Alþýðublaðið - 07.01.1964, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Qupperneq 1
ÞESSI mynd er af hinum nýja „Trabant 600”, sem kost ar aðeins 60-65 þúsund krón- ur. Vagninn lítur vel út og er stcrklegur. Að framan minnir hann nokkuð á Volks- wagen, en er öllu kubbs- legri. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur í akstri þrátt fyrir framhjóladrifið. vel. „Trabant 600” er rúmgóður og þægilegur og vélin kraftmikil. Verður gaman að fylgjast með því hvernig liann reynist, því að þetta er skilyrðislaust lang ódýrasta 4ra manna bifreið, sem hér er á markaðnum. ÓSPEKTIR í GÆRKVÖLDI urðu mikl- ar óspektir meðal unglinga í Hafnarfirði. ðlyndin hér að neðan er af einum ungling- anna, sem klifraði upp eftir símstöðinni. Sjá frásögn og myndir á þriðju síðu. (Mynd J.V.) Keykjavík 6. jan- — ÁG Hingað til lands hefpr nú verið flutt ný tegund af smábílum, sem kosta aðeins 60-65 þús. kr. Er það verðiff, sem kaupandinn greiffir fyrir þá, þ.e. eftir að allir tollar og skattar hafa verið greiddir. Vagnar þessir eru framleiddir í A.-Þýzkalandi og oft nefndir „Volkswagen A.-Þjóðverja-“ Þeir heita „Trabant 600.“ Skömmu fyrir jól voru þrír slík ir bílar fluttir hingað. Tveir BANASLYS AKUREYRI þeirra eru sendiferðabílar, en sá þriðji er 4ra manna fólksbíll. Þess má geta, að sendiferðabíl- arnir eru 5-10 þús. kr. ódýrari en fólksbíllinn. Innflytjandinn gerði þetta aðeins til reynslu, og mun tæplega flytja þá inn að gagni fyrr en þeim hefur verið ekið á hol- óttu vegunum okkar í nokkurn tíma. „Trabant 600“ er með stálgrind og stálbotni- Yfirbyggingin er úr sérstöku þlastefni, og eiga við- gerðir að vera auðveldar ef eitt hvað kemur fyrir. Vélin er tví- gengisvél tveggja strokka, 23 hest öfl. Fólksbíllinn vegur ekki nema um 600 kg. Vélin er að framan, loftkæld. Brennir liún blöndu af olíu og benzíni eins og hinir sænsku SAAB-bílar. Þá er „Tra bant 600“ með framhjóladrifi. Vagninn eyðir um fimm lítrum ef miðað er við 40 km. meðalhraða. Þessi bíll er ekki nýr á markaðn um í A-Þýzkalándi, og að sögn framleiðenda hefur hann reynst SILDIN VID INGOLFSHOFDA UM I0RFUM Reykjavík 6. jan. — GO — Það verður erfitt að sækja alla þessa leið í misjöfnu tíðar- fari, sagði Jakob Jakobsson fiski- fræðingur, þegar við spurðum liann álits á síldargöngunni við Ingólfshöfða, en þar fengu yfir MMUWtMMMMMMmtMMW Goðafoss-máiiö tekið fyrir 10. febrúar MÁL mannanna þriggja af Goðafossi ,sem ákærðir voru fyrir tilraun til þess að srnygla írskum happdrættismiðum í !>New York, verður væntanlega tckið fyrir rétt þar í borg 10. febrúar n. k. MMHMMUHUMUmWMMW 20 skip ágæta veiði á laugardag- j inn. — Þetta er orðið svo langt frá öllum síldarhöfnum, t d. er upp- undir sólarhringssigling á Faxa- flóahafnir. Vestmannaeyjar einar geta ekki tekið nema takmarkað magn í bræðslu, ef mokveiði verð ur. Síldin hefur að vísu látið sjá sig þarna undanfarin ár, en lítið verið nytjuð vegna þess að um leið hafa önnur mið verið nærtæk- ari. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að síldin, sem var í Kollu- álnum í haust og frameftir vetri hefur alveg horfið af miðunum. Hún átti að vera komin hingað suðureftir um þetta leyti. Þar að auki hefur gangan, sem átti að vera komin upp á Skerjadýpið, ekki látlð sjá sig. Þorsteinn þorskabítur hefur leitað allar götur vestan af Eldey og austur undir Eyjar en ekkert fundið. Síldin, sem nú veiðist austur 'við Ingólfshöfða og í Meðallands- bugt, er í stórum og góðum torf- um og gæf. Við skoðuðum sýnis- horn af henni í dag og mældist hún frá 24 cm- upp í 34 cm. að lengd. Meðallengd 29 cm. Minnsta síldin er ókynþroska, en sú stærri líklega sumargotssíld. Við erum ekki búnir að fitumæla hana sv ég get ekkert sagt um það at- riði. Framh. á 11. síffu Akureyri 6. jan. — GS ÁG Banaslys varð hér í kvöld um kl. 18. Kona, 71 árs gömul varð fyrir bifreið á mótum Geislagötu og Ráðliústorgs. Hún slasaðist mikið og var þegar flutt á sjúkra- hús þar sem hún lézt skömmu síðar- Málið er í rannsókn. Reykjavík, 6. jan - AG SLYS varð á Snorrabraut um klukkan 17.52 í gærdag. Þar varð 66 ára gömul kona fyrir bifreiff og slasaffist alvarlega. Slysiff varff rétt fyrir sunnan gatnamót Snorra- brautar og Njálsgötu. Lenti konan framan á bifreiðinni og kastaffist í götuna. H«h var flutt á slysavarff- stofuua en síffan á sjúkrahús. Hún mun m. a. hafa handleggs- og fót- brotnað. Ef einhver vitni liafa orð- iff aff þessu slysi, eru þau beðin að gcfa sig fram viff lögregluna. HVERFUR SURTSEY? ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafffi samband viff Þorleif Einarsson jarfffræffing í dag og spurffi hann álits um fram tíff Surtseyjar. llann kvaffst ekki vera bjartsýnn á haria, ef svo béldi Slagsmálaleikir á Hálogalandi Sjá nánar á ÍÞRÓTTASÍÐU á bls. 10. fram sem horfir. Ef gosiff tekur sig ekki upp aftur af krafti ætti eyjan aff hverfa í vetur. Hún er mjög laust uppbyggff og veik fyrir briminu. Þorleifur sagðist síðast hafa verið á ferð við Surtsey daginn fyrir gamlársdag og þá hafi allt verið í bezta gengi á staðnum, mikið gos. Þorleifur vildi ekkert segja um áframhald á þessu gosi, hann hafði því miður ekki tækifri til að fylgj- ast með síðasta neðansjávargosi sem varð hér við land árið 1783. Þar að auki eru til mjög takmark- aðar heimildir um það gos, enda var þaS langt úti í hafi og fjarri siglingaleið. [MMD 45. árg. — Þrlðjudagur 7. janúar 1964 — 4. tbl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.