Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 182
182
norska furuplanka til þess að þilja veggina með í
höll sinni1.
Útflutningur af timbri til Englands hefir þó
ekki verið mikill, því fyrst mörgum öldum siðartók
England að skorta efnivið heima fyrir og varð að
kaupa hann frá öðrum löndum. Aður Hollendingar
tóku að verzla í Noregi hefir timbur verið flutt það-
an mestmegnis til Hamborgar og annara skógar-
lausra staða við Elfarmynnið, sem þurftu timburs til
flóðgarða, húsagjörðar og skipasmíða, og hafa Þjóð-
verjar hlotið að byrja snemma á þvi, að sækja
timbur til Noregs. Timbrið var ekki að eins selt
við árósana, og fleytt þangað ofan eptir ánum, held-
ur var það einnig dregið á sleðum ^niður til hafn-
anna á vetrum, svo sem til Sandafjarðar, og var
timbur flutt út þaðan lengi fram eptir öldum, og eru
mörg skilríki fyrir því í fornum ritum, svo sem um
útflutningstoll af timbri þaðan og margt fleira.
Mestur hluti trjáviðarins var þó fluttur utan
frá árósunum líkt og nú. Frá Skíðunni lítur út fyrir
að fluttur hafi verið utan viður 1294 og íbyrjun 14.
aldar reis upp bær við Koparvikina þar sem
bærinn Drammen er nú, og átti hann einungis trjá-
verzluninni tilveru sína að þakka. Sömuleiðis lítur
út fyrir, að töluverður trjáviður hafi verið fluttur ut-
an vestanfjalls á miðöldunum. En timburverzlun
Noregs kemst þó ekki í blóma fyr en á síðari öld-
um. Ekki er hægt að segja neitt ákveðið um við-
arverð frá fyrri timum.
Meðal skógarvöru þeirrar, sem útflutt var frá
Noregi má einnig nefna tjöru, og er þegar minnzt
á hana með aðfluttum vörum i samningnum milli
1) Yogt bls. 86.