Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 6
SEX MILLJONIR HÚS Á Myndin hér að ofan er af verönd húss eins í Dallas í Texas. Eigendur þess eru herra og frú Rogers. Það er tlu herbergja og kostar sem svarar sex milljónum íslenzkra króna í byggingu. Almanna- varnir hafa áætlað endingu hússins 1000 ár. Hús Rogers- hjónanna er byggt inni í stein steypuhylki, fjóra metra undir yfirborði jarðar. Þetta steinsteypuhylki tekur við rétt fyrir utan gluggana. Já, gluggana, það eru gluggar sérstaklega umbúnir með blómagróðri og skýldum ljós- um, þannig, að svo virðist sem þar sé aðeins dagsbirtan fyrir utan. „Andrúmsloftið er eins og bezt verður á kosið,” segir frú Rogers. „Við höfum litla loft- ræstistöð.” Hún kveðst aldrei þurfa að þurrka af húsgögn- um eða strjúka yfir gólf. Öll óþægileg hljóð, svo sem um- ferðarhávaði, flugvéladrunur og krakkaóhljóð, eru útilokuð. „Við höfum aðeins eðlilegan hávaða, sem fylgir hverju heim ili,” segir frúin, — „og vita- skuld síma og sjónvarp.” Þau hjónin halda bæði hund og kanínu, sem kunna prýði- lega við sig þarna niðri. Og þarna mun húsið standa í þúsund ár. Þið munið, eins og þúsund ára ríkið hjá Hitler. ★ Norðmenn í klípu. Norski norðurskautsleiðangur- inn undir stjórn Björns Staib, sem við höfum sagt frá áður hér í glugganum, lenti upp á kant við kanadíska herinn á leið sinni til staðarins, sem þeir ætla að hefja leiðangurinn frá. Hópurinn var á leið til Ward Hunt-eyjar, sem á að verða upphafsstaður ferðarinnar, þegar áætluninni var skyndilega breytt og ákveð- ið að biðjast í staðinn lendingar- leyfis á kanadísku herflugstöð- inni „Albert”. „Albert” er leyni- leg flugstöð og talsmaður kanad- ísku stjórnarinnar sagði, að hinir i úngu Norðmenn hefðu naumast getað fundið þann blett í Kan- ada, sem þeir væru óvelkomn- i ari á Á Albertstöðinni eru ýmis I leynileg tæki og Björn Staib i fékk sólarlirings frest til þess að hafa sig á brott. Talið var, að Björn Staib hefði leitað til norska sendiráðsins í Ottawa og j beðið þess, að það fengi heimild I til þess, að dvalarleyfi hans á I „Albert” yrði framlengt. Tals- i maður sendiráðsins sagði, að það gæti ekki orðið til neinnar hjálp- ar í þessu máli sakir þess, að I hér væri um að ræða algert einka- ! fyrirtæki, sem sendiráðið óskaði I ekki eftir að blandast í. biro, sem var fyrrverandi ástkona Franciscos, var dæmd í 23 ára fangelsi fyrir að hafa hvatt til morðsins, en Bandaríkjamenn- irnir tveir, sem eru báðir um 30 ára, fengu hvor um sig 21 árs fangelsi. Bandaríska konan fékk- 12 ár og einn dag, en sú brezka 6 ár og einn dag. Saksóknari hafði krafizt dauða- dóms yfir Wagner og/ungfrú Al- viro. ★ Tuttugu og tveggja ára gam- all Bandaríkjamaður, James Bell j Wagner, var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morð í Barcelona á mánudaginn. Auk hans voru á- kærðir tveir aðrir Bandaríkja- menn, spænsk kona, brezk kona og bandarísk kona. Hinn myrti var spænskur kaup- sóslumaður, Francisco Rovirose Closes. Morðið var framið í klæðskeraverkstæði 1 Barcelona í nóvember 1962. Öll sex voru handtekin rétt eft- ir morðið og hafa setið í varð- haldi i 15 