Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 191
191
talsins þaðan í frá, enda hafa raenn jafnan látið
ártalið 930 óhaggað, þótt þeir hafi viljað færa út-
komu Ingólfs til 874, og skert raeð því hin 60 land-
námsár. Það eru að eins tvö atriði í þessu efni,
sem mér virðist G. Br. eigi hafa athugað nógu ná-
kvæmlega, eins og nú skal tekið fram í fám orðum.
Fyrst eru þessi orð Ara (íslb. 3. k.). »Suá
hava oc spacer menn sagt, at á LX vetra yrþi Is-
land albygt, suá at eigi væri meirr siþan. Því nœr
tók Hramn lögsögu« .... »þat vas LX vetra epter
dráp Eadmundar conungs, vetri eþa tueim áþr Har-
alldr enn hárfagre yrþi dauþr at tölo spacra manna«.
Upphaflögsögu Hrafnser þannig skýlaust sett árið 930,
en svo kveðr Ari ekki frekara að orði en svo, að
þetta hafi verið »nær því« 60 vetrum frá upphafi
líkindi til, að hann hafi eigi að eins haft frá þeim sögur um æfi
þeirra sjálfra, heldr og hinna er á undan þeim voru: (Ulfljóts),
Hrafns Hængssonar og Þórarins Sagabróður, sem sira Eiríkr
Briem hefir bent mér á að hafi hlotið að vera nákominn Ingólfi
landnámsmanni í móðurætt, með því að þeir Glúmr hræðr áttu
Engey og Laugarnes, og hafa varla geta fengið það öðruvísi
en að erfðum (sjá Njálu 13—14. k.). Lögsögumennirnir á seinna
hluta 10. aldar hafa þannig verið skyldir og tengdir hvor öðrum
sem sjá má af ættskrá þeirri er hér fer á eptir, og með því að
Bjarni enn spaki var svo nákominn lögsögumönnum og mundi svo
marga þeirra, er þeim mun meiri ástæða tjl að treysta sögusögn
hans og tímatali þvi, er við hana hefir að styðjast. Meðal
þeirra »spöku manna«, er Markús Skeggjason hafði talað við um
æfi hinna fyrstu lögsögumanna, má ætla að verið hafi Daði
Starkaðarson (frá Stafafelli), sem mun hafa verið 5. maðr frá
Hrafni Hængssyni (Hrafn — Þórlaug — Yalgarðr — Mörðr —
Rannveig — Daði, shr. Nj. 25. og 117. og Sturl.1 2. 3; I. 50).
Daði nokkur vitnar ásamt Markúsi og fleirum um rétt íslendinga
1 Noregi árið 1083 (Dipl. Isl. I. 64-68, 724), og er líklegt, að
það sé enginn annar maðr en Daði Starkaðarson.