Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 9
SIANDS, ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR: di hefur bor- jfaidan ávöxt þá, í upphafi, skildu til nokkurrar hlítar þessi orð: gengi og greiðslu- jöfnuður, eða gildi þeirra fyrir fjárhagslegt sjálfstæði. Og þó vér skiljum það öll núna, hvað í því felst, þá eru átök hörð um þau markmið og leiðir í þjóðarbúskap, enda er sú skoðun orðin ráðandi, að þingi og stjórh beri skylda til að skapa almenningi svo góð lífs- kjör sem framleiðsla og útflutnr ingur leyfir. Á þessu sviði er nú hættast við átökum, eins og launa barátta og verkföll síðasta. árs ber skýrastan vott um. Yér 1 fyrir góðri afkomu og öryggi þegns og þjóðar. Og þannig varð- ; veitist afmælisfögnuðurinn bezt, | að vér sýnum í orði og verki, að vér séum til þess hæfir og verð- skuldum að vera alfrjáls og full- valda þjóð, sem rækir jafnt skyld- I ur sem réttindi. ! Ég hef áður nefnt liið fjárhags- lega sjálfstæði, og skal nú bæta við öð)u höfuð Viðfangsefninu, sem oss bættist með fullveldi og lýðveldisstofnun, utanríkisþjón- ustunni. Hver er sínum hnútum kunnugastur, og það liggur í aug- Forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, fögnum því öll af , einlægum huga, að vinnufriður komst á nú fyrir hátíðar. Svo viðkvæm erum vér enn fyrir jólum og áramótum að vér éigum erfitt með að sætta oss við, að allt logi í deilum, þeg- ar friður á jörðu er boðaður, og velþóknun með mönnunum. Ég á að sjálfsögðu ekki við, að átök megi ekki eiga sér stað, en bæði átök og áróður verða að vera inn- an þeirra takmarka, sem þjóðar- einingin þolir. Ég minnist tveggja hátíða, þeg- ar ríkti fullkomin þjóðareining og fögnuður: Alþingishátíðarinnar og Lýðveldisstofnunar árið 1944. Á næsta vori er 20 ára afmæli hins unga lýðveldis- „ísland er lýðveldi með þingbundinni Stjórn,“ — þannig hljóða lokaorð langrar bar- áttu hinna beztu manna, og upp- háfsorð nýrrar aldar í sögu íslend- inga. Það skipti um svið, en lífs- baráttan heldur áfram, baráttan um uppi, að erlendir fulltrúar, ókunnugir vorum hag og háttum gátu ekki, þrátt fyrir bezta vilja, rekið öll íslenzk erindi. Þar fyrir nutum vér þó lengi vel tveggja ópersónulegra fulltrúa, ef svo má segja, þar sem voru fornbók- menntir vorar og Alþingi að fornu og nýju. Hinir ágætustu menn, einkum í Skotlandi, Englandi, Þýzkalandi og á Norðurlöndum, sömdu ágæt rit um menningararf íslendinga. Þeir fluttu þann boð- skap, að íslendingar væru sér um þjóðerni og forna héraðs- og þing stjórn. Það var oss ómetanleg hjólp á hinum fyrstu uppgangsár- um, og kunni Jón Sigurðsson vel að notfæra sér þá aðstoð- Nú höfum vér býggt upp vora eigin utanríkisþjónustu, svo vel sem vér teljumst hafa efni á. Þar var Sveini Bjömssyni falið að ryðja brautina. Það er og stað- reynd, að þjóðin hefur nú, einkum eftir hina síðari styrjöld, á að skipa ágætum starfsmönnum á flestum sviðum, sem skilja vel samtíðina og viðfangsefni hennar, og gildir það ekki sízt um utan- í-íkis- og fjárhagsmál. Hafa þeir bæði fengið betri skóla, vegna batnandi fjárhags, og meiri reynslu vegna vaxandi alþjóðastarfsemi, en óður var kostur á. Minnist ég þess, sem Jón Krabbe sagði eitt sinn við mig fyrir löngu, að ein ríkasta þörf íslenzu þjóðarinnar væri að koma sér upp starfsliði, sem gæti horfzt beint í augu við erlenda sérfræðinga. Einn erfiðasti samningur, sem þjóðin hefur átt við að búa, er gamli þriggja mílna landhelgis- samningurinn enda gerður í upp- hafi togaraaldar. Þá varð þröngt fyrir dyrum útvegsbóndans á sín um róðrarbát eða litla vélbót, og auk þess v.ið allsendis ónóga land- helgisgæzlu. Einn stærsti sigur og ávinningur, síðan íslendingar tóku í sínar hendur utanríkismálin, er útfærsla landhelginnar. Á síðasta stigi þess máls var þjóðin sam- mála um 12 mílna kröfu, en að sjálfsögðu mátti deila um auka- atriði, eins og oftast vill verða- Leiddi þetta til alvarlegra átaka við Breta eins og kunnugt er, en leystist stórslysalaust. Sættir hafa nú tekizt að fullu og m.a. til að gera það lýðum ljóst