mánuði. Spænska konan, Maria Pilar Al- ★ Elizabeth Taylor og Richard Burton voru vígð saman í hjóna- band í Montreal í Kanada á sunnudaginn var. Það var full- trúi þeirra hjóna. John Springer, sem kunngerði tíðindin. Þetta er fimmta hjónabandið, sem Eliza- beth Taylor gengur í, en einung- is annað hjónaband Burtons. — Eins og mönnum mun kunnugt fékk Elizabeth skilnað frá manni sínum Eddie Fisher í Mexikó fyr- ir skömmu síðan. Burton skildist við konu sína Sybil, rétt fyrir, jólin. Springer lét ekki uppskátt hvar í bórginni athöfnin fór fram, en hana framkvæmdi Leonard nokk- ur Mason frá Messíasarkirkjunní í Montreal. Brúðhjónin vilja, að sögn, engar góðar óskir þiggja. Þau héldu til Toronto sama dag, en þar er Burton að leika í Ham- let, og munu þau halda sig þar unz farið verður með leikritið til New York. Meðal fyrri eiginmanna Eliza- bethar eru hótelkóngurinn Con- rad Hilton og Mike sálugi Todd. Farið var að orða þau Burton hvort við annað, þegar löngu áð- ur en lokið var við töku mynd- arinnar Kleópötru. Stúlkan á myndinni liér að neðan hefur valið sér býsna frumleg gleraugn, gleraugu af þessu tagi. gengu hefðarkonur talsvert með fyiT á árum en notkun þeirra lagðist af, fyrst og fremst vegna þess hve óhentug þau eru. William Holden leysast upp og því verða skipti milli þeirra. Menn geta gert sér hugmynd um málið, þegar þeim er sagt, að meðal eigna þeirra hjóna er heljarmikið hótel í Hong Kong, útvarpsstöðvar á sama stað, tvær japanskar verksmiðjur, sem framleiða transistora og rafmagns- tæki og fjöldi annarra fyrirtækja í Austurlöndum nær og í Evrópu. Tekjur Holdens af kvlkmynda- leik hafa tiltölulega lítið að segja í þessu sambandi, en þær gera uppgjörið þó ekki auðveldara, til dæmis hefur hann, vegna skatt- anna, fengið hinum geysimiklu tekjum sínum af myndinni „Brú- in yfir Kwaifljótið” dreift yfir 20 ára tímabil. Hann yfirgefur Brendu, en það verður ekki auðvelt fyrir hann að gleyma henni fyrst um sinn. Þeim er dálítið gjarnt að skilja I Hollywood og verður ekki sagt, að þeir horfi í fé eða fyrirhöfn, þegar skilnaður er annars vegar. Nú ætlar William Holden að fara að skilja við Brendu Marshall og ætlar þess í stað að kvænast franskri sýningarstúlku, sem Ca- pucine heitir. Þessi skilnaður kemur til með að kosta hann mikla vafninga. Þau hafa haft sameiginlegan sjóð um 22 ára bil. Það er að segja þann tíma, sem hjónaband þeirra hefur varað. Á þessu tíma- bili hafa þau víxlað tekjum sín- um á margan hátt, þær hafa verið geysimiklar, og þau hafa fest fé sitt víða. Öll þessi flækja skal nú I Enda þótt hið fræga yfirskegg Salvadors Dali sé eilítið farið að grána, er hann engan veginn dauður úr öllum æðum. Hann heldur stöðugt áfram að finna upp á einhverjum brögðum, sem vekja a honum athygli. Nýj- asta afrek hans er að ljúka við risastóra mynd. Hún er fjórir metrar á hæð og sex metrar á breidd og Dali kennir hana við tíð- arandann. Myndin samanstendur af blaða- úrklippum, sem aliar fjalla um mál Christine Keeler, frægust varð af Profumomálinu. — þeirrar, sem WILLIAM HOLDEN SKILINN 0 19. marz 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.