Alþýðublaðið - 19.01.1964, Side 8
SÚ var tíðin, að loðdýrarækt var
töluvert stunduð hér á landi og
var talin allarðbær atvinnugrein.
Nú er af sem áður var, og minka
rækt bönnuð með lögum og síðustu
silfurrefirnir drepnir fyrir um það
bil tveim árum.
Þessu er öðru visi farið hjá
frændum vorum og nágrönnum
á Norðurlöndum. Þar er minka-
ræktin arðbær atvinnugrein, sem
gefur af sér tugi milljóna í bein-
hörðum gjaldeyri á ári hverju.
Um þessar mundir standa ein-
mitt yfir uppboð á skinnum í Nor
. egi, Danmörku og Svíþjóð. Fyrsta
.uppboðið hófst í Noregi skömmu
fyrir miðjan mánuðinn, það
•stærsta verður í Danmörku 17.
janúar og ao þvi ioknu, verður upp
boð í Stokkhólmi.
Danska blaðið Aktuelt birti fyr
ir nokkru athyglisverða grein um
minkaræktina í Danmörku og fer
meginefni greinarinnar hér á eft-
ir, en áður en við athugum hvað
Danir hafa að segja, væri ekki úr
vegi að fá álit Sveins Einarsson-
ar, veiðistjóra, á þessum málum.
SKEKKJA AÐ HÆTTA.
— Hvað er langt síðan minka
rækt var bönnuð hér á landi?
—Hún var víst bönnuð 1952.
Þá voru þau dýr, sem eftir voru,
annað hvort drepin eða seld úr
landi. Sum þeirra voru mjög verð
mæt.
— iivao um að hefja hér minka
rækt að nýju?
— Mér finnst ekkert á móti
því. Það yrði að vísu geysilega
kostnaðarsamt, því samkeppnin er
hörð á þessum vettvangi. Nú eru
Japanir, Indverjar og Kínverjar
famir að framleiða minkaskinn í
milljóna tali árlega, og getum
við meira að segjá fengið þessi
skinn keypt í verzlunum hér á ís-
landi.
— Ég held að það hafi verið
skekkja að hætta þessu, fyrst mink
urinn var orðinn landlægur á ann
að borð. Það' er yfirleitt alltaf
hægt að handsama þá aftur þót/
þeir sleppi úr búrum, því vana
lega Ieggja þeir leið sína þang-
Danskur minkabúseignandi með tvö minfeabúr.
aö fljótiega eftir ao ai sieppa
í leit að æti, og þá er hægt að
veiða þá í venjulegar minkagildr
ur.
— Mér fannst það líka skekkja
þegar síðustu silfurrefirnir voru
drepnir hér fyrir svo sem tveim
árum. Það hefði átt að halda þessu
kyni við. í Ðanmörku er mönnum
til dæmis hjálpað til að koma í
veg fyrir að stofninn deyji út.
Tízkan getur alltaf breytzt og það
er ekki að vita hvenær refaskinn
in geta stórhækkað ,í verði á ný.
— Er ekki auðvelt að koma í
veg fyrir að dýrin sleppi úr búr-
um?
— Það er að sjálfsögðu tiltölu
lega auðvelt, en hins vegar geta
slys alltaf átt sér stað og sömu-
leiðis er það stundum hreinum
skemmdarverkum að kenna að dýr
in sleppa út.
— Eru skinnin af íslenzka villi
minknum verðlaus?
— Það eru þau engan veginn.
Annars voru skinnin af þeirri teg
und, sem mest slapp út af, ekki
ýkja verðmikil. En skinnin eru
alls ekki verðlaus, einkum eru
það hvolpaskinnin sem bezt eru
talin, en pelsatíminn (þ. e. a. s.
þegar skinnin eru bezt) er á
haustin og fram á vetur.
— Við flytjum út minkafóður,
og er þá ekki góð aðstaða hér til
minkaræktar?
— Jú, tvímælalaust mjög góð,
þar sem við höfum þessi ósköp af
fiskúrgangi, sem er ákjósanlegt
fóður.
— Að lokum, fer minknum fjölg
andi hér?
— Nei, honum hefur fækkað
stórlega undanfarin ár og er al-
veg haidið niðri. Nú eru allar
aðstæður miklu betri til að ráða
við hann, en var þegar lögin um
bann við minkaeldi voru sett fyr
ir 12 árum.
EINN OG HÁLFUR MILLJARÐ-
UR.
í Glostrup í Danmörku er sögð
vera glæsilegasta uppboðshöll loð
dýraskinna í víðri veröld. Þar er
veltan á ári, einn og hálfur mill
jarður ’slenzkra króna, og þar
eru seldar 2,5 milljónir minka-
skinna. í meðalstóran pels þarf
60—80 skinn og pels úr svörtum
minkaskinnum kostar milli 120
og 180 þúsund íslenzkrar krónur,
þótt hægt sé að sjálfsögðu að fá
enn dýrari flíkur úr verðmætari
skinnum.
Uppboðin þarna sækja tugir
manna og koma víða að. Á upp
boðinu núna eru menn frá, Kan
ada, Bandaríkjunum, Englandi,
þýzkalandi, Sviss, • Frakklandi,
Ítalíu, Beigíu, Spáni, Suður-Af-
ríku, Austur-Þýzkalandi og Ástra
líu.
Danir velta því nú fyrir sér
hvort þetta verði ekki eitt stærsta
loðskinnauppboð, sem , nokkru
sinni hefur verið haldið. Þar
verða í ár seld 500 þúsund dönsk
skinn og síðan 250 þúsund skinn
frá Finnlandi. Fullyrt er að þetta
sé stærsta uppboð, sem nokkru
sinni hefur verið haldið í Ev-
rópu. Ef reiknað er með, að hvert
skinn kosti 620 íslenzkar krónur
verða keypt þarna skinn fyrir 465
milljónir íslenzkra króna.
Það eru engar smáræðistölur,
sem hér koma við sögu, og má
8 19- janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