Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 190
Jón prófast Jónsson.
I. Upphafsdr Islands bygðar
ekki 874, heldur (870 eða) 871.
í »Andvara« VI. 186—191 hefir Gísli Brynj-
ólfsson leitt rök að því, að það sé eigi samkvæmt
tali Ara fróða, hins elzta og áreiðanlegasta sagna-
ritara á íslenzka tungu, að teija upphaf Islands bygð-
ar 874, heldr sé það sprottið af misskilningi síðari
sagnaritara (eða »annála«-höfunda). Ari miðar upp-
haf Islands bygðar við dauða-ár Játmundar konungs
hins helga (870), telr svo, að landið yrði albygt á
60 árum, og að Hrafn Hængsson tæki lögsögu 60
árum eptir dráp Játmundar konungs, þ. e. árið 930,
og hefst þá lögsögumannatalið, sem Ari hafði hinar
beztu heimildir fyrir,1 og er það grundvöllr tíma-
1) Það er skrifað eptir sögo Markúsar Skeggjasonar lögsögu-
manns (1084—1107) »en honom sagþi Þórarinn hrúþer hans, oc
Sceggi faþer þeira, oc fleiri spaker menn, til þeira ævi, es fyr
hans minni vóro, at því es Biarni enn spaki hafþi sagt, foþor
faþer þeira, es munþi Þórarin lögsögumann oc VL aþra síþan«.
Nú er þess að gæta, að Bjarni enn spaki var náskyldr Þorkatli
niána og Þorgeiri Ljósvetningagoða (Ldn. V. 5.), og eru full