Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 16
ÁrshátíS Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður í Iðnó naest- komandi laugardagskvöld og hefst með borðhaldi kl. 7,30 e. h. Á borðum verður þorramatur að venju. Mjög er vandað til skemmtiatriða, nú sem fyrr. Fram fer danssýning á vegum Dansskóla Hermanns Ragnars (Barnaflokk ur sýnir barnadansa og einnig verða sýndir suöur-anierískir dansar). Jón Gimnlaugsson mun flytja skemmtiþátt, Fyrir dansinum Ieikur hin vinsæla hljómsveit Stefáns Þorleifssonar, söngvari Þór Nielsen. Dánsað verður til kl. 2 e. m. Panta má miða í síma l5020, 16724 og 19570 í dag og er viss ast að draga það ekki. Borðpantanir eru gerðar í síma 12350. Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna og taka með sér gesti á vinsælustu og ódýrustu árshátíðina sem völ er á. NEFNDIN Ætlunin er að byrjað verði á verkinu strax og samningar hafa tekizt við fyrirtækið. Því á að verða lokið í september í haust, en lögnin verður að því leyti frá- brugðin öðrum, að aðeins verður lagt einfalt kerfi, þannig að vatn- ið rennúr beint í gegn og út í skólp. Með tvöfalda kerfinu er vatnið notað aftur til að blanda því við yfirhitað vatn, 130 stiga heitt. Einfalda kerfið er ódýrara í lagningu en það tvöfalda, sem nú er álitið óþarft. vegna þess hve mikið er til af heitu vatni. Framkvæmdastjóri Verks hf. er Birgir Frímannsson. nujajuviu, o. xaurz. I NÓTT var bortizt inníben zínafgreiðsfu SHELL við Reykjanesbraut. Var farlð inn á bakhlið hússins. Þegar inn kom réðist þjófurinn á stóran og sterkan peninga- skáp, sem var múraður fasí- ur í gólfið. Er óhætt að segja að skápurinn hafi hreinlega verið tættur í sundur. Hefur líklega verið notað stórt járn, eða kúbein. í peninga skápnum voru 2100 krónur, og var þeim stolið ásamt töluverðu af sígarettum. Myndin er af peninga- skápnum á benzínafgreiðsl- unni. ^MmWIMMWWIWIIMWWMWMMIWiWWaWtMWWtWWWWWMWWWWWWMW Gjafahlutabréf í Hall- grímskírkju gefin út Reykjavík, 5. marz - KG í TILEFNI þess, að í ár eru liðin 350 ár frá fæðingu Hall- gríms Péturssonar, hefur hisk- up valið 5. sunnudag í föstu, sem er 15 marz, til þess að vera almennur minningardagur Hallgríms Péturssonar. Þá hef- ur byggingarnefnd Hallgríms- kirkju í Reykjavík einnig á- kveðið að gefa út svokölluð gjafahlutahréf, sem skulu vera kvittanir fyrir frjálsum fram- lögum manna til minningar- kirkju Hallgríms - Hallgríms- kirkju. í tilefni af útgáfu bréfa þess- ara áttu fréttamenn í dag tal- við biskup, nokkra úr bygginga nefnd kirkjunnar og fleiri for- ráðamenn. Sagði biskup, að útgáfa bréfa þessara væri ekki í neinu sam- bandi við þær deilur, sem nú eiga sér stað um kirkjubygg- inguna, heldur hefði þetta mál verið í athugun í langan tíma. Eins og áður segir skulu gjafahlutabréf þessi vera kvitt anir fyrir frjálsum framlogum til kirkjunnar og eru þau prent- uð í mismunandi litum eftir upphæðum þeirra, sem eru 100, 300, 500, 1000 og 5000 krónur. Á forsíðu bréfanna er mynd af Hallgrímskirkju eins og hún verður byggð, tilfærð