Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 186
186
Mjög lítið af skinnura þeim er út voru flutt virðist
þó hafa gengið til Englands, því kvikfjárrækt var
þar aðalatvinnuvegur manna fyr á öldum.
Mestur hluti skinna þeirra, ullar og vaðmáls,
sem unnið var úr ullinni var ekki upphaflega frá
Noregi, heldur frá Islandi. Var veðurátta þar óstöð-
ugri og hitinn yfir höfuð minni en svo, að akuryrkja
gæti þrifizt þar. Ekki var landið heldur vel fallið
til nautpeningsræktar. Aptur á móti var svo
sem það væri skapað fyrir sauðfjárrækt. Framleiddi
landið af sauðfjenaði meiri vöru en þyrfti til notkun-
ar heima fyrir og var mikið aflögum til útflutnings.
Þannig kom íslenzkt skip til Rouen 1198 hlaðið ull1.
Mestöll islenzk vara fór þó fyrst i gegnum hendur
norskra kaupmanna og fluttu þeir matvöru og aðr-
ar nauðsynjavörur til Islands á ári hverju, er
þeir seldu fyrir innlendar afurðir, einkum vaðmál2.
I Noregi var og unnið vaðmál næstum á hverju ein-
asta heimili, en það var ekki meira en þurfti til
heimilisþarfa. En á Isiandi kvað miklu meira að
tóvinnunni. Þar voru allar skyldur og skattar greidd-
ar í vaðmáli en ekki i peningum eða silfri. Þar var
verð talið eptir hundruðum (þ. e. 120 álnum) vað-
máls eða eptir mörkum og aurum vaðmáls3. Mest-
1) Diplomatarium Islandicum, I., blt. 718 f.
2) Vaðmál er uefnt í tilskipununum um toll Islandsfara
1340 og 1383. l’áfatíundin frá Skálholti var 1337 einungis
fólgin í vaðmáli. (D. N. VII. n. 143). Og 1217 tók Sæ-
mundur Jónssou í Odda að minnsta kosti 300 álnir vaðmála
frá Björgvinar kaupmönnum á íslandi (D. I. I, bls. 613).
3) Diplomatarium Islandicum, og má þar finna afarmörg
dæmi. (Slíkt átti sjer miklu síður stað í Noregi og Sví-
þjóð.