Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 5
■i;
i
Framh. af 1 síöu
óskaði að sýnishorn yrðu send
flugleiðis til Berlinar.”
Þessi bókun er gerð eftir fund-
inn með verzlunarfulltrúanum,
en þar segir Þóroddur, að Sveinn
Benediktsson hefði alveg tekið
fyrir sölu á síldar- eða fiski-
mjöli með afurðum verksmiðjunn-
ar. Á þessum fundi var með
Sveini Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri SR.
í framhaldi af þessum fundi
sendi verzlunarfulltrúinn eftirfar-
andi bréf til Síldarverksmiðja
ríkisins á Siglufirði:
Reykjavík,
Laugavegi 18,
20/2 1964.
Heiðruðu herrar!
Eg vísa til heimsóknar herra
Sveins Benediktssonar og for-
stjóra Síldarverksmiðja ríkisins
á skrifstoí'u mína þann 21/2 1964.
Við þetta tælcifæri var okkur
fcoðið að kaupa „Sigló-síld” í dós-
um, sem legið höfðu lengri tima
á lager hjá verksmiðjunum. Eft-
ir að hafa ráðgast við innflutn-
ingsfyrirtæki okkar, verð ég því
miður að tilkynna yður, að við
getum ekki tekið tilboði yðar.
Virðingarfyllst.
1 Möckel.”
í þessu. bréfi nefnir verzlun-
arfulltrúinn ekki, að rætt hafi ver
ið um sölu á síldarmjöli með
„Sigló-sfldinni”. Er það vafalaust
af því, að ekki hefur verið áhugi
á kaupum síldarinnar, þó síldar-
mjölið liafi einnig verið í boði.
Er ekki að efa, að hinn ungi full-
trúi Alþýðubandalagsins, Ragnar
Arnalds hefur hlaupið á sig, þeg-
ar hann tilkynnti það í sölum Al-
þingis, að A-Þjóðverjar vildu
kaupa síldina, ef þeim yrðu jafn-
framt seld nokkur hundruð tonn
af síldafmjöli.
Blaðið fékk í gær eftirfarandi
greinargerð frá Sveini Bene-
diktssyni varðandi sölu Sigló-
síldar til Au.-Þjóðverja:
YFIRLÝSING Síldarverksmiðja
ríkisins, sem birtist í dagblöðun-
um í gær og útvarpinu í fyrra-
kvöld, þar sem leiðrétt var það
ranghermi, að Síldarverksmiðjum
ríkisins hafi borizt kauptilboð á
birgðum Niðursuðuverksmiðju rík
isins á Siglufirði af niðurlagðri
síld frá A-Þýzkalandi, hefur sem
vænta mátti ekki leitt til þess, að
Þjóðviljinn leiðrétti ranghermið.
Þvert á móti sakar blaðið nú
stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
um „vísvitandi lygi í blekkingar-
skyni”, þegar hún leiðréttir mis-
skilning og rangar frásagnir.
Þessi orð setur blaðið þvert yfir
fremstu síðu í fyrirsögn og ætti
það að nota sömu fyrirsögn oftar
til leiðbeiningar lesendum blaðs-
ins um efni þess.
Þjóðviljinn fullyrðir að ég hafi
í upphafi þessa máls átt tal við
verzlunarfulltrúa A-Þjóðverja í
Reykjavík „og þá talið ekki koma
til greina að fá leyfi til þess að
selja síldar- eða fiskimjöl með
afurðum verksmiðjunnar.”
Ber blaðið Þórodd Guðmunds-
son fyrir þessari frásögn.
Nú vill svo vel til, að við vorum
tveir, ég og Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Síldarverk-
smiðja ríkisins, sem áttum viðtal
við verzlunarfulltrúa Au.-Þjóð-
verja um þetta mál hinn 21. jan-
úar sl.
Daginn.eftir skýrðum við stjórn
SR frá viðtalinu á fundi í verk-
smiðjustjórninni og var þar gerð
um það svofelld bókun, sem _ er
staðfest með undirskrift Þórodds
Guðmundssonar og annarra í
stjórninni, Bókunin er svohljóð-
apdi:
„Þá höfðu þeir (formaður verk-
smiðjustjórnar Sveinn Benedikts-
son og viðskiptaframkvæmdastjóri
Sigurður Jónsson) einnig átt viðtal
við verzlunarfulltrúa Austur-
Þýzkalands, Dietmar Möckel, um
möguleika á söiu núverandi birgða
verksmiðjunnar til Austur-Þýzka-
lands. Áður hafði Þóroddur Guð-
mundsson rætt við sama mann um
þetta mál og afhent honum sýnis-
horn af niðurlagðri síld. Fóru
þær viðræður fram í byrjun des-
ember. Taldi verzlunarfulltrúinn,
að áhugi tnyndi ekki vera fyrir
hendi á kaupum á niðurlagðri síld
nema þá í sambandi við kaup á
fiskimjöli. Jafnframt taldi hann,
að bragð af síld þeirri, sem hann
hefði fengið sýnishorn af, myndi
ekki falla í smekk Þjóðverja. Lof-
aði hann að senda fyrirspurn um
hugsanleg kaup á birgðum verk-
smiðjunnar í sambandi við kaup
á fiskimjöli, og óskaði að sýnis-
horn yrðu send flugleiðis til Ber-
línar.”
