Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 4
 MINNINGARORÐ: Er brjóst okkar fyllist harmi við andlát mikils manns, ber sá .svip þess vctrar, er dýpst nistir. Einn dag var mælt: ísak Jóns- son ,er allur. Þögnin, sem fylgdi var hávær og bitur. Úr raddfióði ótal minninga og margslunginna kennda, skar sig <eitt hróp, nístandi og kalt: Þjóðin .í kuldaði þessum manni. Nú verð ur sú skuld aldrei greidd. ísiendingar hafa ef til vill efni á jólahaldi mangaraþjóðar enn um -sinn, en þeir hafa elcki efni á því að eiga brautryðjendur- Þeirra vegna safnar þjóðin skuldabyrði. Sál þjóðarinnar rýrnar í öfugu Jilutfalli við líkamsþunga hennar. ísak Jónsson er allur. Hvers vegna koma mér þá í hug -orð hins nýlátna mikilmennis Jíehn F. Keíinedys: Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig — spurðu livað þú getur gert fyrir land þitt? Svárið er ekki slíkt, að það verði allt skráð í einni setningu. Þó veit ég eitt svar. Hann var hug- sjónamaður og brautryðjandi. En líka raunsæismaður- Hann tók á sig þunga kvöð, I:vöð þess, sem þorir að gnæfa 3r.fir fjöldann. Undan þeirri kvöð vék hann aldrei til síðasta dags. Að be.rjast gegn straumnum, sigra hann, snúa honum til liðs við sig, var dagskipun hans. Það gefst fáum að lifa veru- leikann að baki dagdraumum ■sínum. Miklar hugsjónir verða sjaldan að veruleika. Ekki vegna þess að veruleikinn sé slitinn 'úr íengslum ISAK JONSSON ísak Jónsson. (Ein af síðustu mynd um, sem tekin var af honum)- við þær, heldur vegna hins að i mikilmenni eru sjaldgæf. Þeir menn, sem aldrei svikja, verða ekki fjöldaframleiddir. En slíkur maður var ísak Jóns- son. 1 Og hann var meira .— hann var tákn- Hví skyldi það ekki sagt hér? Hann var hataður, liann var elsk- aður, misskilinn — metinn. Menn gerðu sér myndir af honum — líka án þess að þekkja manninn. Nú er maðurinn horfinn en tákn- ið varir. Via, sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast manninum bak við táknið, höfum hlotið í arf dýrmæta leiðsögn. Að vera maður or mikiifeng- legt, að gera aðra að -mönnum er grundvöllur æðra mannlífs. Hann sagði: Virkja þarf til góðs kjarnorku mannshugans. Kjarnorka hans eigin huga var ómótstæðileg, ómælanleg. Sú orka var aflgjafi mikilla afreka hans sjálfs, öðrum hvatning. En einu er erfitt að gleyma- Helft reynzlu hans ómetanlegrar hvarf með honum, því að þjóðfé- lagið hafði aldrei efni á því að leyfa honum að skrá hana við mannsæmandi skilyrði. Hann er ekki sá fyrsti slíkra manna íslenzkra — væntanlega heldur ekki sá síðasti. Það dregur ekki úr sviðanum. Okkur fyrirgefst ekkert þess vegna. Kannski eru það þau eftirmælin sem Lengst skyldi muna og mest á byggja, að ísak Jónsson var þjóðfélaginu of stór. Hann taldi það skuld við þjóð- félagið, sem honum bæri að ■ greiða, að skilja komandi kyn- j slóðum eftir á skrifuðum blöðum ; uppgjör starfsævi sinnar. Hann j þráði það heitara öðru hin síðustu i ár. Hann ræddi oft þá skuld, og i liann eyddi hverri frístund í að I greiða afborganir af henni. j Nú er því lokið- Uppgjörið er ; framlagt og endurskoðað. Þjóðin stendur í skuld við, ísak Jónsson. Nú verður sú skuld aldrei greidd? Trú í aks Jónssonar var sú trú, sem skapar kraftaverk. Það vit- um við, sem unnum með honum, nutum leiðsagnar hans. En eigum j við þá trú? Á þjóðin þá trú að dugi? Högni Eg’lsson Dregið í síma- happdrætf Reykjavík 27. des. — KG Dregið var í símahappdrætti Siyrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Þorláksmcssu- Tveir aðalvinn- ingarnir voru að verðmæti 225 iþúsund krónur hvor. Komu þeir upp á númer 17147 en eigandi jþess símanúmers er Albert Þor- geirsson vélstjóri hjá Eimskip. Hafði hann keypt miðann, en er nú í siglingu og' á því á góðu von, þsgar hann kemur næst í land. Hinn stóri viningurinn kom upp á númer 23111, en eigandi þess iiú.mers er Árni Jóhannsson, sem einnig er starfsmaður hjá Eim- skip. Hann vinnur í Skúlaskála. Þegar við spjöiluðum stuttlega við hann í dag, var hann þegar bú inn að ná í vinninginn. Hann sagð- ist ekki hafa verið heima þegar hringt var og sonur lians tekið við skiiaboðunum. Hann vissi ekki