Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 19
l4l A, á, á! j: er Gvendur fallinn frá? :| ekki hugði ég það þá, þegar eiðinn vann sá. Á, á, á! j: er Gvendur fallinn frá? :| Séra G. hafði ekki heyrt vísuna áður og hélt, þeir hefðu ort hana um sig, og kvað: Eruð þið dónar ölvaðir, bítið þið skítinn, bölvaðir, andskotans með rausið; báðir sjónvitlausir. Hlógu þeir mikið að misskilningi hans. f>ó sumar vísur séra Guðm. séu grófyrtar, fylgdi þar sjaldnast hugur máli, flestar ortar í glettum og gázka. Gleðin var oftast hans förunautur. Mig rekur minni til þess, hve sveitalífið var oft dauft, einkum seinnihluta vetrar, þegar flestir karlmenn voru farnir til sjóróðra, og vetrarhörkur komnar fyrir alvöru. Gestir komu fáir, nema klerkurinn við og við, þegar hann átti leið um, og stundum áukreitis. Þá glaðnaði ætíð yfir fólki; hann kom vanalega með fjör og gleði, hvort sem hann var hreifur af víni eða ekki. Hann var því manna fjar- lægastur, að láta heyrast til sín mögl eða harmatölur, þó eitthvað væri andstætt. Eftirfarandi vísur eru teknar úr ljóðabréfi, sem hann ■orti í harðindum: Það er ljótt, en þó ei nýtt, þegnar, slegnir bræði, gleyma skjótt, því gengur blítt, gremjast fljótt, ef reyna strítt. Fanginn selja mun ei mig » melankóliskunni«. Það er að kvelja sjálfan sig sér og velja mæðustig. Hví skal kvarta, hví skal pin hugarduginn skerða? Elið svarta eitt sinn dvín, aftur bjarta sólin skín. Líka er margt, sem hefur hér höldum valdið yndi. Sumt óþarft, en sumt hvað er, sem að bjarta gleði lér. Bjartsýni og von var honum eiginlegt, eins og vísur þær, er hér fara á eftir, benda til, sem teknar eru úr ljóðabréfi, sem getur um harðindi og stríðsfréttir. Vort er lífið vetrar tið, vara hríðir nauða, meðan kíf, og styrjöld stríð stefnir lýð í dauða. Sérhvert sporið þreytir þar þrekið skjóma runna, unz á vori ununar eilíf ljómar sunna. Þá mun friður þróast stór, þrauta hviðum létta. Mótgangs-iðu ólgusjór allur niður detta. io * Lík hugsun er í þessarri vísu eftir hann:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.