Alþýðublaðið - 03.03.1964, Qupperneq 4
h-l LU
ÁSVALLAGÖTU C9.
Sími 33687, kvöldsimi 33687.
TIL SÖLU:
TIL SÖLU:
3ja herbcrffja íbúð við Háteigs-
veg. Seld tilbúin nndir tré-
verk, til afhendingar nú þeg-
ar. 1. hæð.
3ja hcrbergja kjallaraíbúð í sam-
býlishúsi. Selzt tUbúin undir
tréverk, til afhendingar í
næsta mánuði. Sameign full-
gerð. Hitaveita.
€ lierbergja íbúð í tvíbýlishúsi í
Safamýri. Selst nær fullgerð til
afhendingar í næsta mánuði.
Húsið er tilbúið að utan. Bíl-
skúr fullgerður.
150 fcrmctra, ný fullgerð íbúð í
Hvassaleiti í tvíbýlishúsi, til
afhendingar í þessum mánuði.
Raðhús í Álftamýri. Selst tilbúið
undir tréverk til afhendingar
14. maí. Hitaveita. Rúmgott
hús.
4ra herbergja, skemmtileg íbúð
í Njörvasundi. Allt sér.
/ 3ja herbergja jarðhæð á Kvist-
haga. Góður staður.
3ja herbergja ibúð í nýlegu
húsi við Njálsgötu. 3. hæð. Sval
ir. Stór stofa með útsýni.
4ra herbergja, mjög skemmtileg
íbúð í 6 íbúða sambýlishúsi í
Laugarnesj. Vönduð sameign,
sér hitaveita.
5—6 hcrbergja nýtízkuleg III.
hæð í Grænulilíð. Arin í stofu,
tvö snyrtiherbergi, tvennar sval
ir, teppalagt. Bílskúr, Mjög
vönduð og íalleg íbúð. 35 fer
metra stofa.
3ja herbergrja kjallaraíbúð við
Flókagötu.
5 herbergja íbúð í sambýlishúsi
við Klcppsveg.
4ra herbergja íbúð við Silfurteig.
Munið að eignaskipti eru oft
möguleg hjá okkur.
Næg bííastæði. Bílaþjónust'a
við kaupendur.
. ~Aauoié
Jiati&aKvoSí
'■ fvímévkin
SAMBAND
Framhald úr opnu.
verði því aðeins frádráttarbær til
’útsvarsálagningar, að gjöld þessi
hafi verið greidd fyrir lok undan-
farandi árs.
Beinir fundurinn þeim tilmæl-
um til nefndar þeirrar, er nú vinn-
ur að endurskoðun tekjustofnlag-
anna, að ákvæði þessa efnis verði
tekin upp í lögin.
ÆSKULÝÐSMÁL.
Fulltrúaráðsfundurinn lýsir á-
nægju sinni yfir því, að í undir-
búningi er löggjöf um æskulýðs-
mál og skipulagðan stuðning hins
opinbera við aeskulýð starfsemi,
og beinir því til skrifstofu sam-
bandsins, að hún leitist við að afla
og láta nefnd þeirri, sem skipuð
hefur verið í þessu skyni, í té
sem víðtækastar upplýsingar, er
að gagni mega koma við undir-
búning slíkrar löggjafar.
Fulltrúaráðsfundurinn treystir
þvi, að sambandið fái að fylgjast
með undirbúningi málsins.
VEGAMÁL.
I. Nýju vegalögin:
Fundur fulltrúaráðs Sambands
ísl. svei arféjagá, ha’dinn í Reykja
vík dagana 27 og 28. febrúar
1964, fagnar setningu hinna nýju
vegalaga og telur að með sam-
þykkt þeirra hafi verið komið veru
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan h.f.
Byggingafélög
Húseigendur
Smíðum handrið og aðra
skylda smíði. — Pantið í tíma.
Vélvirkinn s.f.
Skipasundi 21. sími 32032,
Vesturgötu 23.
NAMSKEIÐ í HJALP í VIÐLÖGUM
hefst C. marz n.k. fyrir almenning.
Kennslan er ókeypis.
Innritun í skrifstofu Rauða kross íslands, Thorvaldsens-
stræti 6. Sími 14658, kl. 1 — 5 s. d.
Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands.
lega til móts við ítrekaðar óskir
samtaka sveitarfélaganna, að því
er snertir gatnagerð í kauptúnum
og kaupstöðum.
II. Framkvæmt vegalaganna:
Fulltrúaráðsfundurinn lætur í
Ijósi þá ósk, að höfð verðj náin
samvinna og samráð við stjórn
Sambands ísl. sveitarfélaga um
setningu reglugerða samkvæmt
nýju vegalögunum, að því leyú
sem þær kynnu að snerta sveitar
félögin almennt sbr. einkum V.
kafla laganna.
