Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 44
skæður og hún. í sumum farsótttum af pest hefur manndauðinn numið alt að go0/o—iOO°/o af þeim, sem veiktust, og stundum hafa svo margir veikst og dáið, að heilir bæir og heilar sveitir hafa mátt heita mannlausar eftir. Af því ég hefi áður skrifað nokkuð ýtarlega um sögu pest- arinnar (EIMREIÐIN XII, 82), ætla ég að hlaupa yfir flest, sem ég þar hefi skrifað, 'en snúa mér að ýmsum öðrum atriðum í náttúrusögu þessarar veiki. Pestin geisar enn hér og hvar austur í Asíu, en einkum á Indlandi, með álíka ákefð og hún gjörði hér í Evrópu frá því á 14. öld, þegar hún var kölluð »svarti-dauði«, og fram á 18. öld. A síðustu 10 árum telst svo til, að árlega hafi dáið um '/* milljón Indverja úr pest, og þrátt fyrir allan dugnað enskra lækna og stjórnarvalda hefur ekki tekist að stemma stigu fyrir þessari illu plágu. Og hvers vegna? Til þess er því að svara, að sú árans pest ríður ekki við einteyming. Svo er sem sé mál með vexti, að auk mannanna veikjast líka dýr af pest, einkum rottur og önnur nagdýr, og flærnar, sem lifa á rottunum, geta flutt veikina á menn. En að útrýma öllum rottum og flóm á Indlandi, er enginn hægðarleikur, einkum þegar þess er gætt, að trúarbrögð Indverja banna þeim að stytta nokkru dýri aldur. Par er það jafnvel synd, að sprengja lús, hvað þá heldur að kremja sundur fló! Fyrir nákvæmar rannsóknir ýmsra ágætra enskra lækna og vísindamanna, sem margir hafa látið líf sitt við þær rannsóknir, hefur það sannast, hvernig sýkingin af pest hagar sér. Það hefur hvað eftir annað komið í ljós, að á undan mannapestinni fer rottupest. Pegar dauðar rottur finnast hingað og þangað eða veikar rottur, sem slaga um gólfin eins og druknar af víni, þá er mönnum hætt, sem þar eru á ferð. Því þegar rottan deyr, yfirgefa allar flærnar rottuhræið — og þeirra tala er stundum legíó. En flærnar vilja ekki lengi una við, að þeim sé útbygt og flýja í hýruna hjá mönnunum og smitta þá. Og nú er það al- kunnugt, hve óþrifnaður er algengur hjá Indverjum og öðrum Asíu-þjóðum, og húsakynnin mestu kytrur, þar sem alt liggur í einni kös, menn og rottur, og flær dansandi dauðadansinn á milli þeirra. 1 1910—1911 geisaði pestin norður í Mantsjúríu og var feikna- lega skæð, og er að lesa sögurnar þaðan alveg álíka og þegar svartidauði var upp á sitt versta hér í álfu. Par ugpgötvaðist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.