Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 21
>43 Þorsteinn sonur Þorsteins bónda í Úthlíð ætlaði að eiga Guðlaugu nokkra Stefánsdóttur. Þorsteinn eldri var óánægður með ráðahaginn. Þeir voru miklir vinir séra G. og hann, og hafði prestur á móti að gifta Þorstein, vegna vináttunnar við föður hans; var Þorsteini yngra það kunnugt, og bað því séra G. aldrei að gifta sig, en bað séra Björn Jónsson í Miðdal þess. Þegar lýsingar voru byrjaðar, hittust þeir prestamir, séra G. og séra Bj. Spyr þá séra G., hvort hann sé farinn að lýsa með Þorsteini og Guðlaugu; hinn kvað svo vera. »Þú átt ekkert með að gifta þau, því þau hafa engin »fríheit««, sagði séra G. Samt fóru fram lýsingar og brúðkaupið var ákveðið. Björn tengda- sonur séra G. ætlaði í brúðkaupið. Þegar hann var tilbúinn, spyr hann séra G., hvort hann vilji ekki láta Þorstein fá »fríheitin« og senda þau með sér, en séra G. aftók það. »Viltu þá ekki gjöra það fyrir mig?« segir Björn. >Nei«, segir séra G. »Það væri lítill vegur, ég gjörði það, ef þú gætir gefið mér almennilega í staupinuc. — »Ekki seint og illa«, segir Björn, bregður sér út í skemmuloft og kemur aftur með hálfs-annars pela flösku af brennivíni og fær séra G. »0, farðu bölvaður«, segir séra G., *ég hélt þú ættir ekkert til. Jæja, taktu blað þama og skrifaðu, eins og ég les þér fyrir«. Þegar Björn var byrjaður, spyr hann: »En viltu ekki heldur hafa það í stefjum?* »Taktu þá annað blað«, segir séra G. og les fyrir: Skiftu um vistir vinnuhjúin Vatnsleysu frá á vori liðnu, andlega fijáls, Úthlíðar til. Þorsteinn Þorsteinsson, 30 ára, og Guðlaug, 22 vetra, stilt og væn dóttir Stefáns á Brekku, orðin flækt við mál ektaskapar. Testerar Guðmundur Torfaniður. Sá, sem háðs fer sízt á mis, þann 18. októbris samið hefur þessar bögur 1864. Björn fór með blaðið, og glaðnaði þá yfir presti og brúðhjónum, því annars horfði til vandræða. Fundið hefur séra G. mikið til þess, þegar ellin færðist yfir hann; heyrist það greinilega á eftirfarandi vísu, sem tekin er úr mansöng, þar sem hann er að tala um liðna daga: Þá var riðið, þá var slegið, Nú er skriðið, nú er legiðr þá var róið, stokkið, glímt. nú er sóað tíð og hímt. í bréfi til skólabróður síns og vinar, Þórðar yfirdómara Jónassens, skrifaði séra G. þessa vísu seinasta árið sem hann lifði: þegar hann kom að því; en í vottorði prófastsins í Rangárvallasýslu, séra Asmundar Jónssonar í Odda, stendur, að Stóruvellir séu með bezt hýstu prestssetrum í Rang- árvallasýslu 1845. — Séra Guðm. átti lítið við byggingar, nema í Miðdal bygði hann timburkirkju, en þar var áður torfkirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.