Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 11
Ég vil gjarnan verða betri"-
segir Jens Petersen, sem var valinn
knattspyrnumaður ársins í Danmörku
SJALDAN hefur nýr afrekstitill |
hlotið eins góðar móttökur og
„Knattspyrnumaður ársins”. Og
sjaldan hefur verið jafn mikil á- j
nægja með nokkurt val, eins og
þegar hið níu manna ráð með
Spang Larsen í forsæti afréð að
Jens Pctersen skyldi vera fyrsti
knattspyrnumaðurinn í Danmörku,
sem hlyti þann heiður að vera út-'
nefndur „knattspyrnumaður árs-
ins”.
Sæmdarheitið „knattspymmúáðj
ur ársins” er tekið upp að enskri
fyrirmynd samnefndri. í Englandi
er það talin æðsta viðurkenning,
sem knattspyrnumanni hlotnast.
Aðeins einum manni: Stanley
Matthews hefur hlotnazt sá heiður
tvívegis. Það er ekki nóg að vera
framúrskarandi knattspyrnumað-
ur, til þess að koma til greina.
Skapgerðareiginleikar eins og góð-
ur félagsandi jafnt á velli sem ut-
an, ásamt góðri hegðun og íþrötta
mannlegri framkomu við allar
kringumstæður, hafa ekki hvað
minnst áhrif á valið.
★ UNDRANDI
Þar sem Jens Petersen eru gefn-
ir allir þessir eiginleikar. eins og
áherz'a var lögð á í úrskurði
nefndarinnar, var vali hans mjög
fagnað af öllum — Það lágu til
þess ýmsar ástæður að ég varð
imdrandi á úrslitunum, segir 'JH?.
Ég vissi ekki að ákveðið hafði
verið að koma þessafí 'venju á,
fyrr en þjálfari og blaðamenn
héldu fund eftir leikinn í Búkarest.
Á eftir, þegar leikm^nirnir byj’j-,
uðu að ræða um, sín á:miUi, hverj-
ir kæmu til álita, bjöst ég við,, áð
fyrir valinu yrði annaðhvort -inh- 'líkt skarð er fyrir skildi, ef hans
herjinn, Ole Sörensen, eða félagi nýtur ekki við.
minn, miðvörðurinn John Madsen. Jens P. er 21 árs að aldri. Þegar
Ole er fágaðasti innherji, sem ég hann var átta ára, gekk hann í fé-
ÞAÐ má sjá leikgleðina á andliti
Jens Petersen, en hún er stór þátt-
ur í öllum íþróttum.
hef leikið með. John hefur aukið
s yrk landsliðsin3 að miklrnn mun
Ég veit af reynslu minni, bæði úr
landsliði og minu félagsliði, hví-
i lag knattspyrnumanna í Esbjerg.
1 Hann byrjaði sem bakvörður, en
; það leið ekki á löngu áður en Jo-
hann Nielsen, hinn vinsæli ung-
lingaþjálfari og síðar félagsfor-
maður sá að hæfileikar J.P. nutu
sín betur í framvarðarstöðunni.
Hann var ungur valinn í úrvalslið
józka knattspyrnusambandsins, og
eftir nokkra leiki í úrvalsliðinu sá
austurríski þjálfarinn Rúdi
Strittsch um, að J. P. var fljótlega
fastur maður í úrvalinu, og frama
brautin var mörkuð. Eftir fimm
leiki með unglingalandsliði Dan-
merkur var hann tilbúinn til á-
taka með landsliðinu. í unglinga-
landsleiknum við Svíþjóð sýndi
hann svo góðan leik, að landsliðs-
nefndin gat ekki gengið fram lijá
honum við val landsliðsins til
Möltu og Tyrklandsferðar.
J. P. hafði verið bezti maður
vallarins í leiknum við Svía, eins
og búizt hafði verið við.
★ STÓRSTÍGAR
FRAMFARIR
Síðan þá hefur J. P. tekið mikl-
um framförum. í fyrstu vakti hann
mesta athygli fyrir geysimikla og
virka yfirferð á leikvelli. En það
leið ekki á löngu, þar til hann var
orðinn hinn ógnvekjandi fram-
vörður, sem eldsnöggt tók þátt í
sóknaraðgerðum, og kom markverð
inum á óvart með föstum og hnit-
miðuðum skotum.
Rudi Strittisch kenndi mér hvað
það hefur að segja að vera í góðri
þjálfun, og hverja þýðingu þraut-
hugsað varnarspil hefur að segja,
þegar lið verður fyrir ákafri sókn
mótherjanna, segir J. P. Þau ár,
sem Arne Sörensen hefur æft
knattspyrnufélag Esbjerg, hefur
leikur minn fágast mjög. Það
hentar mér mjög vel að taka þátt
í sóknarspiiinu. Ég er líka einn af
fjórum beztu skotmönnum félags-
ins.
