Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 9
Hrólfur þögli. — Andnesbúi. — Ægisdætur seiðmál syngja sífelt meðan kvikar flóinn, — Hrólf hinn þögla hugðust yngja, hremmilegan og vöðvagróinn. Hann, sem aldrei ástum náði yngismeyja — laus við bruna: augnageislum öllum sáði ofan í salta ládeyðuna. Framhjá gervi-rósa ranni rásaði karl með þungum brúnum. f’eim gazt ekki að þessum manni. þögulum og lítið búnum. Þránni góðu þó ei týndi; þeirri: að dreypa á Urðarbrunni; augnahýru Sögu sýndi, sveigði hug að valkyrjunni. Frásögn vorra frumsnillinga fús var Hrólfur um að tala; átti sögur íslendinga — eina hillu gyltra kjala. Þeim. sem ótal hildi háði heiðum á og fram á sogni, blindsker varð að banaráði — bátnum hvolfdi í dúnalogni. Sín á milli söl og þari sögðu um ferju róðrarvana: hver mun nú á fjögra fari fara einn um brotsjóana? Ætli nokkur árar spenni á við hann í stormi og brunum, sveigi þær og sveittu enni svali móti hafrænunum? Heyrði eg þá, að heiði og drangi hváðu við og mæltu þetta: hver mun eins, með fönn í fangi, fara um urðir, gjár og kletta? Sængurkonu að sækja bætur svaðilveg í næðingsbrunum, flæðarleið um niðanætur — nákunnugur forvöðunum! Kleif hann svo, að hengju hjarnsins hakan tók, um fjallvegina, þegar vegna veika barnsins vatt hann sér um hrapstigina. Efstu hjalla urðarveginn ekki munu sporin talin, brast hann eigi brekkumegin, bijóst og kálfar samanvalin. Forkólfurinn göngugarpa gerði litla stefnusveigju dalsins til — af Dofravarpa dýfði sinni skíðabeygju. Hlaðstiklendur hugann brutu: »hver mun þarna á brekku valdi?« meðan sjálfan manninn faldi mjallrokan, er skíðin þutu. Fáir munu fara meira flug, þó vel til rásar dugi. Kembdi Hrólfi aftur um eyra andvarinn af skíðaflugi. Blundar nú á döggri dýnu drengur sá, er vakti löngum; geymir hann í silki sínu sjávargyðjan út hjá dröngum. Mjög er landsins fálki fallinn; fjölgar skeglu og hænsna börnum. Hafa mávar hamrastallinn hertekið — af skotnum ömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.