Sýnishorn af niðurlögðu síld-
inni voru send flugleiðis til Ber-
línar um máuaðamótin janúar-
febrúar.
Hinn 14. þ. m. spurðist ég fyrir
um það í símtali við verzlunarfull-
trúann, hvort hann hefði fepgið
svar frá Berlín. Svaraði hann þvi
neitandi, en kyaðst mundu fara
flugleiðis til Berlínar í lok mán-
aðarins og þá mundu taka málið
upp þar á staðnum.
í bréíi dagsettu, 20. þ. m. dag-
inn eftir að fyrirspurn Ragnars
Arnalds liaíðj verið svarað á Al-
þingi, en bréf þetta barst S. R.
hinn 22. þ. m„ tilkynnti verzlun-
arfulltrúinn að eftir að hafa ráðg-
ast við verzlunarfyrirtæki í A,-
Þvzkalandi, geti þeir ekki „tekið
tilboði Síldarverksmiðja ríkisins.”
Reyndar höfðu S. R. ekki gert
Framh. á 13. síðu
Hliðargrind er heimiiisprýði
Eigum jafnan hliðargrindur af stærðum 2x2 m
og 1x4 m. Einnig gönguhlið og staura.
Smíðum einnig eftir máli, ef óskað er.
Skrifið, hringið eða komið. I
FJÖLIÐJAN HF.
við Fífuhvammsveg, Kópavogi. Sími 40770.
I
V
I
Eftir kröfu sveitarstjórans í Blönduóshreppi og að undan-*
gegnum úrskurði, dags. 11. þ.m., verða lögtök látin fara
fram að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs-
ingar, án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda, en á á-
byrgð sveitarsjóðs Blönduóshrepps, fyrir ncðantöldum
gjöldum álögðum 1963:
Útsvörum, aðstöðugjöldum, fasteignaskatti, vatnsskaíti*
lóðargjöldum, holræsagjöldum og hreppsvegagjöldum.
Skrifstofa Húnavatnssýslu, 12/2 1964. |
sýslumaður Húnavatnssýslu, 'í
» , v
Jón Isberg.
E)%%%%%%/%<%i%%%%%/%%%%/%%%%%%%%'tl%'V%'%'%^/WV>'^'Q^^^fyM'*^*^1*^1^ %%%%%■%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*
mm
MIKILLAR gremju hefur gætt
í Júgóslavíu upp á síðkastið í
garð vesmr-þýzkra yfirvalda,
þar eð málaferlum gegn króat-
ískum flóttamönnum og fasist-
um hefur verið frestað í þriðja
sinn. Króatar þessir gerðu að-
súg að fyrrverandi sendiráðs-
byggingu Júgós.avíu í Bad God
esberg skammt frá Bonn fyrir
rúmu ári, og myrtu húsvörðinn.
Júgóslavar spyrja, hvort til-
gangurinn sé sá, að finna ráð
til þess að afstýra því, að ólög
leg starfsemi króatísku' flótta-
mannanna verði afhjúpuð, og
til þess að hafna þeirri kröfu
Júgóslava,. að nokkur samtök
flÓLtamannanna verði bönnuð.
Það voru um það bil 30 ung-
ir menn, sem köstuðu sprengj-
um að júgóslavnesku bygging-
unni í Bad Godesberg 29. nóv-
ember 1962. Þeir skutu nokkr-
um skotum og hæfði eitt þeirra
húsvörðinn, Popovic, sem beið
bana. Bílstjóri verzlunarnefnd-
arinnar, sem hafði aðsetur í
byggingunni og 12 ára gamall
sonur hans, urðu einnig fyrir
skotum og særðust. Árásar-
mennirnir ruddusc inn í bygg-
inguna, brutu húsgögn og eyði
lögðu skjalasafn.
Þýzka lögreglan handtók 25
menn í sambandi við árásina.
Af þeim voru 23 félagar í
„Bræðralagi króatískra kross-
fara“.
★ KRÓATÍSKIR
FASISTAR.
