Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 15
— Jæja, fáðu þá lána'ð. I Hún reyndi árangurslaust að fá hann til að líta á sig. — Ég fæ kannske aö kaupa matvörum ar út á reikning, en ekki ölið. Geturðu ekki látið mig hafa pen inga. — Við skulum sjá, tautaði hann, og dró buddu upp úr buxna vasanum. — Þú getur fengið 60 krónur. Hún andvarpaði. Færðu ekki bráðum peningana, sem þú tal- aðir um . . . fyrir nýju bókina þína? Hann leit undan. Hann gat hvorki leynt fátinu, sem á hann kom, eða gremju sinni. —. Fyrst verð ég að ljúka við bókina, tautaði hann. —. Auðvitað, Tom. En held- urðu að það líði á löngu, að lienni verði lokið? — Nei, ég á aðeins eftir örfáa kafla. Þetta var lýgi. Hann var ekki byrjaður á nýrri skáldsögu. Hann hafði ekki einu sinni fengið hug mynd að nýrri bók. Maja yfirgaf húsið, án þess að vita nokkuð um það enn þá, að þetta hjónaband var jafnvel enn meira veikburða en sápukúla í regni. Það liðu nokkrar vikur, þar til hún gerði sér grein fyrir hinum beiska sannleika. Hún sá manp sinn aldrei vinna, og kvöld nokkurt spurði hún hreinskilnis lega; — Tom, áttu í erfiðleikum með skáldsöguna? Tekst þér ekki að fá andann yfir þig? — Alls ekki. Ég þarfnast alitaf nokkurra vikna til að hugsa um efnið. Á morgun byrja ég að skrifa. En hún sá heldur ekki næsta dag, að hann tæki sér penna í hönd, eða sæti við ritvélina. Þannig liðu líka næstu vikur. Hann borðaði, drakk og svaf. Hann las blöðin, og fékk sér skemmtigöngu um nágrennið _____ en hann vann aldrei. Maja hafði einnig fleiri áhyggj • ur. Stofumar hennar, sem alltaf höfðu verið svo hreinar og snyrti legar, flutu nú í ónýtum pappírs smiðum, brunnum eldspj-tum, vindlingastúfum, tæmdum öl- flöskum og dagblöðum, sem ekk ert þýddi að taka til handar- gagns. Hún var ekki fyrr búin að hreinsa til, en að nýtt drasl var komið í stað þess sem hún lienti. , Árekstrarnir á milli þeirra urðu stöðugt fléiri og fleiri. Dag nokkurn, þegar Maja hafði beðið Tom um peninga, og sagði hon- um grátandi frá því, hvað ástand ið væri orðið alvarlegt, að kaup maðurinn vildi ekki lána henni legur, leit hann aðeins á hana samankipruðum augum, og með kuldaglott á vör. Stundin var komin. — Heyrðu nú Maja, sagði hann. — Þetta er ekki eins erf itt og þú heldur. Þessi Helena Terkelsen, sem þú sagðir mér einu sinni frá, þessi, sem bauð þér þrjú eða sex þúsund krónur á mánuði, hlýtur að vera forrík. Hvers vegna í fjandanum tekur þú ekki við peningunum? — Nei, Tom, það geri ég ekki. Þessir peningar eru aðeins gildra. — Gildra? — En ég geri það, sagði hann kuldalega. — Ég er löngu búinn að finna það í símaskránni. —-Ég skrifa samt ekki neitt bréf. Haxm sló hana fast á munninn. — Þú gerir það, sem ég segl þér að gera, æpti hann,- — Og þú gerlr það strax. — Nei. Hann sló liana aftur, og nú svo fast, að hún féll aftur fyrir sig. — Ég ætla að halda áfram að slá þig, hvæsti hann, þangað til þú skrifar bréfið . . . TJm kvöldið skrifaði hún bréf- ið, og eftir tvo daga kom svarið — sex þúsund króna ávísun, og stuttaraleg athugasemd um það, að þessu mundi halda áfram mán aðarlega. V — Ég ætla að láta þig vita þaS, sagði Lund, um leið og hann stakk ávísuninni í vasann, — að hér eftir er það ég, sem sé um peningamálin í þessu húsi. Skuldir voru borgaðar, búrið fyllt með matvælum, og uppfrá þessu var aldrei skortur á öli, víni eða vindlingum. Kim fékk tvær nýjar leikfangabyssur, og nýja skó. .