er upp- liæð og kvittun byggingarnefnd ar fyrir gjafahlutnum. Á annarri síðu er prentuð mynd af listaverkinu Hallgrím- ur Pétursson eftir Einar Jóns- son, myndhöggvara með áletr- uðu versinu: „Gef þú að móður málið mitt”. Á þriðju síðu er svo ávarp biskups, en þar segir m. a.: Kirkja er. í smíðum í höfuð- borg íslands. Sérstaða hennar er sú, að hún á að bera nafn Hallgríms, Hallgrímskirkja. Hún verður ekki tiltakanlega mikið mannvirki á mælikvarða nútímans, stærðin mundi varla mjög gagnrýnd, ef í lilut ætti leikliús, danssalur eða kvik- myndaliús Hún verður sóknar Framhald á bls. 13. ROBERT McNamara landvarna- málaráðherra Bandarikjanna sag-ði í kvöld, að meðan nauðsyn- bæri til vegna baráttunnar gegn uppreisnarmönnum kommúnista mundu Bandaríkjamenn útvega herafla S-Vietn. hergögn og vistir. © ■» Lóðir fyrir 900 íbúðir Úthlutað á þrem svæðum borgárinnar Hitaveita í Skjólin fyrir fimm milljónir Reykjavík, 5. marz - GO I lagningu hitaveitu í Skjólin. Verk Á SÍÐASTA borgarráðsfundi var hf. hefur nú á hcndi hitaveitu- eamþykkt að hefja samninga við lagningu í Hagahverfi og á því verkfræðifirmað Verk hf. um' verki að vera lokið í haust. Hitaveitan í Skjólin var boðin út og bárust 3 tilboð. Verk hf. var með lægsta tilboðið, 5.071.820.00. Hin voru hvort um sig nær einni milljón króna hærri. Keykjavík, 5.' marz. — AG. LÓÐUM á þrem svæðum í borg- inni vcrður ú hlutað í maí. Er þarna um að ræða lóðjr við Elliða árvog, norðan Njörvasunds, á Árbæjarbfettum og í Kleppsholti norðan Austurbrúnar. Á þessum svæðum verða lóðir undir yfir 900 íbúðir. í Árbæjarhverfi verður úthlut- að lóðum undir einbýlis- og fjöl- býlishús, og er reiknað með, að á því svæði muni búa 4—6 þúsund manns. Einbýlisliúsin, sem eru 133 að tölu, verða að flatarmáli allt að 150 fermetrar, og er þá bifreiðageymsla ekki með talin. FjölbýláBhúsin verða 3ja hæða, með minnst 570 íbúum. í Elliðaárvogi verður úthlutað lóðum undir 4 fjölbýlishús, 3ja hæða og 2 fjölbýlishús 7—8 hæða, með minnst 116 íbúðum, 41 rað- húsi á einni hæð. Þau mega vera að flatarmáli allt að 169 fermetr- ar og að rúmmáli allt að 700 fer- metrar og er bifreiðageymsla inn byggð í húsin, 15 tvíbýlishús á tveim hæðum með 1—2 íbúðum á hæð og mega húsin vera að flat- armáli aht að 170 fermetrar og að rúmmáli allt að 1450 rúmmetr- ar og er þá bifreiðageymsla inn- byggð, 12 -einbýlishús, einnar hæð ar og mega þau vera allt að 170 fermetrar að flatarmáli og 800 rúm metrar að rúmmáli með inn- byggðri bifreiðageymslu. í Kleppsholti verður úthlutað lóðum undir 10 raðhús með 20 íbúðum og verða hús þessi á tveim hæðum, allt að 130 fermetrar-að flatarmáli hver íbúð og að rúm- F’-amhald á bls. 13. Skellinöðru stoliö í FYRRAKVÖLD var stolið skclli nöðru frá Háskólabíói. Er þetta grænt hjól af gerðinni Victoria. Hjólið fannst aftur lijá kvikmynda húsinu í morgun, en var þá tölu- vert skemnit. Hjólið er númer R-44. Eru allir þeir, sem ein- hverjar upplýsingar gætu gefið um þjófnað þennan, beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.