Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 7
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur íiefur samþykkt að hefja byggingu ráðhúss í norðurenda tjarnar- fnnar. Skipulagsnefnd hefur ver- ið í ráðum um staðsetningu húss jns og bregður varla fæti fyrir það héðanaf. Er þá aðeins einn aðili, sem hugsanlega gæti spillt þ«(ssum myndarlegu fyrirætlun- um: Alþingi Um langt árabil hefur öðru hverju verið talað um byggingu þingmannabústaðar eða nýs þing- Mss, en aldrei tekið á þeim mál- um af festu. Á síðasta þingi var skipuð nefnd <og voru í henni þingforsetar og fulltrúar flokkanna. Þessi nefnd kom nokkrum sinnum saman, en mikill ágreiningur reyndist milli þingmanna, og varð ekkert úr frekari aðgerðum. Á meðan gerðu ráðamenn höfuðborgárinnar upp hug sinn um ráðhús og staðsetn- ingu þess, og luku undirbúningi. Meðal þingmanna komu fram tvær höfuðstefnur. Önnur var sú, að Alþingi yrði í framtíðinni á sama stað í miðbænum og það hefur verið síðan 1881. Hin að þing jð ætti að leita að öðrum stað og Þessi deila hefur lamað bygg- ingamál þingsins, en nú verður að hrökkva eða stökkva. Ef Alþingi vill reisa framtíðarbyggingu við norðurenda tjarnarinnar -og hrekja ráðhúsið á brott, verður sú ákvörðun að takast fljótlega, eigi bæði málin ekki að liggja kyrr um langa framtíð. Alþingi hefur áður kannað þann kost, að byggja við gamla hú ið til suðurs, út að Vonar- stræti. Árið 1917 gerði Guðjón Samúelsson teikningu að stór- hýsi á þessum stað, sem átti raun ar að hýsa Háskólann. Síðar voru gerðar teikningar að húsí' fyrir þingið sjálft, en flestir þingmenn munu telja þetta vafasama lausn. Er hætta á, að gamla húsið cyði- leggðist, ef byggt væri við þáð. Nýtt þinghús yrði að koma sunn- an Vonarstrætis, þar sem ráðiiús- inu er ætlað að standa. í þingnefndinni kom fram þriðja hugmyndin, sem tilraun til að leysa þessa deiiu. Hún var sú, að taka lóðirnar vestan við Alþingis- húsið, fyrst vestur að Tjarnar- göcu, og reisa þar nýtt þinghús, sem sneri fram að breikkuðu AUSTÚR- VÖLIUR IN60LFS* LUHÖUR ÞiNúiTAM TJOKNIH Benedikt Gröndal skrifar um helgina Þetta lauslega riss sýnir sunnanverðan miðbæi nn, eftir að ráðhúsið hefur verið reist, íðnó og Bún-> aðarfélagshúsið rifin. Svörtu húsin eru þær varanlegu byg’gring-ar, sem eru tunhvérfis' hugsanlegan þlng ' stað. (1) er gamla þinghúsið og sunnan við það garðurinn. Sumir \iija byggja- við húsið beint til súoúrs, í áttina að ráðhúsinu. (2) er Oddfeílowhúsið. (3) er Herkastalinn og sumtan hans Síeindórsprent, en þessi hús mætti fjarlægja síðar og stækka þingstaðinn. (4) er Landssímabyggingin, setn ntæHi fá hlið 'áW breikkuðu Kirkjustræti. Gert er ráð fyrir breilckun Kirkjustrætis og nær það beánt út í LæUjargötn. Alþingi virðist eiga um þrennt að velja: Að hrekia ráðhúsið burt og reisa þar þínghús, bygg ja á þíagn staðnum á kortinu að ofan — effa fara úr miffbænuni og byggja á nýjum staff. FSTií'i' tfinponj hyggja þar til frambúðar. Höfuðrök með þessum tveim stefnum voru sem hér segir: 1. Alþingi var staðsett í hjarta höfuðborgarinnar og þar á það að vera. Enda þótt gamla þinghúsið sé aðeins áttrætt, hefur það milda sögulega hefð, en þjóðin á ekki margar byggingar, sem það verð ur sagt um. Seinni hluti sjálf- stæðisbaráttunnar var háður í þinghúsinu við Austurvöll. Þar fengum við heimastjórn, fullveldi 1918, og þar var ákveðin stofnun iýðveldisins. Þetta hús er við hlið Þingvalla mesti sögustaður lands- ins. 2. Alþingishúsið er nýleg bygg- ing, sem danskir embættismenn létu reisa og skáru við nögl. Al- þingi var lengur á Þingvöllum og Jón Sigurð.SiOn starfaði í Mennta skólahúsinu, þegar þingið var þar. Hið nýja ísland á að reisa nýtt þinghús á nýjum stað. Gamla hús- ið getur notazt sem dómhús Hæst- aréttar eða eitthvað