— Hver er ástæðan fyrir þeirri
velgengni Esbjerg félagsins að
hafa unnið Danmerkurmeistara-
titilinn í knattspyrnu þrisvar í
röð?
Hér halda þeir á Jens Petersen, félagi hans John Madsen og
þjálfarinn Arne Sörensen, en þeir urðu fyrstir til að’ óska honum
til hamingju.
Þessi mynd er tekinn í leik Esbjerg og B1903.
Madsen fylgist vel með öllu. ':
Jens Petersen er með boltann og félagi hans, John
— Félagsforystan launar geysi- 1
góða æfingasókn liðsmanna með
því að ganga eins langt og mögu-
legt er til móts við okkur, vegna
hinna ströngu áhugamannareglna.
Stjórnin sér um, að konur okk-
ar eru boðnar með við allflest
tækifæri og það er skynsamleg
ráðstöfun. Ef konur eða unnustan
byrjar að nöldra yfir því, að æf-
ingarnar komi niður á heimilislíf-
inu, hefur það sjálfkrafa í för mcð
sér slæm áhrif á getu manna á
vellinum. Nú hefur stjórnin aftur
á móti skapað það ástand, að
stúlkunum okkar er mjög umhug-
að, að við náum sem beztum á-
rangri! Þetta kalla ég sálfræði.
— Er danska knattspyrnusam-
bandið svona frjálslynt gagnvart
landsliðinu?
— Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta. Áhugamannareglurnar eru
auðvitað lög, sem verður að fram-
fylgja, fyrst þau á annað borð
borð gilda, því annars verður hug-
takið „áhugamaður" að athlægi,
eins og skeð hefur víða annars
staðar.
Á liinn bóginn verður erfitt að
vera áhugamaður, ef fyrir hönd-
um eru eins margir leikir við er-
lend félagslið og landsleikir, eins I
og á síðastliðnu ári.
Við árslok 1963 hafa verið leikn-
ir um tíu landsleikir, og þar sem
Esbjerg-liðið tók einnig þátt í
keppninni um Evrópu-bikarinn, þá
reynir mikið á þolinmæði og vel-
vild atvinnuveitandans, þegar fá
á frí til alls þcssa. Ef Esbjerg-lið-
ið hefði ekki verið slegið út úr
keppninni um Evrópu-bikarinn í
fyrstu umferð, hcfðum við ekki
haft annað að gera en þeytast um
Evrópu mestan hluta haustsins.
★ BANKAINNSTÆÐA EÐA
LÍFTRYGGING ER
LAUSNIN
— Ég held, að það væri þjóðráð,
ef danska knattspyrnusambandið
gæti komið því við, að eftir hvern
leik, væri lögð viss upphæð inn á
bankabók eða líftryggingu, sem
viðkomandi gæti tekið út, þegar
lann hætti þátttöku í leikjum,
sem aðgangseyrir er greiddur a9.
Þá peninga væri svo hægt að nota
í afborgun á íbúð eða framlag )
fyrirtæki. Það er keppikefli allra
knattspyrnumanna að komast *
landslið, en allir landsliðsleik-
mennirnir halda því fram að öll
þau tækifæri sem val í landsliíf
býður upp á séu vel virði þeirra
fjárútláta sem slikt val orsakar. A
þeim fjórum árum, sem liðin erU
síðan ég gekk upp í meistaraflokk,
hef ég ferðast til Ítalíu, Rúmeníut
tvisvar, Albaníu, Austurríkis, ír-
lands, Hollands, Þýzkalands, Sv£»
þjóðar, Noregs og Luxemborgar,
Þetta hefði ég aldrei getað, værj
ég ekki landsliðsmaöur.
Framhald á 13. síðu.
HANDBOLTI
I KVÖLD
I KVOLD verða háðir tveir leikiv
í I. deild, fyrst leika Fram og KR
og má telja þá fyrrnefndu öruggsv
sigurvegara. Síðari leiktu-inn getuy
orðið geysispennandi, en þá mæt-
ast FH og Víkingur.
KEFLAVlK
SIGRAÐI
KEFLAVÍK og A-lið
léku til úrslita á afmælis-
móti Fram í fyrrakvöld að
Háiogalandi; Úrslit urðu þau,
að Keflvikingar sigruðu með
6:5. Margt var áhorfenda að
Hálogalandi og skemmtu
þeir sér bið bezta.
mtW%WWHWW*WW*MWl
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. janúar 1964 1|,