Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 13
135 Oft hefur lágur löngum gefið leiða byltu af slæmum hnykk. Já, það mun varla á því efi, ósæmdin fylgir mörgum gikk. Stffin er jafnan þrælaþjóð, það er máltak, er lengi stóð. Eg þó hert geti á þér betur eina náragjörð, það ei vil, né þitt samvizku þvinga tetur, því ég býzt við, að hún sé til; en ef þig mæðir mótgangshríð, mundu við fundumst eina tíð: Margir voru þeirrar trúar, að séra G. hefði kveðið gæfuieysi yfir landfógeta; því svo brá við eða atvikaðist, að flest eða alt snerist landfógeta til mótgangs eða mæðu eftir þetta. Voru það fleiri en hjátrúarfullur almenningur, sem voru þeirrar skoðunar, því sjálf fógeta- frún, sem skildi við mann sinn, sagði við Magnús bróður minn ein- hverju sinni, að hún tæki sérstakt tillit til þeirra, sem væru í ætt við séra Guðm. Torfason, því hann hlyti að vera ákvæðaskáld. Mann- inum sfnum hefði gengið alt að óskum fram að þeim tíma, er hann hefði átt við séra G., en það hefðu komið svo óskiljanlega mikil og skjót umskifti á gæfu hans, að slíkt gæti ekki verið einleikið. Ymsar skrítnar sögur heyrði ég séra G. og fleiri segja af verunni á Bessastöðum, en flestar eru þær, því miður, gleymdar. Ekki lét séra G. mikið af vistinni í Bessastaðaskóla, að því er viðurgjörning snerti. f’að gekk stundum svo langt, að óharðnaðir piltar þoldu það ekki, svo þeir lögðust í rekkju og grétu af sulti; sagðist séra G. hafa haft það ráð, að drekka vatn, til að fylla magann, og hefði sér reynst það vel. I Bessastaðaskóla var séra G. 'alment nefndur »Hruni«, því hann var frá Hruna. Ódæll og ófyrirleitinn hafði hann einatt verið f skóla. þeir áttu í brösum stundum, hann og Páll Tómasson, er seinna varð prestur í Grímsey, Miðdal og á Knappstöðum; hann var bróðir Þorgríms gullsmiðs og skólahaldara Tómassonar (föður dr. Gríms Thomsens skálds). Páll Tómasson þótti alla æfi nokkuð brellinn. Það bar til eitt sinn, þegar dr. Hallgrímur Scheving var að láta Pál lesa grísku eða annað, er ég man ekki fyrir víst,, þá lézt Páll ekki sjá. Kallar þá Scheving: »Hræktu í augun á honum, Hruni!« »Það skal gjört«, sagði séra G. og framkvæmdi það samstundis. Svo var hreðusamt stundum milli Guðm. og Páls, að til vandræða hortði. Eitt sinn, er þeim bar í milli, sló séra Páll með hamri í höfuð séra Guðm., svo hauskúpan dalaðist, að sagt var; þeir, sem við voru, sögðu, að gat væri á hauskúpunni; þreifar þá séra Guðm. og segir það, sem lengi var í minnum haft: »Andskota botninn ég finn« og féll svo í yfirlið. Þó allir héldu hann dauðans mat, raknaði hann þó við og varð jafngóður eftir nokkurn tíma. Margir eggjuðu séra G. að kæra séra Pál, en það þótti honum ómannlegt og kaus heldun að leggja sjálfur á hann hegninguna, og hún var, að slíta eitt og eitt hár úr höfði hans, því séra Páll var ákaflega hársár. Einu sinni mættust þeir í myrkri séra G. og séra Páll, og segir þá séra G : »Hver er þarna?« — »Það er þræll«, svarar hinn, og bætir þá séra G. undirreins við: »sem þyrfti um hálsinn snæri;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.