Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 8
 ■& // ■•>' ’*■' ;<x ■MIBIl Höfuðstöðvar Guðspekifélagsins, aðalbygrg-ing-in, séð frá ánni. trúarbrögðum jafn vel, hefur það reist hér Hindúamusteri, Búddha- í musteri, Parsamusteri, kirkju og mosku. Á hverjum sunnudegi eru tvær messur í kirkjunni, og á hverjum morgni um sólarupprás er puja í Hindúamusterinu. Hin guðshúsin eru ekki í notkun sem stendur, enda í bili litið um annað en Ifindúa og kristna menn. Höfuðstöðvar Guðspekifélagsins hafa verið hér síðan 1882. Þá keypti H. S. Olcott hér landsvæði og hús. Hann stofnaði félagið á- samt frú H. P. Blavatsky og var forseti þess fyrstu 32 árin. Félagið var sjö ára, þegar höfuðstöðvarnar voru fluttar hingað, aðeins vísir þess sem seinna varð, og Adyar hef ur vaxið með félaginu. Raunar hefur félagið aldrei ver- ið sérlega fjölmennt, enda engin áherzla lögð á það út af fyrir sig að fjölga félögum verulega. En hins vegar skipta þær hreyfingar, ] félög, stofnanir og skólar, sém j runnin eru undan rif jum þess, tug- 1 um ef ekki hundruðum. I Guðspekifélagið vill hafa bæt- I andi áhrif á mannlífið. Það stuðl- Adyar, Madras 15. okt. NÚ VEIT ÉG hver eru mestu lífs- þægindi þessarar plánetu: Hreint vatn og sápa. Mér varð þetta ljóst á leiðinni frá Bombay til Madras. Einhver hefur sagt, að siðmenn- ingin byggist á speglinum. Ég er nú þeirrar skoðunar, að hún bygg- ist á sápunni. Við fórum með póstlest, sem var tæpan hálfan annan sólarhring á leiðinni. Landið, sem farið er um, er að miklu leyti hinar þurru sléttur Dekan. Klefinn var hvorki loft- þéttur né kældur, en annárs rúm- góður og þægilegur. Úti var 35 stiga hiti í skugga, og ryk og sót flæddi inn um gluggann ásamt hinu furðulegasta samansafni af flugum og skorkvikindum. Þótt við færum á tveggja tíma fresti fram til að þvo okkur, dugði það ekki hót. Aldrei hefur mér þótt vænna um vatn í krana og lítið sápustykki. Umskiptin voru líka mikil, þeg- ar við komum til Adyaf. Jafnvel hreinlegar borgir eru aldrei vel hreinar. Þar er ryk og reykur frá vélum ökutækja, og í austrænum borgum er alltaf ein- hver lykt, sem er ólik venjuleg- um mannaþef í hinum norræna hluta heims. En Adyar, landsvæði Guðspeki- félagsins, er í rauninni stór skemmtigarður, fremur en borgar- hluti, eiginlega þroskamikill og vel ræktaður skógur, þar sem byggingum er stungið niður á víð og dreif í rjóðrin, og aðeins af þökunum er útsýn yfir trjátopp- ana. Hér er því alltaf hreint loft og hreinar götur. Norðan við svæðið fellur Adyar- fljótið, en í austri er Bengalfló- inn ,sem veltir óaflátanlega skol- ugum öldunum upp á ljósan sand- inn. Sigurður A. Magnússon segir eitthvað á þá lund í bók sinni um Indland, að það sé hljóðlátt á landareign Guðspekiféjagsins, þótt oft sé þar margt um manninn. Staðurinn er ekki bara hrein- Indverjar, sem ég hitti á leið- inni austur, töluðu sumir um „As- hrama Guðspekifélagsins í Ady- ar”. En Ashrama er staður, þar sem andleg fræði eru iðkuð. Víst má það til sanns vegar færa, að Adyar sé slíkur staður, en það er líka hin alþjóðlega miðstöð Guð- spekiíélagsins í heiminum. Hér er skóii, hér er stórt og frægt bóka- safn, hér er aðsetur forseta og yfirstjórnar félagsins og hér eru ýmsar vistarverur, íbúðir, gistihús og matsölustaðir, fyrir þá, sem koma til að dveljast hér um lengri eða skemmri tíma. Og hér eru guðshús fyrir öll helztu trúarbrögð mannkynsins. Guðspekifélagið er hlutlaust í trúarefnum, og guðspekifélagar til- hevra hverium þeim trúarbrögð- um, sem þeim bezt líkar, eða eng- um. Það er þeirra mál, en ekki fé- lagsins. Af því að það vill öllum ar að víðsýni og umþurðarlyndi og jafnrétti allra manna. En því finnst ástæðulaust að ætlast til að