' Yfirheyrslur í máli hinna
handteknu leiddu til þess, að
samtökunum var bannað að
starfa í Vestur-Þýzkalandi. Til
kynnt var, að samtökin, sem
þóttust vera kaþólskur félags-
skapur, er ynni að mannúðar-
málum fyrir króatíska flótta-
menn búsetta í Vestur-Þýzka-
landi, væru í rauninni „samtök
hægrisinnaðra öfgamanna, sem
stofnuðu öryggi landsins og sam
skiptum við önnur ríki í
hættu“.
Yfirheyrslurnar hefðu leitt í
ljós, að ,,krossfararnir“ hefðu
ákveðið að fylgja .valdbeiting-
arstefnu" í baráttu sinni gegn
kommúnistastjórninni í Júgó-
slavíu.
Króatískir fasistar hafa með
sér mörg og ólík samtök í Vest-
ur-Þýzka!andi. Króatarnir eru
mörg þúsund talsins og í sam-
tökin hafa gengið börn þeirra
og nýir áhangendur sem þeir
hafa fengið til fylgis við sig.
Króatar þessir leituðu hælis í
Þýzkalandi þegar leppríki Hitl
ers, lýðveldinu Króatíu, var
steypt.
Scjórn einvaldans Pavelic og
hins svokallaða „Utashi“ félags
skapar hans er ef til vill sú,
hinna mörgu fasistastjórna í
Evrópu á stríðsárunum, sem
hefur verstu glæpina á sam-
vizkunni.
Eftir atburðinn i Bad Godes
berg hefur Júgóslavía mörgum
KASTLJÓS]
sinnum lagt áherzlu á þá kröfu
sína, að þessi samtök verði
bönnuð. Samtökin haía nokkr-
um sinnum, bæði fyrr og síðar,
unnið skemmdarverk á júgó-
slayneskum eignum á þýzkrl
grund og gert aðsúg að júgp-
slavneskum íulltrúum. Sprengj
um hefur t. d. verið komið fyr-
ir í lestum, sem fara til Júgp-
slavíu.
Júgóslavar benda á, að í
Vestur-Þýzkalandi séu gildandi
lög, sem kalla fasisma og naz-
isma glæpsamlega hugmynda-
fræði og bannj fólki, sem að-
hyllist þessa stefnu, að stofna
með sér félög til þess að vinna
að framgangi hennar. Júgó-
slavar segja, að þetta hljóti
einnig að gilda um fasista frá
öðrum löndum, þar á meðal
Júgóslavíu.
★ SKAÐABÓTAKRÖFUR.
Jafnframt því sem Júgóslav-
ar hafa ítrekað þessa kröfu
leggja þeir áherzlu á aðra kröfu
þess efnis, að Vestur-Þjóðverj-
ar sýni að lokum vilja til að
standa við skulbindingar um
skaðabætur til handa júgó-
slavneskum fórnarlömbum naz
ismans.
Sigurvegararnir í heimsstyrj
öldinni ákváðu 1945, að sovézka
hcrnámssvæðið, sem nú er
A-Þýzkaland, skyldi greiða Sov
étríkjunum, Póllandí og nokkr
um. öðrum ríkjum Austur-
Evrópu skaðabætur, en sam-
bandslýðveldið, sem þá var
hernámssvæði Bandaríkjanna,
Breta og Frakka, skyldi greiða
18 öðrum ríkjum skaðabætur,
þar á meðal Júgós’avíu.
Sambandslýðveldið hefur gert
samninga við 17 þessara 18
ríkja og útkljáð þetta mál. —
Júgóslavía er eina landið, scm
Vestur-Þjóðverjar hafa ekki
samið við um þessar skaðabæt-
ur, og þó var þýzka ógnar-
stjórnin í álfunni einna verst
í Júgóslavíu. Júgósiavar vé-
fengja lögmæti röksemda
þeirra, sem Bonn-sljómin not-
‘ ar til að hafna skaðabótakröf-
um Júgóslava.
Röksemdirnar byggjast á
því, að scjórnin í Belgrad við-
urkenndi stjórnina í Austur-
Berlín fyrir sex og hálfu ári.
Viðurkenningin leiddi strax til,
þess, að Bonn-stjórnin sleit
stjórnmálasambandi við Bel-
grad-stjómina í samræmi við
svokallaða „Hallstein-kenn-
ingu“. Síðan hefur Bonn-
stjórnin neitað að semja um
skaðabætur, sem hún hefur þó
viðurkennt sig skuldbundna til
i grundvallaratriðum að greiða.
Afstaða Júgóslava er sú, að
Hallstein-kenningin sé aðeíns^
þýzkt ákvæði, sem komi cklci
þeim júgóslavnesku borgurum
Við, sam heimtingu eigi á skaða^
bótum, og geti ekki losað Bonn
stjórnina undan alþjóðlegum
skuldbindingum hennar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. febrúar 1964 5