Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 197
197
skiptzt á í ættinni, og gat það valdið því, að hlaup-
ið yrði yflr liði, enda eru þess mörg dæmi,' að skot-
izt hafl af ógáti yflr ættliði í eptirritum, eða ritarar
hlaupið frá einu orði til annars, sem líktist hinu.
Hér mun þannig hafa verið slept úr þrem liðum
(Þórdis — Þorkatla — Þórdís) og lesið á eptir nafni
Þorkötlu (dóttur Más) Þórðar fyrir Þórdísar, Verða
með þessu eðlilega margir liðir frá Viga-Glúmi til
Sturlunga (Hvamm-Sturla 7. maðr frá Glúmi, en 6.
maðr frá Einari Þveræingi og Guðmundi ríka).
Eptir því sem Guðbrandr Vigfússon segir í at-
hugasemdum við útgáfu Bandamanna sögu (Ný Fé-
lagsrit XVIII. 156—159) er Þórarinn spaki kallaðr
í bezta handriti sögunnar (Konungsbók) »Osp(aks)-
son, Höskuldssonar, Kollssonar, og Þorgerðar Egils-
dóttur Skallagrímssonar«, sem nær auðvitað engri
átt, en hugsanlegt er, að missögnin stafi af þvi, að
honum hafi verið slengt saman við Þórarin son
Bárðar Höskuldssonar (Laxd. 25.), sem kynni að hafa
verið sami maðr og Þórarinn goði í Langadal (á
Skógarströnd)1, er Laxd. (67. k.) segir að Þorgils
Hölluson hafl tekið goðorð af. Systur Þórarins Bárð-
arsonar átti Hailr Víga Styrsson (Laxd. 25.) mágr
Snorra goða, og gátu þær tengdir valdið þvi, að Þor-
gils sýndi Þórarni ójöfnuð, enda má vera að hann
hafl þótzt standa eins nærri að varðveita goðorð tii
handa sonum Illuga ramma (er Langdœlir eru frá
komnir Ldn. II. 13.), en þeir hafa líklega átt einhvern
hlut f mannaforráði á Skógarströnd (sbr. Evrb. 9.
og 44. k.).
1) í nafnatalinu aptan við seinustu útg. Laxd. (Rvik 1895)
eru þeir feðgar Þórarinn og Auðgisl látnir eiga heima i Langadal
í Húnavatnsþingi, en það er ekki rétt (sbr. nafnatalið við útg.
Kalunds, 364. bls.)