III. Samvinna vegagerðar ríkis-
ajóðs og sveitarfélaga:
Fulitrúaráðsfundurinn telur
æskilegt, að sem nánust samvinna
takist milli vegagerða ríkisins og
sveitarfélaganna ’ um tæknilegan
undirbúnmg við gatnagerð og um
öflun og notkun hentugra tækja
tíl gatnagerðar. Athugandi er,
hvort heppilegt þætti, að sérstakri
deild í skrifstofu vegamálastjóra,
yrði falið þetta verkefni af vega-
gerðaxinnar hálfu.
IV. Skipulögð leit að jarðefnum:
Fulltrúaráðsfundurinn telur
nauðsynlegt, að vegagerð ríkisins
beiti sér fyrir skipulagðri leit að
jarðefnum til ga-nagerðar, sér-
staklega í grennd þeirra kaupstaða
og kauptúna, þar sem skortur er
slíkra efna.
HROSS
Framliald af síðu 16
íslenzka hes.inn, sem raunvei-u
lega hefði byrjað sem bréfa-
skóli. Kæmi rit þetta nú út
einu sinni í hverjum mánuði.
Annars sagði Gunnar, að sam-
starfið hefði vérið all slitrótt,
enda hefði hann ekki fengið
neinn stuðning hér heima. —
,,Búnaðarféiagið kærir sig ekki
um mína aðstoð !engur“, sagði
liann.
Gunnar kvað nú svo komið,
að ekki væri aðeins spurt um
íslenzka hesta, heldur sérstak-
lega um gæðina og kynbóta-
gripk Hann sagði,- að. þegar
hestakyn eins og það islenzka
væri- búið að ná tökum erlend-
is, væri útilokað að einangra
fig. Ýmsir væru á mó.j grað
hestaútflutningi, en slíkfc væri
hin mesta fjarstæða. Ef lág-
kúran hyrfi og við færum að
vinná að þessum málum eins
og aðrar þjóðir, sem flytja út
gripi, þá yrði ekki angt þang-
að til við gætum flutt út góð-
an stóðhest fyr.r allt að 1 n *>*«
und pund.
Gunnar sagði, að SÍS og Sig-
urður Hannes ofi hefðu slegið
saman um útflutninginn, og
væri það vel. Ef samkeppni
yrði um þessar sölur, værj hætt
við að alls konar gal agripir
flytú með, og þá væri búið með
allt. Helzt þyrfti sérfræðingar
að velja hestana og brenni-
merkja þá til að ekki væri hægt
að svindla inn á fólk erlendis
lélegum kynblendingum, eins
og komið hefði fyrir. Nú væri
svo komið, að verð á úlenzkum
hesti væri helmingi hærra en
fyrir kynblending. Hann sagði
þessu máli hafa oft verið stefnt
í voða af hreinni vanþekkingu.
Gunnar sagði að lokum, að
frá því eftir stríð hefðu verið
fluttir héðan á þriðja þúsund
hestar, en útflutningurínn
hefði aðallega liafist kringum
1958. Þetta mál allt væri hið
merkilegasta, og við gætum
vafalaust fengið mikið liærra
verð fyrir hestana en nú, enda
væri það aðeins vel stætt fólk,
sem keypti þá.
Minningarorð:
Kiartan Reynisson
Skömm eru skil milli lífs og
dauða. Ekki kom mér það til hug-
ar síðast, er ég ræddi við vin minn
Kjartan Reynisson, glaðan og
reifan, eins og hans var vandi,
að það mundi okkar hinzti fund-
ur. Enginn fær sínum örlögum
ráðið.
Það er næsta erfitt að sætta sig
við, að ungir menn, fullir af lífs-
þrótti, skuli skyndilega héðan
kallaðir. Þegar slík vátíðindi ber-
ast, brestur orð; þá eru þau einsk-
is megnug. Mann setur hljóðan.
Mér var einn morguninn sagt, að
flaggað væri í hálfa stöng við
Skátaheimilið. Var ég að því
spurður, hver væri dáinn. Þegar
ég hafði aflað svars við þeirri
spurningu, setti mig hljóðan.
Mér liafði að vísu verið sagt, að
Kjartan lægi mikið sjúkur erlend-
is, en samt kom þetta eins og ó-
vænt högg, og hugurinn lamað-
ist.
Fundum okkar Kjartans bar
fyrst saman fyrir sjö til átta ár-
um. Við hittumst í Skátaheimil-
inu og þar áttum við oft eftir að
hittast.
Það er mikilsvert fyrir ungl-
inga, sem fullir eru af lífsþrótti
og orku, að fá tækifæri til að
veita þessum öflum útrás á heil-
brigðum vettvangi. Skátastarfið
var Kjartani og félögum hans
þessi vettvangur. Stundum stóð
um þá styrr, þegar þeim eldri
fundust ærslin ganga úr hófi, en
stendur ekki alltaf styrr um þá,
sem eitthvað kveður að?
