Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 199
Askorun.
A hinum síðari drum hafa allmargar raddir
heyrst i þá átt, að Tímarit þetta. fullnœgði eigi kröf-
um timans. Þar vœri of mikið af ritgjörðum um forn-
öld vora og fortið, enn litið af þeim fróðleik, sem bœri
sýnilegan ávöxt fyrir lífið nú á dögum, eða stefndi að
verklegum framförum. Og á aðalfundi i deild vorri,
sumarið 1895, var skorað á fjelagsstjórnina að sjá um,
að limaritið yrði fjölbreyttara að efni, alþýðlegra og
nœr hinum upphaflega tilgangi sinum.
Það er satt, að ritgjörða um sögu vora og bók-
mentasögu á umliðnum öldum hefur gœtt einna mest
í Timaritinu undanfarin ár. Enn til þess liggur
sú eðlilega orsök, að Tímaritsnefndinni hafa tiltölulega
mjög fáar ritgjörðir boðist um önnur efni. Merkur mað-
ur hefur sagt, að hver þjóð hefði þautímarit, sem hún
verðskuldaði að hafa, og það er hverju orði sannara,
aðgœðitímaritafara eftir hœfilegleikum ogritsnild þeirra
manna, sem í þau rita. Fjelagsstjórnin veit ekki til,
að ritnefnd Tímaritsins hafl nokkurntíma hafnað rit-
gjörð vegna þess, um hvaða efni hún var, ef hún að
öðru leyti var svo vel samin, að hún þœtti boðleg les-
endum límaritsins. Nefndin hefur altaf, og ekki síst
tvö siðustu árin, gert sjer far um að hafa Tímaritið
svo fjölskrúðugt að efni, sem kostur hefur verið, enn
af því að flestir þeir, sem á vora tungu rita, skrifa
um sögu lands vors eða bókmentasögu, enn tiltölulega