Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 193
193
1. k.), og hefir það verið 867 eða 868 að tali Ara,
en í annað sinn (að byggja landið), fám (o: 3—4?)
vetrum síðar (s. st.), og hefir Gi. Br. bent á, að það
hafi hlotið að vera 3 vetrum siðar, o: 870 eða 871,
(því að þeir Ingólfr og Hjörleifr áttu að verða burt
úr Noregi á þriggja vetra fresti eptir Flóam.s. 3. k.).
Má af þvi sjá, að það muni heldr hafa verið 871 en
869, heldr ári epíir en ári fyrir dauða Játmundar
konungs, að Ingólfr fór að byggja landið. Verðr
eptir þessu sennilegast, að Ari hafi talið fæðinvu
Haralds hárfagra (851 eða) 852, útferð Ingólfs hina
síðari og upphaf Islands bygðar (870 eða) 871, upp-
haf lögsögu Hrafns 930, lok landnáma (930 eða) 931,
dauða Haralds hárfagra (931 eða) 932. Ingólfr var
3 vetr hér á landi áðr en hann bygði í Reykjavík,
og munu það hafá verið vetrnir 871—72, 872 — 73,
og 874— 73, svo að hann hefir þá sezt að í Reykja-
vík 874, réttum þúsund árum áður en aðalþjóðhátið
vor var haldin. En það er eins og þessir 3 vetr
hafi valdið ruglingi hjá siðari sagnariturum, eða sum-
ir hafi lagt þá saman við hina 3, er liðu milli ís-
iandsferða Ingólfs, og niðrstaðan svo orðið sú, að
6 ár hafi liðið milli ferðanna, og hafi hin fyrri verið
farin (867 eða) 868, en hin síðari (874 eða) 873 (þá
• er Haraldr hafði verið tólf ár konungr í Noregi frá
(861 eða) 862 að telja, sbr. Landn. I., 6, ísl. s. 1843
I., 33—34. bls. 18. nm.). Dr. Finnr Jónsson hefir
talið svo í útgáfu sinni af íslendingabók, 20. bls., að
árið 874 hafi Ingólfr tygt í Iieykjavik, og er það
samkvæmt því, sem hér hefir verið haldið fram, en
því virðist hafa verið veitt lítil eptirtekt, eins og
greininni f Andv. VI., sem nú var getið.
Af þessu má sjá, að Ari fróði muni hafa ætlað,
að Ingólfr hafi farið að byggja Island 870 eða öllu
13