Alþýðublaðið - 19.01.1964, Síða 5
Persónuleg vandamál eftir séra Jakoh Jónsson:
UNGUR maSur ritar mér hrein-
skilið bréf varðandi fcrmingu og
fermingaraldur. Hann spyr, hvort
ég myndi hafa ó móti því, að ferm-
lngaraldurinn yrði fluttur til 21 '
árs aldurs? Honum finnst 13 ára
bam varla vera þess um komið að
lýsa því yfir, að það vilji hafa Jes- ;
um Krist að „leiðtoga lífs síns”. 1
Á hinn bóginn sé nærri því ógern-
ingur fyrir barn á þeim aldri að
skera sig úr, þegar fjöldi annarra
barna fermist, og komi þar einnig
til greina bæði löngun í ferming- .
argjafir, veizlur, og annað af því
tagi. Þannig sé kirkjan sek um
það að lokka börn til að gefa lof-
orð, sem þau síðar kunni að iðrast
eftir að hafa gefið.
Fermingin verður mjög sncmma
til sem kirkjuleg siðvenja, enda
sálfræðilega séð í samræmi við ,
venjur og hefð fjölda annarra trú- 1
arbragða, þar sem með einhverju j
móti eru afmörkuö skilin milli i
bernsku og æsku. Hver sé heppileg
asti fermingaraldurinn, er umdeilt
efni, og fer nokkuð eftir því,
hvernig Iitið er á gildi fermingar.
Innan Lúthersku kirkjunnar hefur
mátt greina tvær stefnur, sem
kenndar hafa verið við rétttrúnað-
arstefnuna og píetismann. Á rétt-
-trúnaðartímabilinu er fermingin
fyrst og fremst einskonar loka-
próf í kristnum fræðum og kristi-
Iegu siðferði, sem þá er miðað við
ytri framkvæmd siðaboðanWa. —
Fermingarbörnum, sem eru illa að
sér, er þá vísað frá fermingu,
þangað til þau hafa annað hvort
náð tilteknu þekkingarstigi eða þá,
að slakað er á kröfunum við þau
sökum skorts á námshæfileikum
(Smbr. að fermast upp á stóra stíl-
inn, fermast upp á faðirvorið o. s.
frv.) Píetisminn leggur meira upp
fir trúartilfinningunni, og ferrn-
ingarundirbúningurinn, ásamt
fernjingunni sjálfri er þá skoðað-
ur sem tækifæri kirkjunnar til trú-
arlegs uppeldis, án þess að úrslita ;
dómur sé lagður á hvern einstak-
ling. Tilgangur fermingarinnar er
sá að stuðla að því, að ungmennið
taki sína ákvörðun og játist undir
kristna trú sem lífsStefnu. — Eins
og fermingin er framkvæmd nú
hér á landi, er reynt rð sameina
bæði þessi sjónarmið. Trúarbragða
fræðsla fer fram, þangað til vissu
lágmarki er náð, en jafi'framt er
prestunum ætlað að hafa guðrækn
is- og bænarstundir með börnun-
um. Við ferminguna er borin fram
persónuleg játning á þann hátt, að
barnið svarar játandi þessari
spurningu: Viltu leitast Við af
fremsta megni að hafa frelsara
vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs-
ins?
Spurningu unga mannsins um
fermingaraldurinn myndi ég vilja
svara á þann veg, að það xnyndi
vera ógerningur í íslenzku þjóð-
félagi og víðar að koma því við,
að fólk um tvítugt „gengi almennt
til spurninga”, vegna atvinrulífs-
ins, þótt ekki væri annað. í öðru
lagi er óeðlilegt að gera róð fyrir
því, að kr s'nir ^oreldrar láti drag
ast að koma börnum sínum undir
trúarleg áhrif, fremur en að
tryggja þeim fræðslu um önnur
nauðsynleg efni. Og það liggur í
augum uppi, að foreldrarnir og
kirkjan liljóta að taka á sig þá á-
byrgð að lóta sér annt um þennan
þátt í uppeldi barnanna, eins og
aðra, svo sem líkamsrækt og al-
menna fræðslu. En þá er eftir að
athuga, hvort krefjast má eða fara
fram á nokkura trúarjátningu af
hálfu ungmenna á venjulegum
fermingaraldri. Ég minnist þess,
að þegar ég var unglingur, lagði
ég þá spurningu fyrir mann nokk-
urn í þorpinu mínu heima, hvort
honum fyndist ekki of mikils
krafizt af fermingarbörnum, er
þau inntu af hendi sitt fermingar-
heit. Hann svaraði: Eg veit bara
um sjálfan mig, góði minn, að mér
þykir ekki eins vænt um neitt eins
og það, að hafa undir eins á barns-
aldri fengið tækifæri til að játa
frelsara mínum trú og hollustu”.
Þannig leit ’hann ó málið, lífs-
reyndur, íslenzkur alþýðumaður. -
En á hinn bóginn megum við ekki
láta okkur sjást yfir það, að til
eru ungir menn, sem hugsa líkt og
bréfritarinn: Hef ég ekki lofað cin-
hverju, sem ég get alls ekki
við? — Nú segi ég fyrir mitt leyti,
að út frá kynnum mínum af börn-
um og unglingum vil ég alls ekki
ganga inn á, að fermingarbörn yfir
leitt finni ekkert í fermingu eða
fermingarundirbúningi, annað en
ógirnd í gjafir og annað þess hátt-
ar. Það vináttusamband, sem svo
oft myndast milli prests og ferm-
ingarbarns, bendir
hvað dýrmætara hafi verið um
ræða en prjál eitt og
lái heldur engu fermingarbarni,
þótt því þyki vænt um
fermingargjafir. —
mitt átti ég fram á fullorðins ár,
og hugsa til þess með sórsauka, að
það skuli hafa týnzt austur á Hell-
isheiði eða inni í Þjórsárdal. Þessi
gjöf liafði á sínum tíma verið mér
dýrmætur vottur um elsku foreldra
minna ó merkri stund í lífi mínu.
