Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 200
200
fáir um önnur efni, þá hefur »fornfrœðin« orðið í
fyrirrúmi, enda hefur nefndinni eigi þótt hlýða að
bola burtu frœðigrein, sem hefur jafnmíkla þýðingu
fyrir þjóðerni vort og mentalíf.
Afieiðingin af þvi, að menn hafa amast við »forn-
frœðinni«, hefur orðið, að fornfrœðingarnir hafa held-
ur dregið sig i hlje og hlifst við að senda Tímaritinu
ritgjörðir. Enn frá öðrum kemur mjög litið, og minst
frá þeim, sem mest hafa fundið að Timaritinu, svo að
stundum hefur veitt örðugt að fá nóg efni í Timaritið.
Ef mönnum er það alvara, að hafa Tímaritið sem fjöl-
breyttast að efninu til, þá verða fleiri að skrifa í það
enn fornfrœðingarnir.
Fjelagsstjórnin leyflr sjer þvi að skora á alla
ritfœra menn, að senda Tímaritsnefndinni vel samdar
alþýðlegar ritgjörðir um þau efni, sem til eru greind
í 1. árg. Timaritsins á 4. bls., um sögu, einkum sögu
Islands og menningarsögu þess, um búfræði, náttúru-
vísindi, lœknisfrœði, lögfrœði, málfrœði, œfi merkra
manna, nýjar uppgötvanir, bokafregnir og kvæði.
Fjelagsstjórnin.