Alþýðublaðið - 19.03.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Síða 3
„Tyrkir nær alls staðar umsetnir * \\ Nikosia, 18. marz (NTB-Reuter) FORINGI tyrkneskra Kýpurbúa, Fadil Kutchuk varaforseti, segir í skeyti til U Thant, aðalfram- kvæmdastjóra SÞ, að tyrkneskir Kýpurbúar séu umsetnir nær hvarvetna á eynni. í skeytinu eru ásakanir í garð vopnaðra, grískra hryðjuverka- manna. Þeir eru sagðir hafa kom- ið upp vegatálmunum og ræna, of- sækja og auðmýkja tyrkneska Kýpurbúa. Á mánudag hafi þeir heft för tyrkneska sendiherrans við vegatálma. Sinfóníutónleikar í kvöld: Reykjavík, 18. marz - KG BANDARÍSKI hljómsveitarstjór- inn Igor Buketoff hefur nú tekið við stjórn Sinfóníuhljómsveitar- innar og mun hann stjórna þeim f jórum tónleikum, sem eftir eru á vetrinum. Fyrstu tónleikarnir, sem hann stjórnar eru í Háskóla- bíói á morgun fimmtudag. Einleikari með hljómsveitinni verður austurríski píanóleikarinn Alfred Brendel og leikur hann píanókonsert nr. 4 eftir Beet- hoven. Brezkur formælandi sagði í dag, að í nótt hefði verið skipzt á mörgum skotum í bænum Ktima á Norður-Kýpur. Hann taldi hins vegar, að misskilningur hefði valdið skothriðinni. í New York eru bornar til baka fréttir um, að Kanadamaðurinn E. Burns hershöfðingi, fyrrver- andi yfirmaður gæzluliðs SÞ í Gaza, verði sennilega sáttasemj- ari SÞ á Kýpur. Einnig er því neitað, að til mála komi að Harry S. Truman fyrrum forseta verði falið þetta starf. Vestur-þýzka stjórnin hefur heitið 2 millj. marka framlagi til gæzluliðs og á danslca þinginu hefur verið stungið upp á 500 þús. króna framlagi. Sveit Svía í gæzlu liðinu, sem í verða 700 menn, verður sennilega tilbúin 10. apríl Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Nikosíu, að Kypri- anou, utanríkisráðherra Kýpur, haldi til New York í vikunni að ræða við U Tliant um samstarf Kýpur-stjórnar og gæzluliðsins. AFP hermir, að enn sé mjög ó- Ijóst hvaða hlutverki SÞ eigi að gegna á Kýpur. Blöð tyrkneskra Kýpurbúa segja, að starf SÞ muni mistakast ef yfirmaður SÞ-gæzlu- liðsins, Gyani liershöfðingi, telji Kýpur-stjórn og öryggissveitir hennar löglegar. Grísk blöð á Kýpur saka Breta um að vera hlynnta því, að SÞ-Iiðið fái heim- ild til að svipta stjórn Makaríosar öllum völdum sínum. ★ KROFU HAFNAÐ HEIDELBERG, 18. marz (NTB- Rcuter) — Rússar liöfnuðu í dag nýrri kröfu Bandaríkja- manna um, að særður banda- rískur flugmaður, sem skotinn var niður ásamt tveim öðrum Bandaríkjamönnum í flugvél yfir Austur-Þýzkalandi 10. marz, yrði framseldur. ★ STÚDENTAR REKNIR MADRID, 18. marz. (NTB-AFP) Rúmlega hundrað spánskir laganemar, sem náðu fyrirlestra sal í lögfræðideild Madrid- há- skóla á sitt vald á laugardag- inn, hafa verið reknir úr há- skólanum, að því er tilkynnt varl í dag. ★ SOVÉZK fjármálaspilling MOSKVÚ, 18. marz (NTB-Reu- ter) — Áreiðanlegar heiinild’r hermdu í dag, að dómstóll í Moskvu hefði dæmt einn mann til dauða og 12 aðra í Ianga fangelsisrefsingu fyrir fjár- liagsafbrot, Höfuðpaurinn, Arkadij Gru- senberg, sem var dæmdur til dauða, var Gýðingur, segja heimildir. „Glæpaflokkurinn” mun hafa stolið ull í Síberíu og flutt hana til Lvov I Vestur- Úkraínu, þar sem framleidd var ýmis konar ullarvara, sem seinna var seld í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og rússneska sovétlýðveldinu. Glæpaflokk- urinn mun hafa grætt 300 millj. (ísl.) króna. ★ NÝTT GEIMFAR MOSKVU, 18. marz (NTB- Reuter) — Rússar skutu í dag nýjum ómönnuðum gervi- hnetti út í geiminn. Þetta er einn af Kosmos-gervihnöttun- um og kallast Kosmos 26. ★ BEHAN DAUÐVONA DUBLIN, 18. marz (NTB-Reu- ter) — Læknar höfðu gefið upp alla von í kvöld um að geta bjargað lifi hins þekkta írska leikritahöfundar Brendan Be- han, sem legið hefur rænulaus að mestu í viku. Leikritaskáldið, sem er 41 árs og þekktast fyrir óhóflegt líferni, þjáist af sykursýki, sem hann hefur haft litlar á- hyggjur af. Auk þcss þjáist Bchan af gulusótt. ★ ALBANI REKINN VÍN, 18. marz (NTB-Reuter) — Ungverska stjórnin vísaði úr landi í dag albönskum dipló- mat, sem var ákærður fyrir ólögleg afskipti af innanríkis- málum Ungverjalands, að sögn fréttastofunnar Itiin. Nánari upplýsingar voru ekki veittar. