Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 188
188
aði vaðmál á Englandi 41 2/* d. hver yard1 eða hjer
um bil ferfalt meira en í Noregi.
Brennisteinn fæst hvergi á Norðurlöndum nema
á Islandi. Er hann nefndur með skreið, lýsi og vað-
máli í rjettarbótunum um toll, er íslandsför skyldu
greiða (1340 og 1384). Rjettarbótin frá 1316ogTri-
stramssaga sýna og, að brennisteinn hefir verið flutt-
ur frá Noregi til útlanda, en það hefir naumast ver-
ið meira en smáræði eitts.
Þess hefir áður veiið getið, að nautpeningsrækt-
in á miðöldunum hafði í Noregi tiltölulega meiri þýð-
ingu fyrir landsbúið en akuryrkjan. Má telja það
markvert, að smjör er talið útflutt frá Noregi frá því
á 12. öld. Bæði Sverrir konungur og Hákon 5. há-
leggur kvarta yfir því, að Þjóðverjar flytji ekki út
annað en smjör og skreið3. Forn skjöl sýna einnig,
að smjör hefir verið flutt bæði til Þýzkalands og
Englands. Þannig borgaði Hákon biskup í Björgvin
2 þýzkum kaupmönnum skuld sína 1351 i smjöri.
Og enskt skip, sem rænt var 1401 við Langasund,
var meðal annars hlaðið smjöri.
En þetta var allt einungis smáræði. Fiskurinn
var auður Noregs á miðöldunum. Það var hann,
sem dró erlendar þjóðir viðsvegar að norðan til hinna
fjarlægu Noregs stranda, það var hann, sem flutti
1) Rogers II., bls., 542. Sjá einnig »Livli\ndisches Ur-
kundenbuch<i bls 487. »CCCC w&tmhla og 4 álnir giltu árið
1325 í Reval 3 merkur (= 36 sh. enska).
2) 1 pund brennisteins kostaði í Lundúnum 1387 10 d.
(Rogers II., bls. 578 III) og 1 fat í Danzig 10 merkur á
15. öld. (Hirch, bls. 259.
3) Ræða Sverris í Björgvin 1186 og rjettarbótin 1316.