því um líkt. Kirkjustræti (sjá kort). Þessi hug- mynd hefur eftirfárandi kostú 1. Nýtt þinhús mundi ekki verða viðbygging við gamla húsið, en væri þó svo nálægt, að Alþingi gæti notað það áfram og verið á sama stað. 2. Landrými er þarna mun meira en virðist við fyrstu sýn, og ein- göngu gömul timburhús, sem hvort eð er verða að hverfa eft- ir fá ár. 3. Samkvæmt skipulagningu danska sérfræðingsins Peter Bred sdorff á Kirkjustræti og breikka og ná út í Lækjargötu að austan en upp í Garðarstræti að vestan. Handan götunnar eru Austur- völlur og Ingólfslundur, sem tengja má saman, þegar gamla apótekið (nú Rauði krossinn) hverf ur. 4. Staður þessi er rétt við bæjar stæði Ingólfs. 5) Þinghúsbygging og ráðhús mundu hvorug skyggja á hina eða lýta á nokkurn hátt, en miUi Kirkjustrætis og Tjarnarinnar yrði háborg þings og höfuðstaðar, glæsi legar byggingar með torgum og görðum á milli. 6) Eftir 40-50 ár verður timá bært að rífa Herkastalann og stækka þingstaðinn í vestur út að Suðurgötu með fögrum garði. Gegn þessum stað eru vafalaust mörg rök. Sumir nefna umferðar vandamálið, en það væri ekki minna, ef reist væri stórt verzlun arhús á lóðinni, eins og gert er ráð fyrir. Með þessu móti yrðu meiri auð svæði en á þeim teikn- ingum, sem til eru af þessu hverfi. Ef þetta reynist ekki leið til lausnar, verður Alþingi annað hvort að víkja — eða reka ráðhús ið burt. Vílti þingið, vérður varla um annan stað að ræða en ísbjarnar lóðina sunnan við Tjörnina. Það er ein fegursta byggingalóð bæj arins — en ekki í hjarta borgar innar. Þar munu skapast mikil um ferðarvandamál, því þröngar og byggðar íhúðagötur liggja að þeim stað. Þrengsli í alþingishúsinu eru fyrir löngu orðin svo mikil, að engin stofnun önnur mundi una við. Hvergi er friðland, þar sem þingmenn geta talað við kjósend ur sína. Lestrarsalur þingsins er almenningur, anddyri hússins er kaffistofa og óbreyttir landsmenn verða að ganga inn um bakdyr. Ríkisstjórnin hefur ekkert afdrep í húsinu. • Hugsanlegt væri til bráðabirgða, að þingið tæki við Tjarnarkaffi, þégar Lóftleiðir flytja í nýja hiis ið á flugvellinum. Mætti hafa flokksherbergi þar og rýma í þing húsinu. Síðan mætti gera heildar skipulag fýrir nýjan þingstað og byrja að reisa nýtt þinghús eftir 4-5 ár, þegar ráðhúsið verður komið vel á veg, svo að ekki verði Áriff 1917 gerði Guffjón Samúelsson teikningar aff viffbyggingu viff alþingishúsiff, nokkurn vegitm i sanía stíl. "Átfi - þetta hús aff vera fyrir Háskóiann. Sumir vilja enn reisa viðbyggingar, sunnan viff alþingishúsiff til aff ieýsa húsnséðistnál þlngsins, en flestír munu telja þaff ói’áunhæfa lausn. ttnnið að tveim slikurn stórbygg- ingum samtímis. Ef þessir draumar rætast, gæit þjóðin vígt nýtt þinghús á taæj- arstæði Ingólfs Arnarsonar á 11(K> ára afmæli íslandsbyggðar, 1974. - Félagslíf - KörfuknattleiksdeiM KR. Drengir. — Takið eftir. Æfing hjá 4. fl. er í KR. ’hús-* inu kl. 6.00 á sunnudögum. Fjölmennið á næstu sunmi- dagsæfingu tíg takið nýja félaga með. Nýr erleridur þjálfari mætir. Æfing hjá 2. fl. er í KR.-htjs inu á súnötidögúm kl. 7,30 og miðvikúdöguin ki. 8,10. Þjálfari: Einar Bollason. Piltar takiff eftir. Æfirig hjá 2. fl. er PKR.húsi inu á SimöúÖögiim kí. 7,30 ög ái miðvikúdöguöt: kl. 8,10. Þjálfári: Jón Otti Ólafsson. Æfing hjá ‘I. og Meistacafíj karla er í KR.-húsinu á sunpú-> dögum kl. 8.45 Og á miovíkudöij um kl. 9.05. •; Þjálfárar: Þórir Arinbjáfriar- son'og' Ölafúr ‘Thorlacius. : 5 Pélagár mæíið Vél óg ' sttfed-j víslega !á æfingárnar. Ógreidd félagsgjöld "greýíj|t ái næstu æfingu. Vj i Munið éftir æfingágjölduújim.: Nýir félagár vélkomriir. •.» Mtinið eítir ffæðslúfúndiriúfni í KR. heimiimu i næstu viffti. ALÞÝÐUBLAÐIO — Í9. janúar 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.