Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 37
159 varð fyrst sannreynt í kólerufarsóttinni í Hamborg 1892. Það er haldið, að sóttkveikjur hafi þá fluzt þangað með skipshöfnum austan úr Asíu. Pá veiktust á fáum mánuðum 17975 manns og afþeim dóu 7611 eða 42,»°/o. Eftir nokkurn tíma varð það lækn- unum ljóst, að kólerubakteríur voru í vatni Elfunnar, sem rennur gegnum borgina, en úr henni var neyzluvatn borgarinnar að miklu leyti tekið. Barst þá sóttnæmið inn á flest heimili í Hamborg. Borgin Altóna er á pörtum runnin saman við Hamborg. Pað þótti í fyrstu einkennilegt, þar sem bæimir lágu svo nærri hvor öðrum, að aðeins skifti gata á milli þeirra, þá veiktust íbú- arnir hrönnum saman Hamborgar-megin í götunni, en hinumegin götunnar, í.Altóna-hlutanum, veiktust aðeins örfáir. En þetta var auðskilið, þegar vitneskjan fékst um, að kólerusóttkveikjan var í neyzluvatninu. Bví Altóna hafði sérstaka vatnsveitu, langt að, en ekki úr Elfunni eins og Hamborg. >At ósi skal á stemma*. Pegarorsökin er burtnumin, hverfa afleiðingarnar. Jafnskjótt og Hamborgarbúar hættu að drekka Elfarvatnið, nema það væri soðið, tók kóleran að þverra og hvarf með öllu eftir nokkra mánuði, án þess að breiðast til annarra bæja. Pegar kóleran kom til Moskva og Pétursborgar 1908, eins og áður er getið, var reynslan sama. Veikin útbreiddist með drykkjarvatninu. Jafnskjótt og sá brunnur var byrgður, hætti farsóttin; en það ætlaði að ganga hálf-erfiðlega að koma öllu fólkinu þar í skilning um hættuna. Pó stranglega væri fyrirskipað, að drekka aðeins soðið vatn og soðna mjólk, vildu margir ó- hlýðnast því eða trassa það. Margir voru ólæsir, sem ekki gátu lesið auglýsingar og fyrirskipanir yfirvaldanna, og sumir trúaðir drukku vígt vatn og ósoðið, í þeim tilgangi að verjast veikinni, en það reyndist mjög háskalegt, því margir tóku veikina fyrir það. Vígsla prestanna hafði engin áhrif á bakteríurnar í vatninu, þær lifðu þar eftir sem áður. Suðan ein var óyggjandi, suðuhita þolir engin kólerubaktería, fremur en flestar aðrar sóttkveikjur. Pað er þá komið svo, að nú kunna menn tök á að hefta för kólerunnar, sem áður óð land úr landi hindrunarlaust. En stríðlaust hefur það ekki gengið, að sannfæra menn um, hvernig veikin hagar sér. T. d. má geta þess, að Koch og lærisveinar hans áttu lengi í miklum deilum við ýmsa efasemdamenn, sem ekki vildu láta sannfærast um, að veikin orsakaðist af bakteríu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.