og bls. 40,
4) »Speculum regale«, bls. 32.