— Á ekki Beata líka að fá nýja skó, spurði Maja reiðilega, kvöld nokkurt. — Það verður að bíða til næstp mánaðar, svaraði Tom fráhrind andi. — Þó að við höfum nú eign ast fáeinar krónur, máttu ekki halda, að þú getir gert endalaus ar kröfur. Á næstu mánuðum breyttist margt í „Þyrnihúsinu“. Hið góða og glaðværa andrúmsloft, sem áð ur hafði rikt í húsinu, vék nú fyr ir heiftugum deilum og örvænt- ingar gráti. Maja varð stöðugt þunglyndari, og sólskinsbros Be- ötu fölnaði. Kvöld nokkurt, þegar Maja og Tom deildu ákafar en nokkru sinni áður, lágu börnin uppi I herberginu sínu og tróðu fingt unum í eyrun til að forðast að heyra slagsmálin og munnsöfnuð inn á Tom Lund niðri í stofunni. Þegar loks þögn komst á, gat Beata ekki sofnað. Hún var hrædd um að lætin kynnu að hefjast að nýju. Skyndilega heyrði hún undarleg hljóð frá rúmi Kims. Hún reis upp frá koddanum og hlustaði. Það lék enginn vafi á því: Kim var að gráta. Hún fór fram úr, gekk köld- um fótum að rúmi hans og strauk honum um hárið. Hún fylltist meðaumkun, þegar hún sá titrandi herðar hans, og fann sjálf til ómótstæðilegrar löngun ar til að gráta. Loks reis Kim upp, og horfði á hana tárvotum augum. — Hann sló hana aftur, hikstaði hann. — Hann sló Maju mömmu. Gráturinn heltók hann á ný, og hann faldi andlitið í . koddanum. Beata reyndi að hugga hann, en hjarta hennar var líka svo fullt af sorg, að hún átti erfitt með að halda grátinum í skefj- um. Loks reis Kim aftur upp, og horfði á hana bænaraugum: — Beata. — Já. — Við skulum strjúka — við skulum flýja saman. — Nei, Kim. Við verðum að vera hér kyrr. Við verðum að vera hjá Maju mömmu og hjálpa henni. Hún hefur engan nema okkur. Hann kinkaði hikandi kolli, en sagði svo: — Þú hefur rétt fyrir þér. En ég get ekki lengur haldið það út, að pabbi sé alltaf svona góður við mig og gefi mér allt, meðan hann er alltaf vondur við þig og Maju mömmu. — Það er ekki þér að kenna, Kim. Þér er vorkunn, ég skil það núna. Ég skildi það, þegar ég heyrði þig gráta. Ég hélt alltaf, að þú værir bara illgjam strák- ur . . . en nú veit ég, að það ertu ekki. Innst inni ertu góð- ur, og ég er glöð yfir því„ að þú skuldir búa hjá mér og mömmu. Hin blíðu og huggandi orð hennar komu honum til að gráta á nýjan leik, en nú var honum léttir að grátnum, og gerði ekk ert til að leyna honum. — Pabbi, hvað segirðu nú mn að bjóða okkur mömmu út að borða. — Já, hún er að reyna að tílúta mér. Hún vill ná Béötu frá mér með aðstoð allra þessa peninga sinna. — Vitleysa. Hún vill láta þig fá þessa peninga, vegna þess, að hún er iðrandi. — Ég geri það samt ekki, Tom. — Þú ert asni, sagði hann hvasst. Hann roðnaði af reiði, og nálgaðist hana ógnandi á svip. iiiiiiiaMMMi»MmMiiniunnminaMUiiiiuiiniiiii|iiiiiMi 10 lllll■!ttlll■»llllllll•l■l■l■l■l■l■■■ll•l|ill,■l>■ll■l■l■■llllll■ll■ ___ Það er vist kominn tími til þess, að ég sýni þér hver er hús bóndi á þessu heimili. Þú gerir, það sem ég segi þér að gera. Þú skrifar henni strax í kvöld, og segir, að þú viljir gjarnan þiggja mánaðarlega borgun frá henni. Er það skilið? ‘ — Ég skrifa ekki slíkt bréf. Ég get það heldur ekki, það yrði ekkert vit í því . . . — Ég skal skrifa það fyrir þig- — Nei, ég sendi henni ekkert bréf. Þar að auki þekki ég ekki heimilisfang hennai'. ÚTlí 15 SMACtC # on tús sovisr 79TÍVB,TQ\) WILL- BORPBK-ANP f=LY WITH V-IS LOCAL' OUE ESCAPIKó Fi-AS AIEUNE? IÖ A MI5SILE MAi! NEW 57DP THEV' HAV5 . WILL AEEIVE ATA TOVVN CALLBP BY TEAIN .' f I ö1)555 yoUU. JU5T HAV6 TD TElí $OMS OF TK055 AiE FOíZCE STtK.'S MOU WIU- h'AVg »~vanc& WAENINö... Æ'UR AiecnAFT mmna «r M AIPPOJiT WHEN OUK 3ov MAkES H15 5EEAK i r- .W/ OEDER5 ÍAT~ N0THIN5 A30UT THAT.' WHAT íf* UTÍI 15 > SOCKEP IN ON THE VAT OPTHH BIS tr BUST-OJT? y — Stebbi, þú ferð með flugvél til borg- arinnar Útu. Borgin er alveg við Landamæri Sovétríkjanna og flóttamaðurinn kemur § þangað með lest. Þú munt fá að vita um þetta fyrirfram, lóttu flugvélina bíða. — En ef eitthvað óvænt keinur nú fyr ir . . . Það er ekkí gert ráð fyrir því í áætl- uninni. — Þá verður þú bara að búa til einhverja fallega sögu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ i — 3. janúar 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.