Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 198
198
Styrmi frá Asgeirsá (Bms. útg. 1850, 3 bls.), vin
Þórarins (Bms. 15. bls.) telr »Konungsbók« Þorgeirs-
son, og seinna í sögunni (29. bls.), er nefndr Hallr
Styrmisson, svo að enginn vafi getr á því leikið, að
þessi Styrmir sé sami maðr og sá, er Ldn. III. 6.
telr son Þorgeirs Galtasonar (af Skíðunga-ætt) og föð-
ur Halls, föður Kolfinnu, er Þorgils Oddason átti
(sbr. Sturl.1 1. 6, I. 9.). Þorvaldr Ásgeirsson (Vatns-
dælagoði, sbr. Tim. Bmf. II. 26—27) hefir átt Kol-
finnu, systur Styrmis, en líklega verið látinn, er
Bandamanna saga gjörðist. Aðra systur Styrmis
(Þuríði) hefir átt Hreinn sonr Hermundar Illugason-
ar að Gilsbakka (Sturl.1 1; 27., I. 46 n. 3.) og stafar
þaðan Styrmis-nafn i Gilsbekkinga-kyni.
Það virðist eigi ólíklegt, að »Þorgeirr Halldóru-
son úr Laugardal« (20—22. bls) hafi verið sonr Þór-
arins sælings, (er kominn var frá Ketilbirni gamla
Ldn. V. 12) og Halldórn Einarsdóttur Þveræings
(Ldn. IV. 1., sbr. Ljósv. 25. k.); hefir hann þá verið
mágr Skegg-Brodda og systurson Járnskeggja. Hafa
»Bandamenn« þannig verið margvíslega tengdum
bundnir, eins og sagan vikr og á (20. bls) þvi að
þess er enn að geta, að Valgerðr kona Gellis Þor-
kelssonar að Helgafelli, var dóttir Þorgils (ekki Þor-
kelx, eins og stendr í útg. Laxd. 1867 og 1895) Arason-
ar af Reykjanesi og einnar af dætrum Einars Þver-
æings, sem ráða má af Heiðarvígas. (35. k.: (um
Þorgils og Snorra goða) »þeir áttu systur tvær«).
1) Hermnndr átti (Gnnnhildi eða Yngvildi) dóttur Orms Koð-
ránssonar (af Skiðunga ætt), en aðra dóttur Orms (Beru) átti Skúli
Þorsteinsson að Borg, faðir Egils, er var einn af bandamönnum
(sbr. Ldn. III. 6. og Bisks. I. 5., 24. bls.). Ormr Hermundarson
átti Herdisi dóttur Bolla prúða (hálfbróður Gellis að Helgafelli) og
Þórdísar Snorradóttur goða (Laxd. 78.)