Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 181
181
Jafnhliða fiskiveiðunum er slcógarhögg og allur
sá iðnaður, sem því er samfara, aðalatvinnugrein í
Noregi nú á dögum* 1 * * *. Öðruvísi var því háttað á mið-
öldunum. Lönd þau, er Noregur verzlaði þá eink-
um við: England og Hansastaðirnir, voru ekki mjög
snauð að timbri,- En annað varð upp á teningunum
er Niðurlendingar tóku að sigla til Noregs á 15. öld,
þvi Niðurlönd og einkum hið uúverandi Holland
hafa ætið verið mjög snauð að skógum; og Noregur
fjekk þar mikinn markað fjrrir trjávið sinn.
Aður hlýtur timburverzlun Noregs að hafa haft
litla þýðingu og að minnsta kosti er eptirtektavert
að timburs er óviða getið, í foruum sögum, því stjórn-
in hefir auðsjáanlega ekki kært sig um hina afar-
víðlendu merkur og ekki álitið þær ótæmandi auðs-
uppsprettu, er þyrfti að vernda. Samt hefir timbur
ætíð meira og minna verið flutt frá Noregi frá því
á 13. öld Allmikið af timbri því fluttist til Eng-
lands, einkum fura, því á Englandi óx fura ekki,
heldur næstum eingöngu eik, en mikið er örðugra
að telgja hana en furu og greni. Var því mjög
snemma á öldum tekið að flytja furu og greni til
Englands einkum frá Eystrasaltslöndunum svo sem
Riga, því timburverzlun hófst þar raiklu fyr en í
Noregi, þótt nokkuð af timbri væri og fluit þaðan.
Þannig er sagt frá um Játvarð 1. að hann notaði
Munch, bls. 21 og 25 (1327— dentes de roardo).
1) Sögu timburverzlunar Noregs er að lesa einkum í
Norsk historisk Tidskrift, 2. række, 5. bindi í ritgjörð eptir
Vogt — 7/10 af útfluttum vörum Noregs nú eru fiskur og
timbur.