Alþýðublaðið - 07.01.1964, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Qupperneq 4
www*ww*wwwwwwwvmvmwwntw**M»*w*«wwwwww*M*w*WMMMW i j:; < > FYRIR fimm árum, var Far- sta, rétt utan við • Stokkliólm, > lítill og friðsamlegur sta'ður, þar sem vindur þaut í vold- ugum furutrjám og öldur gjálfruðu við ströndina. Nú er . Farsta orðinn hánýtízkulegur bær með 30 000 íbúum, skýja- kljúfum, verzlunarhverfúm, stórum kvikmyndahúsum og síðast en ekki sízt fyrstu kjarnorkustöð heims, sem ■beitt er til hversdagslegra >nota. Þegar sú ákvörðun var tek- in að reisa borg á þessum stað, voru menn sammála um að reisa hana á eins nýtízkuleg- an hátt og frekast var unnt, og hafa þar öll þau þægindi, sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Og sú nýjung, sem um- talsverðust þótti, var, að allur straumur átti að koma frá þar til gerðri kjarnorkustöð. Vitað var, að byggingin mundi mik- inn kostnað hafa í för með sér, en ákveðið var, að gera þessa tilraun með hliðsjón af því, -að síðar yrðu reistar á- móta borgir víða í Svíþjóð, svo að útgjöldin yrðu öllu land- inu til góðs, þegar allt kæmi til alls. Og nú er byggingu Farsta lokið. I>ar liafa risið af grunni villur í hundraða tali, raðhús og 18 liæða liáhýsi, og allt er þetta útbúið þeim nýtfzkuleg- ustu þægindum, sem völ er á, svo sem heitum og köldum loftstraumi, lieitu vatni og straumi frá kjarnorkustöð bæj- arins. Enda þótt kjarnorku- stöðin sé stór í sniðum og viðamikil, þarf aðeins fimm menn til þess að stjórna henni. Af öryggisástæðum var hún :grafin 20 metra f jörð niður og allt gert til þess að úti- • loka hættu á geislun. •En það er sitthvað fleira en kjarnorkustöðin, sem telj- ast verður til nýmæla í Far- sta, öll uppbygging staðarins er samkvæmt nýjustu tízku. íbúðarhúsin eru byggð saman umhverfis verzlúnarmiðstöð, þannig að húsmæðrúnum veit- ist sem auðveldast að afla nauðsynja til heimilisins. í þessum innri hluta borgarinn- ar er allur akstur bifreiða bannaður. Flutningabifreiðir sem aka vörum til verzlananna, aka eftfr sérstökum jarðgöng- um. Það er með öðrum orð- um einkar friðsælt og hættu- lítið að búa í Farsta. Aliar íbúðir í borginni eru fyrir löngu leigðar út og 50 000 manns eru á biðlista. I@|a, félag verksmiSjisfélkss Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjómar, varastjórnar, trúnaöarmannaráðs og vara manna í trúnaðarmannaráð, endurskoðenda og varaendur skoðenda félagsins fyrir árið 1964. Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 9. jan. 1964 og skal tillögum (uppástungum) skilað í skrif- stofu félagsins fyrir þann tíma. Hverri tillögu skulu fylgja skrifleg meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Reykjavík, 7. janúar 1964. Stjörn Iðju, félags verksmiðjufólks, Augiýsing frá Bæjarsíma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Verkamenn vantar nú þegar við jarðsímagröft. Ákvæðis- vinna. Ennfremur láðstoðarmenn við línutengingar. Upplýsingar gefa verkstjórar bæjarsímans Sölvhólsgötu 11, símar 22017 og 11000. OKKUR VANTAR STÚLKUR til starfa vil? frystihúsið. Ákvæðisvinnaivið pökkun og snyrtingu. Ennfremur vantar okkur karlmenn í fiskað- gerð. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 1104 og 2095. JAPANIR ERU KUNNIR að því að vera allra þjóða kurteisastir. Nú er svo komið að þeim finnst sjálfum kurteisin vera farin að hevra úr hófi fram svo að henni þurfi áð sctja ákveðin mörk. í áraraðir hefur það verið svo í Japan, að misyndismenn hafa get- að stundaö iðju sína á götu úti og •opinbérum stöðum nær óhindrað- Vegfarendur, sem liafa orðið vitni að því, að saklausum meðborgara væri misþyrmt, hafa aðeins snúið -bak við atburðinum eða gengið framhjá eins ög ekkert hefði í- skorizt. Menn hafa hugsað sem svo, að ekki væri ráðlegt að blanda sér í það sem þeim komi -ekki beinlínis við. Af því geti þeir aðeins hlotið óþægindi og tíma- töf. þess eru dæmi, að menn hafa verið myrtir í Japan um hábjart- -ap dag á fjölfarinni götu, án þess að nokluir vegfarendi hreyfði lillá fingur til þe;s að klófesta morð- iUfjann. Nú hefur skyndilega gerzt rót- tæk breyting í þessum efnum; Hún tiófst þannig, að maður nokkur skrifaði dagblaði bréf og kvart- aði' sáran yfir því að ráðizt iiaíði verið á hann úti a götu, og honum- ■•niíþyrmt iliilega, án þess nokkur rétti honum hjálparhönd. Fjöldi fólks varð vitni að líkamsárásinni, j en enginn hafði kjark í sér til þess Japanskt götulíf. að skerast í leikinn. í kjölfar þessa litla bréfs sigldi fjöldinn allur af bréfum frá fólki, sem hafði orðið fyrir sömu reynslu. Þegar bréfun- um tók að fjölga, skrifaði blaðið liarðorðan leiðara- Þar stóð meðal annars þetta: „Hvers konar gung- ur erum við eiginlega? Þorum við ekki að skerast í leik og rétta þeim samborgara okkar hjálparhönd, er beitlur er órétti og líkamsmcið ingu í augsýn okkar? Er ekki timi til kominn að við herðum upp hug- ann og látum til okkar taka, jafn- vel þótt ekki sé um okkar eigið dýrmæta líf að ræða?“ Önnur blöð tóku í sama streng og lögreglan hvatti fólk til að hjálpa þeim samborgurum sínum, sem yrðu fyrir árás á götum úti. Nú er svo komið, að sá sem gerist sekur um smávægilegustu pústra, til dæmis í biðröð, er þegar í stað húðskammaður af öllum þeim sem stóðu hann að verki. Dómstólarn- ir gerðu einnig sitt til þess að i leggja þessu máli lið með því að dæma harðar en áður líkamsárásir ! og r5n á götum úti. Árangurinn af þéssari herferð ] heftfr þegar komið í ljós. Afbrotum í I á almamiafæri fer stöðugt fækk- j andi í Japan. i HraSfrysfihús Keflavíkur h.f. Alþýöublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Hverfisgötu Lindargötu Rauðarárholti Laugateig Laufásveg Ásgarði Kleppsholt Melunum Tjarnargöíu Rauðalæk Afgreiðsla Alþýðublaðsins Sími 14 mo Áuglýsið i Albýðuhlabirw Augiýsingasiminn er 149 06 4 7. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLA9IÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.