Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 183
183
konungs og erkibiskups (1277)1 2 og í rjettarbótinni
1316, um toll, sem erlendir menn áttu að greiða1.
Rogers heldur, að tjara sú, er flutt var til Englands
á miðöldunum hafi einkum komið frá Noregi, og er
sagt, að þar hafi menn kunnað sjerstaka einfalda að-
ferð til að verka tjöru3. Eptir brjefum þeim og skil-
ríkjum að dæma, sem geymzt hafa frá þeim tímum,
lítur þó helzt út fyrir að mestöll tjara (og sömuleið-
is bik) hafi komið frá Eystrasaltslöndunum4. En á
hinn bóginn er mjög líklegt, að tjara sú, sem útflutt
var frá Noregi, hafi farið til Englands, en ekki til
Hansastaðanna, sem gátu fengið tjöruna nær sjer.
Auk þess er athugavert, að á Englandi kunnumenn
ekki að bræða skip með tjöru fyr en í lok 18. ald-
ar, en það hafa menn jafnan kunnað í Noregi5.
Skyldi svo vera, að Englendingar hafi lært það af
Norðmönnum?6 7.
Mosategund sú, er nefnist lecanora tartarea1 var
og flutt út frá Noregi á miðöldunum. Hún er not-
1) N. G. L. II. bls. 475.
2) N. G. L. III. bls. 119. (sjá einnig Tristramssögu 18.
kap.).
3) Itogers. *I. bls. 146. og II. bls. 463.
4) Sjá Hirsch bls. 255 og »Hanseakten aus England«
(undir orðinu tere):
5) ltogers. II. bls. 423.
6) Tjara var sold í Noregi í tunnum og öskum, á Islandi
i vcettum (um 1200 kostaði I vœtt um 6 aura D. ísl. I.bls.
318. Á 14. öld var verðið á 1 gallon tjöru á Englandi nær-
fellt 1 shilling. (Rogers II. bls. 423—428).
7) Sjá einkum Schiibeler: »Norges Væxtrige« I. bls. 215 f.