Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 36
eða 4i°/o. Seinast gekk kólera 1911 á Ítalíu og 1913 á Balkan- skaga, en varð stöðvuð. Sem betur fer, hefur læknisvísindunum tekist að ráða við kóleruna á seinni árum, og má það telja meðal hinna glæsilegustu sigra, sem vísindin hafa unnið. Reyndar erum vér ekki enn komnir svo langt, að geta læknað veikina, þegar hún er upp á sitt versta, en vér höfum lært að stöðva útbreiðslu hennar. Hinn frægi gerlafræðingur Róbert Koch fann fyrstur sótt- kveikjuna, sem veldur kóleru (1884). Eftir að hann hafði kent, hvernig rækta megi bakeríuna og athuga lifnaðarháttu hennar, komust menn smámsaman að raun um, hvernig hún hagar sér í líkama manna og hvernig veikin útbreiðist. Vér vitum nú, að kólerubakterían1) hagar sér mjög líkt og taugaveikisbakterían. Hún lifir í görnum sjúklinganna og berst þaðan með hægðunum. Síðan getur hún lifað í jarðveginum, og einkum í vatni, langan tíma. Komist þá bakteríurnar í neyzluvatn, þá er voðinn vís. Pær tímgast óðfluga í vatninu og eftir nokkurn tíma verður vatnið svo sóttmengað, að meirihluti þeirra, sem drekka vatnið, sýkjast af kóleru. í mjólk og öðrum drykkjum geta bakteríurnar auð- vitað líka þrifist. Sóttkveikja kólerunnar hagar sér því líkt og taugaveikissóttkveikjan. Menn drekka hana í sig úr sameiginleg- um brunnum eða vatnsbólum, sem ekki eru nógu vel úr garði gjörð. Par sem vatnsveitur eru góðar og fráræsla í góðu lagi, þar getur kólera aldrei orðið mjög útbreidd. Og öldungis eins og vant er að taka fyrir alt taugaveikisfaraldur í bæjum, sem fengið hafa góða vatnsveitu (sbr. Reykjavík og Oddeyri), eins hættir líka kólera að breiðast út, þegar svo er komið. Reyndar getur kóleran, eins og taugaveiki, borist mann frá manni, þegar • ekki er gætt þrifnaðar og annarrar varúðar, en sú sýkingarhætta er þó hverfandi í samanburði við hættuna, sem af vatnsbólun- um stafar. Pá kemur það einnig fyrir eftir kóleru, eins og eftir tauga- veiki, að til eru sóttberar, þ. e. menn, sem ganga með lifandi sóttkveikjur í sér og geta smittað, þó þeim sjálfum sé batnað. En þó ber minna á þessu um kóleru en taugaveiki. Sóttkveikjan er skammlífari. Að það sé vatnið, sem aðallega flytji kólerubakteríuna í menn, *) Bakterían er eins og komma í laginu, þessvegna kölluð kommu-baktería.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.