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Á mánudag kom hingað til Reykjavíkm- norsk kona, He- lene Andersen, deildarstjóri í menntamáladeild norska ut anríkisráðuneytisins Var hún á leið til Bandaríkjanna og hélt vestur um haf í gær- kvöldi, en hafði þá dvalizt liér tvo daga í boði mennta- málaráðuneytisins, sem hef- ur átt við Iiana margvísleg viðskipti á undanförnum ár- um, einkum í sambandi við norræna samvinnu. í gær heimsótti hún Alþingi, hlýddi á umræður og kynnti sér þingstörf. Myndin var tekin í Alþingishúslnu við það tækifæri, og sjákt frá vinstri: Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, llelene Andersen og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. (Mynd: J. V.) EX MILUÓNIR FRAKKA 0 MÓTMÆLAVERKFALLI París, 18. marz (NTB-Reuter) NÆR sex milljónir manna hófu verkfall í dag í mótmælaskyni við stefnu stjórnarinnar í launa- málum. Orlyflugvelli var lokað vegna verkfallsins, víða hafa járn- brautasamgöngur lagzt niður, birgðir vatns, gass og rafmagns hafa minnkað, skólar voru auðir og póstur barst ekki. WWWWtWWWMMMWMW» Rætt við Gromyko um horfnu Svíana nvmwwwwwmmMvwmuMHtwwwtwvmmvmwttiM Stokkhólmi, 18. marz (NTB). Sænska stjórnin hefur gert frétJr um Svía, sem horfnir eru í Sovétríkjunum, að aðalatriði í pólifllskum viðræðum við utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, Andr ei Gromyko, sem er í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Torsten Nilsson utanríkisráð- herra bar mátið fyrst upp í 3ja klukkustunda viðræðum við Gro- myko í gær. Erlander forsætis-. ráðherra tók þetta mál aftur fyrir í viðræðum við Gromyko í dag. Fullvissaði sovézki utanríkisráð- herrann þá lun, að sovézka stjórn- in mundi gera allt sem í hennar valdi s æði til þess að varpa ljósi á máliö. Erlander sagði að viðræðunum loknum, að liann hefði gert grein fyrir viðhorfum sænsku stjórnar- innar til fi'éttanna um, að sjó- menn á sænskum skipum, sem sovézkir kafbátar sökktu á Eysíra- salti í stríðinu, liefðu verið tekn- ir til fanga.. Um þetta er m.a. rætt I sovézkum stríðsheimildum, og fyrir hálfum öðrum mánuði beindi sænska stjómin þeim til- mælum til Sovétríkjanna, að nán- ari upplýsingar yrðu veittar um þetta mál. Erlander tók einnig fyir mál sænska diplómatsins Raul Wallen bergs, sem hvarf í Rúdapest í lok stríðsins. Ástæða er til að ætla, að sovézk heryfirvöld í Ungverj.i- landi hafi tekið hann til fanga. Rússar hafa sagt, að hann hafi lá'.izt 1947. Hins vegar mun hann hafa sézt á lífi í sovézkum fanga- búðum eftir þann tíma. Gromyko hét nákvæmri rann- sókn á þessum málum, en lagði áherzlu á að hún gæti tekið lang- an tíma. Þess vegna er talið í Stokkhólmi, að varla muni fást nánari upplýsingar um örlög sjó- mannanna áður en Krjústjov for- I sætisráðherra kemur í heimsókn til Svíþjóðár 22. júní Bollalagt er hvort Krústjov muni ef til vill varpa Ijósi á málið og sjá ef til vill um, að þeir sjómannanna, sem Frh. á 4. síðu. Tugir þúsunda verkamanna í út- borgum Parísar gátu ekki mætt til vinnu en öðrum var ekið á vinnustað í herflutningabifreið- um. Nokkrir höfðu snjóinn að engu og fóru fótgangandi í vinn- una. Bílaumferð var ekki mikið meiri en venjulega. Verkalýðsfélögin segja, að sennilega hafi þrjár milljónir starfsmanna opinberra fyrirtækja og um það bil álíka stór fjöldi starfsmanna einkafyrirtækja lagt niður vinnu. Örfáar lestir í útborg um Parísar gengu, og sama máli gegndi með neðanjarðarjárnbraut- ir. Engin kvikmyndahús voru op- in í París og ljóslaust var á kaffi- liúsum. Flugfélögin skipuðu flug- vélum sínum að lenda í Le Bour- get. . $ Dóttir Conrads ✓ sendi F.l. þakkarskeyti Reykjavík, 18. marz - ÁG FLUGFÉLAGI íslands barst í dag eftirfarandi skeyti frá Christine Conrad, dóttur Max Conrad, sein nauðlenti á Grænlandi í gærdag: — „Thanks very much for keep ing an eye on dad til they picked him up. We are all so grateful. „Christine Conrad“. Þetta hljóðar svo í laus- legri þýðingu: Þakka ykkur innilega fyrir að fylgjast með pabba þar til þeir sóttu hann. Við erum öll þakklát. WMMWWWWMWMWMW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. marz 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.