allir gerist félagar, sem hafa svip- uð viðhorf og guðspekifélagar. — Það fer heldur ekki fram á neinn einkarétt á neinu. Menn eru jafn frjálsir innan þess og utan! Einhver hefur komizt svo að orði, að tilvera Guðspekifélagsins sé spurning ura vizku (stórt og há- tíðlegt orð). Það kemur vel heim við orð H. S. Olcotts. Hann sagði í ávarpi sínu á stofnfundinum 17. nóv. 1875: „Við erum rannsakendur, ein- lægir í markmiðum með heilbrigða hugsun, kynnum okkur allt, reyn- um allt og tökum til okkar það, sem gott reynist”. Starfsemi félagsins hefur alltaf Framh. á 10. síðu Þetta er hið fræga Banyantré í Adyar, annað stærsta tré sinnar tegundar, sem tré eru einkennilegur gróður. Þau senda rætur niður úr greinunum, ræturnar Bayan- jörð og taka að legur. Hann er líka friðsæll. gróa eins og nýir stofnar. Hvert tré lítur út eins og skógur. 8 3. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐI0 ÁVARP FORSETA í FuJJvel ið mart Góðir íslendingar, nær og fjær. Við hjónin flytjum yður, héðan frá Bessastöðum, innilegar þakkir fyrir liðið ár og beztu nýársóskir. Eins og jafnan áður höfum við svo margt að þakka, að of langt yrði upp að telja, þó tíma mínum væri til þess eins varið. Við höfum víða farið og marga hitt á nýiiðnu ári, meðal annars í hringferð kringum landið. Við fögnum því hve góð lífskjör og aðbúð er almennt orðin með þjóð- inni. Á bak við liggur löng þróun og stórstíg síðustu áratugina. í lok þessa mánaðar eru 60 ár lið- in síðan þjóðin eignaðist hinn fyrsta íslenzka ráðherra, búsettan i landinu- Mér er sá atburður , barn minni. Það verður ekki annað sagt en að heimastjórn, full veldi og síðast endurreisn lýðveld- is hafi borið margfaldan ávöxt. Það er óþarft að bera upphaf og lok þessa 60 ára tímabils sam- an í einstökum atriðum. Landið er endurbyggt á þessum árum. ‘ aðeins nokkur timburhús og örfá steinhús standa eftir frá eldri tíma, og langflestar jarðir í öllum héruðum húsaðar að nýju. Eftir því fara önnur kjör og starfsmögu- leikar. Og sama máli gegnir um ! skipastóllinn. En þess skulum vér jafnan gæta, að það sem lyftir þjóðinni, gerist ekki allt á Alþingi eða fyrir breytta stjórnarskipun. Það eru þúsundir forustumanna í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði sem standa í fylkingarbrjósti, og afköstin byggja^t á ötulu, þrótt- miklu starfsliði. Og þá eru ótald- ir menningarfrömuðir á öllum sviðum, í bókmenntum, listum, skólum og kirkjum landsins. Þeirra tala er há, sem eiga þjóðarþökk þó hún komi ekki ætíð réttlátlega til skila. Flestir fá' sinn ríflega skerf við útför sína, en fullnaðar- dómur bíður venjulega, þar til sagnfræðin fær betri yfirsýn. Þá vatnar yfir láglendið, en tindarnir bláná í fjarska. Hinn fyrsta síðasta mánaðar voru 45 ár liðin frá því Sambandslögin gengu í gildi. Það var hið stærsta spor í sjálLtæðisbaráttu þjóðar- innar, fullveldi og réttur til ein- hliða uppsagnar sambandsins við Danmörku að 25 árum liðnum. Á því tímabili óx þjóðinni fiskur um hrygg, og hafði raunar fengið full umráð allra sinna mála áður en fresturinn var útrunninn. íslend- ingar voru á þessu tímabili frjáls þjóð, fullvalda ríki og báru þá i jafnframt alla ábyrgð á sjálfum sér stjórnarfari og þjóðarbúskap. Þjóðm var ekki við öllu búin og má þetta tímabil teljast þroska og undirbúningstími undir lýðveldis- stofnun. Ég minnist þess, þegar fyrst var gerður greinarmunur á gengi íslenzkrar og danskrar krónu að þá héldu sumir að hér væri um að ræða nýtt herbragð af danskra hálfu til að lítillækka ís- lendinga- En að sjálfsögðu bárum vér sem fullvalda þjóð ábyrgð á vorum eigin gjaldeyri og greíðslu- jöfnuði. ; Þeir voru víst ekki margir, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.