Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 25
'47 Fjör er dvínað, þrek er þrotið, þróttur horfinn afreksmanns, strengir slitnir, stýrið brotið, storknað blóð í æðum hans. Héðan burt hann fór með flýti fundar til við ísrael, ætíð sannur Ísraelíti, ætíð sannur Natanael. 1 sambaudi við þessi minningarorð um séra Guðmund, má nefna frænda hans, er séra Guðm. var stundum mintur á, að hefði verið meiri kraftamaður en hann; það var móðurbróðir hans, Guðni prestur Guðmundsson á Ólafsvöllum. Hann hefur verið mikill kraftamaður, og er þess getið í Árbókum Espólíns. Séra Guðni var fæddur 13. des. 1777, vígðist 1812, fékk Mið- dal í Laugardal 1817 og Ólafsvelli á Skeiðum 1834 og dó þar 1843. Kona hans var Þórdís, systir Þórðar kansellíráðs í Garði norður, föður frú Sigríðar, er fyrst átti Tómas prófast Sæmundsson og seinna Ólat sekretera og justizráð Stephensen í Viðey, og þar dó húsfrú f’órdís. Séra Guðni var talinn með mestu krafta- og söngmönnum á þeim dögum. Hann hafði verið stór, þrekinn og höfðinglegur, góður bú- höldur, en ekki fór orð af því, að hann hefði verið neinn framúr- skarandi vitsmunamaður eða ræðuskörungur. Sagt var það, að séra Guðni og Jón dbrm. Daníelsson í Vogum, forfaðir hinnar alkunnu Vaages-ættar, hefðu sett upp áttróið skip milli sín. Sú saga gekk líka, að eitt sinn, er séra Guðni reið til Rvíkur og hann reið ofan í bæinn, þar sem nú er kallað Bankastræti, þá vildi hesturinn ekki fara út á brúna, er lá yfir lækinn, og slær séra Guðni í klárinn, þar skamt frá, er stiftamtmaður er á gangi á túr.i sínu; kallar hann til séra G. og spyr, því hann berji hestinn; séra Guðni svarar ekki, en fer af baki og heldur á reiðskjótanum yfir lækinn, og hafði stiftamtmanni þótt það þrekvirki. f’að var einnig sagt, að séra Guðni hefði borið hestinn sinn kringum skólahúsið á Bessastöðum. f’egar séra Guðni var í Miðdal, var bóndi í Miðdalskoti, er þótti lundstirður og óvæginn nágranni. f’á var það einn sunnudag að sumrinu, að prestur kom austan frá messugjörð í Úthlíð og reið hesti sínum, er Skúmur hét, og annálaður var fyrir fjör, flýti og dugnað. f'egar klerkur nálgaðist Miðdalskot (því þar lá vegurinn hjá), stendur bóndi á kálgarði sunnan undir bænum; þá minnir mig, að sagt væri, að bóndinn kallaði til prests, að ríða ekki túnið; en séra Guðni hefur engin orð, hleypir Skúm að kálgarðinum og grípur bónda, heldur svo sprettinum út undir f’ríhylsgil, svo kallað, og sleppir þar bónda. Eftir því sem mig minnir, þá mun vegalengdin vera 2—300 faðmar. f’essi saga mun vera áreiðanlega sönn, því ég heyrði gamalt fólk í Laugar- dalnum tala um þetta. Öllum, er ég heyrði minnast á það, bar saman um það, að söngrödd séra Guðna hefði verið mikil og fögur. Merkur og sann- orður maður, Guðni Tómasson bóndi í Haga í Grímsnesi, sagði, svo ég heyrði, að þó margir hefðu sungið í kirkjunni, hefði verið eins og allir hefðu þagnað, þegar prestur beitti sér. Fyrir þennan Guðna Tómasson fóstraði séra Guðni barn, er ÍÞórdís hét, og fylgdi hún ekkju séra Guðna í Viðey, og þar sá ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.