Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 192
19-2
íslands bygðar, og kemr það einmitt heim við það,
sem hann hefir sagt áðr (í 1. k.), að ísland hafi
bygzt fyrst »í þann tíþ« er Játmundr konungr var
drepinn, o: hér urn bil 870. Hann fullyrðir ekki,
að landið hafi einmitt farið að byggjast það ár, heldr
mjög nálægt þvi, t. d. ári fyr eða síðar, en tiltekr
merkilegan atburð »1 þann tíð« o: um það leyti, til
að miða tímann við. Ura árið 930 sem upphafsár
lögsögu Hrafns Hængssonar lætr hann aptr á móti
engan efa í ljós, en hitt staðhæfir hann eigi, að það
hafi einmitt verið 60 árum eptir útkomu Ingólfs,
sem Hrafn tók lögsögu, heldr »því nœr«. 60 árum,
en réttum 60 árum eptir dauða Játmundar.
I annan stað miðar Ari útferð Ingólfs og upp-
hat lögsögu Hrafns við aldr Haralds hárfagra, og
segir um hann (Islb. I. k.): »en suá es sagt at Har-
alldr væri LXX vetra conungr oc yrþi átræþr«.
Hér hefir þá greint á: Ara og Sæmund fróða, því
að Sæmundr hefir talið svo, að Haraldr væri 73
vetr konungr (og yrði 83 ára, Noregskonungatal í
Fms. X. 423), en G. Br. minnist eigi á það, heldr
segir, að öllum áreiðanlegum sögumönnum beri
saman um, að Haraldr hafi orðið áttræðr og 2 eða
3 árum betr, en það sézt á orðum Ara, sem til-
greind eru, að þetta hefir als eigi verið ætlan hans,
heldr að Haraldr yrði rétt áttræðr, en annað mál
er hitt, hvort Sæmundr hafi eigi getað haft réttara
að mæla. Þar sem Ari segir, að Hrafn hafi tekið
lögsögu »vetri eða tveim áðr Haraldr enn hárfagri
yrði dauðr«, þá setr hann dauða-ár Haralds annað-
hvort 931 eða 932, og er Haraldr eptir þvi fæddr
annaðhvort 851 eða 852, hafi hann orðið rétt átt-
ræðr. Nú fór Ingólfr fyrst til Islands (að kanna
iandið), þá er Haraldr var 16 vetra gamall (íslb.