Þótt Kjartan hefði ekki mörg
ár að baki, þegar hann kvaddi
þetta líf, hafði hann notað tím-
ann vel. Hann var rétt kominn
yfir fyrsta hjallann, og við blöstu
óleyst verkefni fullorðinsáranna.
Hann hafði þegar sýnt hvers hann
var megnugur og hvers mátti af
honum vænta. Innan Skátafélags
Reykjavíkur hafði Kjartan gegnt
KJARTAN REYNISSON
mörgum trúnaðarstörfum. Hann
byrjaði sem flokksforingi, varð
síðan sveitarforingi og deildar-
foringi og átti að lokum sæti í
stjórn fé’agsins. Hann kiknaði al-
drei undir þeirri ábyrgð, sem
honum var falin, heldur harðnaði
við hverja raun og sýndi dug
sinn og atorku í verki.
Kjartan var einlægur stuðn-
ingsmaður allra mála, sem hann
taldi skátastarfinu til góðs, og
ófeiminn við að segja skoðanir
sínar hreint og beint. Tvískinn- •
ungur vissi hann ekki hvað var.
Hann var annað hvort með eða
á móti. ■
Nú er skarð fyrir skildi. Skáta-
félag Reykjavíkur hefur misst góð-
an og ötulan liðsmann, sem hafði
unnið vel á vettvangi æskulýðs-
mála, þar sem nú er Grettistaka
þörf.
Foreldrum Kjartans og systur
votta ég samúð mína. Þeirra miss-
ir er meiri en okkar.
Eiður Guðnason.
Kirkja
Framhald af síðu 16
ef háhýsin tvö, í Laugarásnum
væru sett hvort ofan á annað —
samtals 26 hæðir, mundi kirkjan
samt hafa vinninginn. Hann sagði
það ekki vera sína skoðun að
brjóta ætti það sem byggt hefði
verið, heldur breyta því og efna
bæri til samkeppni arkitekta um
þáð verk.
Þórir Kr. Þórðarson ræddi
kirkjubyggingar almennt og sagði
m. a. að kirkju Guðjóns Samúels-
sonar væru vart eins vel heppn-
aðar og önnur verk hans. Kvaðst
hann vilja styðja tillögu Péturs
Benediktssonar.
Benti hann og á, að ekki væri
fjarri lagi að á næstu fimm árum
mundi þurfa að byggja kirkjur í
Reykjavík fyrir um það bil 25
milljónir.
Frú Rósa Blöndal kvaðst ekki
vera hrifin af fyrírætlunum um
að ætla að breyta verkum Iátins
manns, og ætti slíkt ekki að vera
til umræðu. Viðvíkjandi kostnaði
við kirkjubyggingu á Skólavörðu-
holti sagði hún að sér fynndist ljótt
að vera með nízku gagnvart guði.
Hannes Davíðsson sagðist hafa
búizt við að hitta á fundinum ein-
hverja forsvarsmenn kirkjubygg-
ingarinnar. Fyndist sér ekki nema
sjálfsagt að söfnuðurinn fengi að
byggja kirkjuna, ef hann kostaði
hana að öllu sjálfur, og nafn Hall-
gríms yrði lienni ekk; tengt á
neinn hátt.
Gísli Halldórsson verkfræðing-
ur sagðist vera orðinn þreyttur á
slagsíðunni á íslenzka menningar-
skipinu. Benti hann á að ekki
væri erfitt að finna skynsamlegri
fjárfestingu en þessa kirkjubygg-
ingu.
Auk fyrrgreindra tóku ýmsir
fleiri til máls áður en fundi var
slitið, og voru flestir einhuga um
að óráðsía hin mesta væri að halda
áfram byggingu kirkjunnar í því
formi sem ætlunin er.
Gunnar Gunnarsson rithöfund-
ur sagði, að þeir sem nú væru
orðnir eldri menn hefðu ekki ver-
ið nógu duglegir að mótmæla þess
um fyrirætlunum þegar þær komu
fram, en ungu mönnunum væri
ekki hægt að álasa þótt mótmæli
þeirra kæmu fyrst fram nú. Þakk-
aði hann stúdentum framtak
þeirra og kvaðst vonast til að þeir
vikjust elcki undan mcrkjum og
kæmu máli sínu fram.
Hörðnr Ágústsson sagði, að viS
yrðum að byggja í samræmi við
þá tíma, sem við lifðum á, og
varpaði fram þeirri spurningu,
hvort þeir, sem að byggingu kirkj-
unnar stæðu hefðu aldrei heyrt
nútímalistar getið.
4 3. marz 1S64 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
/