Hitt veit ég og skil, út frá eigin
reynslu og margra annarra, að ung
ir menn ganga oft í gegnum annað
hvort efasemdatímabil, allskonar
andleg umbrot, eða finna trúartil-
finningu sína dofna um skeið. En
— sú barátta, sem þessu fylgir, er
að mínu áliti vottur þess, að „Guð
togar í manninn”, og sleppir hon-
um ekki. Unga manninum og öðr-
um, sem liorfast í augu við þetta,
myndi ég ráða til þess að gera
tvennt: í fyrsta lagi að leggja sig
enn betur eftir því að skilja Krist
sjálfan, persónu hans og kenningu,
meðal annars með þvi að leita
meiri fræðslu á vegum kirkjunn-
ar, taka þátt í guðsþjónustum og
vera með í æskulýðsstarfi, þar sem
hann kynnist ungu fólki á þeim
vettvangi. — Og í öðru lagi,
vil ég ráðleggja það, sem
mörgum kann að virðast fjarstæða,
— en það er að spyrja sjálfan sig
þessarar spurningar: Get ég, þrátt
fyrir „trúleysi” mitt, efagirni og
umrót, að einhverju leyti haft Jes-
um Krist að leiðtoga lífs míns?
Sem betur fer eru þcir margir til,
sem varðveita lotningu sína fyrrr
persónu Krists, þótt þeir hafi
margt að athuga við kenningar
kirkjunnar, kristna menn, og ef
til vill ekki sízt prestana. Spurn-
ingin við ferminguna er sem ré
ekki spurning um algera eða full-
| komna trú, heldur viðléitrii mannH
| með manhlegum takmörkunum tilt
I að fylgja þeirri lífsstefnu, sem Jes -
I ús markar. Æðsta boðorð hennar
er að elska Guð og náungann. —.
Þetta gerir enginn fullkomlega, —
og lengi mætti fermingarundir-
búningurinn halda áfram, ef vév
ættum að híða með að játa sam-"
stöðu með Jesú frá Nazaret, þang
að til engin vafaspurning væri
lengur til i huga vorum.
Jakob Jónsson. >
’ aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiii,i,i„ii,i,iii|l||„l||ll||ll|lll|||||llll|,l|||l|,ll|l|lllll|ll||l|lllll|l|ll|llllllll|llll|l|„ll iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMimiiMiiiiiiiii* •■mll••mml•■l■lMlmlllmlllmmmlllllll•l• mmimiimmimmmiiiiii 1111% trJ
í r
= u
S /
NYTT HEFTI AF AFANGA
Teikning eftir Hiein Friðfinnsson viff smásögu eftir Djilas.
Fyrir skömmu kom út 3.
hefti af ÁFANGA, 1963. Blað
ið er óvenju fjölbreytt að efni
og sriyrtilegt að öllum frá-
gangi, skreytt fjölda mynda.
Ritstjóri Afanga er Sigurð-
ur Guðmundsson, og í inn-
gangjsgrein fremst í blaðinu
segir hann meðal annars, ,,að
nú verði gerð gangskör að því
að fjölga áskrifendum verulega
jafnframt því sem efnisskip-
an verði breytt ínjög á þann
vcg, að þar verður fyrst og
fremst vandað efni um jafn-
aðarstefnuna og Alþýðufiokk-
inn, bæði eftir innlenda og er-
lenda jafnaðarmenn, greinar
um alþjóða stjórnmál og vefka
lýðslireyfinguna, þjóðmál kom
andi ára og liðinna, umsagnir
um stjórnmálarit o.s>.frv.“
Af greinum í þessu hefti af
Áfanga má nefna: Jafnaðar-
stefnan >nú á tímum, greinin
er samtal milli Ernst Wigforss
og Viggo Kampmann, Stöðnuð
verkalýðssamtök, eftir Sigurð
Guðmundsson, þá er grein um
launamál á Vesturlöndum,
Björgvin Guðmundsson skrif-
ar um bókina Iceland, Reluc-
tant Ally, smásagan, Styrjöld,
eftir Milocan Djilas, Vanda-
mál vesturlanda eftir Paul
Henri Spaak, og birt er í rit-
inu sameiginleg stefnuskrá
jafnaðarmannaflokka í löndum
EBE, fleira efni er i þessu 3.
hefti Áfanga.
. ^fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM
>*ltllllllllllllllllllll||||llllllllllllllllillllllllllllllllllillllMMMIIIIIIl •IMMI IIIMIIIIIHIIÍÍlHIIMIIIIIIMIMtlMllimilHIIHIIIIIIIHIIMIIIIHIIIIIIIIHIIMIHIIIIIIIHUMIIIItlM*H|IIMIHMIIItMIMMMIMMIIHtlllMIHMIIIIMIIIMIIIMIIIII®l
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. janúar 1964 5
BER AÐ HÆKKA FERMINGARALDURINN?