Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 58
i8o skýrt frá stéttaskipun Rómverja, meðal annars frá stöðu riddarastéttar- innar í þjóðfélaginu. sambandi hennar við ráðið og yfirleitt meir um skiftinguna eftir efnahag. A bls. 114 hefur höf. tekið upp hina röngu íslenzku þýðingu á orðum Hanníbals, þegar hann frétti fall bróður síns. »Nú sé ég fyrir forlög Karþagóborgar«. — Livíus, sem segir frá* þessu, tilfærir orð hans: »Hannibal.. . agnoscere se fortunam Cartha- ginis fertur dixisset (Liv. XXVII, 51, 12), en það ber heldur að þýða, að hann hafi sagst kannast við (ó-)hamingju Karþagóborgar, o: hún væri altaf eins, (sbr. »íslands óhamingju verður alt að vopni«). — Á bls. 115 er getið um >talentur«, og hefði átt vel við, að áður hefði eitthvað verið sagt frá peningafyrirkomulagi fornþjóðanna. Frá- sögnin um rómverska keisaratímann er ágæt á köflum og tekið fram alt hið helzta. Á bls. 215 hefði átt að geta þess, að Englar aldrei munu hafa getað brotið nyrzta hluta Skotlands undir sig, — það gátu Rómveijar raunar aldrei heldur. En þó þannig megi benda á þessi og máske fleiri smáatriði, rýrir þetta alls ekki gildi bókarinnar sem heild. Hún er yfirleitt ágæt kenslubók, mæta vel samin, og ber vott um, að höfundur hennar er reyndur kennari, ágætlega að sér í sinni grein. Vonandi er, að við eignumst, áður en langt um líður, líkar kenslubækur í miðalda- og nýju sögunni. SIGFÚS BLÖNDAL. GUÐM. FINNBOGASON: VINNAN. Rvík 1917. f’etta er í fám orðum sagt ágæt bók. Efni hennár er skift í 10 kafla, um erfiði og þreytu, vinnuhug, eftirlíking og kapp, vinnu- laun, tímabrigði og aðstæður, vinnugleði, vinnunám og andlega vinnu. Og á sérstöku blaði fylgja 8 myndir til skýringar. Þegar vér fyrst heyrðum, að Alþingi hefði veitt dr. G. F. fé til að stunda og kenna vinnuvísindi, þá höfðum vér litla trú á, að það mundi koma að miklu gagni. Vér vorum vantrúaðir á, að slíkt mundi liggja svo vel fyrir heimspekingi. En þessi bók hefur sannfært oss um hið gagnstæða. Ef dr. G. F. hefði ekki áður verið búinn að afla sér þeirrar heimspekimentunar, sem hann hefir gert, þá hefði hann tæpast verið fær um að rita hana. En auðvitað hefði sú mentun ein ekki verið nægileg til að gera bókina eins góða og hún í sannleika er. f’ví heimspekirit eru oft svo óaðgengileg og þung fyrir allan al- menning, að hann getur lítil eða engin not af þeim haft, nema hann vilji lesa þau í rúminu á kvöldin og brúka þau sem svefnmeðul. Til þess reynast þau oft fyrirtak. En hér er engu slíku til að dreifa. Dr. G. F. hefir með sínum góðu rithæfileikum hér tekist að gera framsetninguna svo ljósa, létta og alþýðlega, að hver maður getur lesið bókina ekki einungis sér til fróðleiks, heldur beinlínis til skemt- unar. En á fróðleikinn og gagnið, sem af henni má hafa, leggjum vér þó mesta áherzlu. Og í því efni á hún erindi til hvers manns, hverskonar starf sem hann hefir með höndum. Að fara að reyna að skýra þetta með nokkrum línum, er ekki til neins. Menn verða að kaupa bókina sjálfa og lesa hana og læra af henni. Þá munu menn sannfærast um, að hér er verið að sá fræi, sem með tíð og tíma getur borið margfalda ávexti, þar sem það hittir fyrir góðan jarðveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.