bæði hérlendis og í Bretlandi, bauð forsætisráðherra Bretlands okkur hjónunum og Guðmundi X. Guð- mundssyni utan|tiíkisráðherra og hans konu, í opinbera heimsókn sem nú er nýafstaðin. Þetta heim boð er drengskaparbragð, og Bret um likt. Þeir eru ekki langrækn- ir. Og þó sumum kunni að þykja múrarnir þykkir, þegar þeir koma fyrst, ókunnugir til Lundúnaborg- ar, þá eru engir betri heim að sækja, brosið hlýtt og handtakið þétt, þegar komið er innfyrir múrana- Jafnvel formenn brezkra togarasamtaka létu ekki sitt eft- ir liggja að koma á fund okkar og skrifa vinsamlegar kveðjur í blöð, eins og að lokinni bænda- glímu. Okkur þótti að sjálfsögðu mikið til koma að heimsækja Breta- drottningu og mann hennar, prins Philip, í Buekinghamhöllinni, Sir Alec Douglas Home forsætisráð herra, í Downing Street 10 og borg arstjórann í Guildhall. Ég hafði áður komið tvisvar í Downing Street 10, og hitt fyrst McDonald og síðar Lord Baldwin, og þekktu þeir báðir vel til ís- lands af frásögn William Morris, sem hafði heimsótt ísland og þýtt og ort út af íslendingasögum. Urðu þeir á sinni tíð vel við mínum málaleitunum. Að vísu sagði Bald win, að sín stærstu vonbrigði á ævinni stæðu í sambandi við ís- land, því að þegar Morris hafi komið að kveðja móður sína, áður en hann lagði í íslandsferðina, hafi hann klappað á kollinn á sér og lofað að gefa sér íslenzkan hest þegar hann kæmi til baka. En hest urinn kom aldrei. Hér ásannaðist þó það, sem ég sagði, að íslenzkar fornbókmenntir hafa reynzt oss góður íulltrúi- Líkt er að segja um Sir Alec, hann er Skoti, en þeir eru vorir næstu nágrannar, þekkja til sögu íslands, og sýna oss jafnan mikla vinsemd. Hjá drottningu og borgarstjóra nutum við hinnar mestu. gestrisni og viðhafnar, sem Englendingum er svo töm, hallarstíll og fornir búningar, skikkjur og skarthúf- ur. Þar sæmdi íslenzki skautabún- ingurinn sér vel. En þessi íhalds- semi Englendinga er aðeins á ytra borðinu, því hið innra með sér Framh. á 13. síðu AUGLÝSING FRÁ PÓST- OG SÍMA MÁLASIJÓRNINNI EVRÖPUFRÍMERK11964 Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrímerki 1964, Tillögurnar sendist póst- og símamálastjórninni fj'rir 1. febrúar 1964 og skulu þær merktar dulnefni, en nafn höf« undar fylgja með í lokuðu umslagi. Póst- og símamálastjórnin mun velja úr eina eða tvær til* lögur og senda hinni sérstöku dómnefnd Evrópusamráðs pósts og síma CEPT, en hún velur endanlega hvaða tillaga skuli hljóta verðlaun og verða notuð fyrir frímerkið. Fyrir þá tillögu, sem notuð verður, mun listamaðurinn fá andvirði 2.500 gullfranka eða kr. 35.125.00. Væntaníegum þátttakéndum til leiðbeiningar, skal eftirfar andi tekið fram: í. Stærð frímerkisins skal vera sú sama eða svipuo og fyrrl íslenzkra Evrópufrímerkja (26x36 mm) og skal framlögð tíllöguteikning vera sex sinnum stærri á hvern veg. 2. Auk nafns landsins og verðgildis skal orðið EUROPA standa á frímerkinu. Stafirnir CEPT (hin opinbera skammstöfun samráðsins) ættu sömuleiðis að standa. 3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins konar landa- kort. 4. Heimilt er að leggja fram .tillögur, sem kunna að hafa , verið lagðar fram áður. .Jafnframt skal tekið fram, að á þessu ári eru 5 ár liðin frá stofnun samráðsins. Reykjavík, 2. janúar 1964. Póst- og- síinamálastjómin. Fiskibáfar óskasf Útgerðarfélag Siglufjarðar h.f. óskar eftir að kaupa tvo báta, hvorn 70 til 90 smálestir að stærð. Bátamir mega ekki vera eldri en 5 ára. Tilboð sendist oss fyrir 15. janúar 1964. Útgerðarfélag Siglufjarðar h.f. STARFSSTÚLKUR ÓSKAST Starfsstúlkur ivantar nú þegar í eldhús Klepps spítalans. Upplýsingar hjá matráðskonunni í síma 38164. * Reykjavík, 2. janúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Dregið var á Þorléksmessu hinn 23. desember sl. Þessi númer hlutu vinning: 38082 Ópel Record, ársgérð 1964. 37088 Willysjeppi. 71223 Mótorhjól. Vinninga má vitja í Tjarnargötu 26 sími 15564. Happdrætti Framsóknarflokksins. ALÞÝÐUBLAPIÐ — 3. janúar 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.