hvort miðinn hafði verið keyptur og mun því hafa verið nolckuð óstyrkur á mcðan hann beið eftir að pabbi hans kæmi heim. En það fór allt vel því að Árni hafði keypt miðann strax og hann átti leið niður á símstöð- Fyrir utan stóru vinningana voru tiu vinningar að verðmæti 10 þús. kr. hver. Þeir komu upp á þessi númer: 40426, 15860, 34406, 12283, 37789, 18352, 51500, 17175, 21437 og 37370 Vinningarnir eru allir skatt- friálsir. SKIPVERJAR Á HAMRA- FELLISENDU 20 ÞÚS. ARNI JOHANNESSON fékk 225 þúsUnti í happdrætti Við lokaafgreiðsiu fjárlaga fyrir árið 1964, á síðasía starfsdegi Al- þingis nú fyrir jólin, samþykktu alþingismenn tillögu frá fjár- veitmganefnd um 1 miil. kr. fram lag til byggingar Hallgrímskirkju. Skrið er uú komið á -byggingu kirkjunnar og liafa framkvæmdir á yfárstandandi ári verið meiri en nokkru sinni frá því að fratn- kvæmdir hófust' Eins og áður liefur verið skýrt frá í fréttum, hefir nú verið gerð framkvæmda- og kostnaðaráætl- un um byggingu Hallgrimskirkju í áföngum, og er þar miðað við að kirkjan vorði fúRgerð og vígð á 300. ártið sr. Hallgríms, áiið 1974 Béndir allt til þess, að þctta takist. Auk hins myndarlcga fram lags Alþingis má nefna, að á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1964 er framlag til kirkjubygginga í Reykjavík hækk að um tæp 35% frá því sem verið hefur undangengin ár. Þá hefur Lútherska heimssam- bandið — sænska dei’din — sýnt áhuga fyrir byggingu Hallgríms- kirkju með því að senda hingað fulltrúa sinn til að kynna sér ailt er lýtur að byggingu kirkjunnar. Er stuðnings að vænta frá sam- bandinu' þegar á árinu 1964. Hallgrímssöfnuður leggur ár- lega fram álitlega upphæð til bvggingprinnar, og stöðugt berast síórar og smáar gjafir. Til dæmis barst kirkjunni nu fyrir jólin gjöf 20 þús. kr- frá skipverjum á Hamrafelii. 7 Beztu samningarnii Atgreiðsla- GÖNHÚLL Ití. '--: Vtri Njarðvík, sími 1950 ■—- Flugvöiiur 6162 Eftir lokun 1284 FLUGVALLARLEIGAN s/t SMURT BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30. Sími 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. Simi 24540. Pússningarsandur Heimkeyröur pússnlngar sandur og vikursandur. sigtað úr eða ósigtaður, við húsdym ar eða kominn upp á hvaða hæf sem er. eftir óskum kaupend* Sími 41920. SANDSALAN vi« Elliöavog s.i Sigurgeir Sigurfónsson hæstaréítarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11943. Sölumaímr MaUnías Bílasalan BÍLLINN Höfðatúni 2 hefur bílinn. Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. íekjur Styrktarfélagsins námu 2.6 mitljónum Aðalfundur Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra var liaidinn sunnu daginn 8. des. sl. Formaður félagsins, Svavar Páls son flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1. okt. 1962 - 30. sept. 1963. Æfingastöðin á Sjafnargötu var rekin með sama hætti og áður. — 353 sjúklingar koniu þangað á ár- inu og fengu 9451 æfingameðferð. Er þaö um 50% aukning á með- ferðarfjölda frá fyrra ári. Þá rak félagið sumardvalar- heimili fyrir fötluð börn í Reykja dai í Mosfellssveit. Dvöldust þar 40 börn um nokkurra vikna skeið við leiki og æfingar. Tekjur félagsins námu alls 2 millj. 660 þúsund krónum. Er það fyrst og fremst ágóðahluti af eldspýtnasölu — 1470 þúsund kr. og síðan dánargjöf Ástríðar Jó- liannesdóttur og Magnúsar Þor- steinssonar húseignin Eiríksgötu j 19 talin á brunabótamati rúmlega 1 milljón krónur. Þcssum tekjum var varið til aS greiða rekstrarhalla á æfingastöð félagsins og á rekstri sumardval- arheimila, sem samstaða nam rúm- lega 1 milljón króna. Til eigna- aukningar fóru 1577 þús. kr. — Hrein eign félagsins nam skv. efna liagsreikningi 5,3 milljónum króna og eru þrjár fasteignir félagsins taidar á brunabótamati. 1 stjórn féiagsins eru nú: Svavar Pálsson, endursk. Andrés G. Þormar, aðalgjk. Baldur Sveinsson fulltrúi. í framkvæmdaráði cru: Haukur Kristjánsson yfirlæknir. Hauksur Þorleifsson, bankafuUtr. Sigríður Bachmann, yfirhj.k. Guðjón Sigurjónsson, sjúkraþj. Páll Sigurðsson læknir. (Frá ajtyrktarfélagi lamaðra og fatlaðra). 3. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.